Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1981, Side 12

Íþróttablaðið - 01.04.1981, Side 12
HERMANN GUÐMUNDSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRIÍSÍ í VIÐTALI formenn hérraðssambandanna og sérsambandanna auk fram- kvæmdastjórnar ÍSÍ en hún er skipuð fimm mönnum. Fram- kvæmdastjórnin annast daglegan rekstur sambandsins og situr fundi einu sinni í viku. Á íþróttaþingi mæta fulltrúar frá héraðssamböndunum, mis- margir eftir fjölda iðkenda hjá hverju héraðssambandi og einn maður frá hverju sérsamband- anna en í heildina eru þetta yfir- leitt um 100—120 manns. Aðal- mál sem liggja fyrir íþróttaþingi eru yfirleitt skipulagsmál og ýmis framkvæmdaatriði.“ Er ekki kominn tími til að þínu mati að endumýja þetta aldna skipulag eða endurskoða það? „Þetta skipulag hefur auðvitað orðið fyrir gagnrýni og þá eink- um og sér í lagi frá sérsambönd- unum sem aðeins eiga einn full- trúa hvert á íþróttaþingi hverju sinni. Ég tel eins og ég sagði áðan, að þetta skipulag, hafi staðist og standist tímans tönn og ekki sé nauðsynlegt að gera á því meiri- háttar breytingar. Það þarf auð- vitað að halda því við ef svo mætti að orði komast en þörf á meiriháttar breytingum er ekki fyrir hendi að mínu mati. Mistök frá upphafi að hafa landsfélögin tvö Eins og flestir eflaust vita er íþróttahreyfingunni hér á landi skipt í tvö landsfélög, íþrótta- samband íslands og Ungmenna- félag íslands. Marga hefur greint á um hagkæmni þess að hafa þau tvö og ýmsir hafa bent á að hag- kvæmara væri að ÍSÍ yrði eina landsfélagið. Slíkt fyrirkomulag er við lýði víða erlendis og hefur það reynst vel. Hvaða álit hefur Hermann Guðmundsson á þessu atriði? Ég hefi þá skoðun, að það hafi verið mistök á sínum tíma að ÍSÍ og UMFÍ voru ekki sameinuð í eitt landssamband. En úr því sem komið er, tel ég ekki rétt að hagga núverandi skipulagi. Þessi tvö sambönd hafa blómstrað vel hlið við hlið og samvinna góð, þótt nokkuð örli á vissri samkeppni og við því er ekkert nema gott eitt að segja. En ég vek athygli á því að þótt talað sé um tvö landssambönd, ÍSl og UMFÍ eru öll íþrótta og ungmennafélög landsins innan ÍSÍ, en hluti þeirra er í UMFÍ, og að staða ÍSÍ er sú í reynd og samkvæmt íþróttalögum að ÍSÍ er æðsti aðili um frjálsa íþróttastarfsemi áhugmanna í landinu og kemur fram erlendis af íslands hálfu í íþróttamálum. Framhald á bls. 76. Reykjavík—Akureyri SÉRLEYFISFERÐIR 01/10-15/5 3 ferðir á viku 16/5-31/9 daglegar ferðir Einsdagsferðir með leiðsögn um Sprengisand og Kjalveg milli Akureyrar og Reykjavíkur. Höfum ávallttil leigu hópferðabíla til lengri og skemmriferða. NORÐURLEIÐ HF í JÚLÍ OG ÁGÚST 12

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.