Íþróttablaðið - 01.04.1981, Síða 15
mótinu í frjálsum íþróttum sem
fram fór í Osló. Þá munu eflaust
margir kannast við Björn þegar
minnst er á Olympíuleikanna en
hann var aðalfarastjóri íslend-
inganna sem tóku þátt í leikunum
árin 1968 og 1972.
Alltaf haft áhuga
á íþróttum
og allri líkamsrækt
Það myndi eflaust margur
íþróttamaðurinn sem lagt hefur
skóna á hilluna gera sig ánægðan
með slíka upptalningu sem þessa.
En nóg um íþróttaferil Bjöms.
Víkjum að nýja starfinu. I hverju
er það aðallega fólgið Björn?
„Mitt starf er aðallega fólgið í
að stjóma þessari skrifstofu,“
segir Bjöm og ekki er laust við að
smá glott myndist á andliti hans.
„Einnig er það í mínum verka-
hring að ráð hingað starfsfólk.
Margt fleira má nefna svo sem
eftirlit með byggingunni
(íþróttamiðstöðinni) hér og eins
á Laugarvatni. Einnig mætti
nefna fjármál, aðstoð við sér-
sambönd og héraðssambönd o.fl.
Þetta er nú svona það helsta.“
Hvenær hófst þú störf
fyrir íþróttahreyfinguna?
„Ég held að ég hafi verið tví-
tugur. Það byrjaði með þvi að ég
var í stjómum hinna ýmsu deilda
innan KR og eins í stjórn KR
síðar meir. Ég var síðan kosinn í
stjóm Frjálsíþróttasambandsins
1956 og var í henni í 10 ár, og
gengdi störfum gjaldkera en ég
var einnig varaformaður og loks
formaður sambandsins.
Ég hef allt tíð haft gaman af
íþróttum og hef haft mikin áhuga
á alls kyns líkamsrækt. Ég geri
nokkuð að því að trimma sjálfur
og reyni að komast í sund á
hverjum degi.“
Almenningur þar að gera
meira af því að trimma
Nú vinnur þú að því í þínu starfi
við að aðstoða trimmnefnd ISÍ.
Hver eru helstu áherslumál henn-
ar?
„Hennar aðalmarkmið er að fá
fólk, almenning í landinu, til að
hreyfa sig og stunda útiveru.
Heilsugæsla í þessu landi er mjög
dýr og það er bjargföst trú okkar
sem erum í þessari nefnd að ef
almenningur fæst til að rækta
líkama sinn með því að trimma
muni vera hægt að lækka kostnað
við heilsugæslu í landinu. Þetta er
stórt atriði. Ég vann lengi hjá
tryggingafélagi og hafði þá með
brunatryggingar að gera. Við
höfðum alltaf það sjónarmið að
reyna að koma í veg fyrir óhöpp
og segja má að trimmnefndin sé
einnig að því.“
Aðstoðin við sérsambönd
ÍSÍ er brýnt verkefni
Eins og fram kom í upphafi
þessa greinar er Björns svo til
nýbyijaður í starfi skrifstofu-
stjóra ÍSÍ. Hvað finnst honum að
sé mest aðkallandi í starfi ÍSÍ á
næstunni?
„Það er nú margt sem týna
mætti til. Innan íþróttasambands
Islands eru 17 sérsambönd. Það
er mikið nauðsynjamál að ÍSÍ
styðji vel við b^kið á þessum
samböndum. Þetta tel ég að sé
eitt mest aðkallandi verkefni sem
ÍSÍ hefur við að glíma.
Vantar íþróttahús
og sundlaugar
Bjöm heldur áfram: „Þá er
mjög brýnt að auka og glæða
áhuga almennings á íþróttum og
fá hinn almenna borgara til að
trimma og hreyfa sig. Fólk verður
að hafa í huga að með alls kyns
hreyfingu og trimmi má komast
hjá alls konar kvillum. Við verð-
um að vinna að því í framtíðinni
að þessi þáttur fari vaxandi og ég
er bjartsýnn á að svo verði.
Það sem hins vegar er alvar-
legasti hluturinn í sambandi við
almenningsíþróttir er húsnæðis-
vandinn. Það er dapurleg stað-
reynd að öll íþróttahús í Reykja-
vík og víða úti á landi eru svo þétt
setin að ekki er smuga á að kom-
ast að í þeim. Sömu sögu er
reyndar hægt að segja um sund-
laugamar. Það er mjög stórt
atriði, og verður að vera eitt af
brýnustu verkefnum ÍSÍ að auka
skilning yfirvalda á þeirri nauð-
syn sem bygging fleiri íþrótta-
mannvirkja í landinu er.“
Erum að jafna okkur eftir
íþróttahátíðina 1980
Hvemig er það með trimm-
nefndina svo við víkjum talinu
aftur að henni. Hefur hún yfir
nægilegu frjármagni að ráða?
„Nei alls ekki. Upphæðin sem
við fengum síðast er það lítilfjör-
leg að varla er hægt að nefna
hana. Við fengum 25 þúsund
nýjar krónur. Annars er fjár-
hagsástand nefndarinnar frekar
slæmt því íþróttahátíðin 1980
var okkur dýr og við erum að
jafna okkur eftir hana. Við von-
umst hins vegar til þess að næsta
ár verði nokkurs konar ár
trimmsins en það er verið að
vinna að þessum málum núna og
þetta er allt á byrjunarstig. Gott
starf hefur verið unnið en við
viljum gera enn betur.“
ISÍ fékk 71% meira fé nú
en í fyrra á fjárlögum
Við segjum nú skilið við
trimmnefndina. Hvað með ÍSÍ?
Hvemig stendur íþróttasamband-
ið fjárhagslega?
„Það er vissulega gleðileg þró-
un að við fengum á síðustu fjár-
lögum 71% meira fé en árið þar á
undan. Þrátt fyrir þessa miklu
aukningu er langur vegur frá því
að þetta sé nóg. Það vantar mikið
upp á það. En hitt er staðreynd
að fjárhagur ÍSÍ hefur oft verið
mun verri en hann er í dag. Ég er
þó ekki að segja að hann sé góð-
ur. Alls ekki. Það liggur fyrir að
kostnaður við að reka íþrótta-
hreyfinguna í landinu á ári er um
15