Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1981, Page 18

Íþróttablaðið - 01.04.1981, Page 18
Hinir útvöldu eru fáir en þorrinn er ekki Kevin Keegan — sá launahæsti í Englandi. ofsæll af laununum S.I. haust keypti Man- chester City hinn efnilega leikmann Kevin Reeves frá Norwich City og greiddi fyrir hann 1.250.000 sterl- ingspund. Samningur sá er félagið gerði í leiðinni við Reeves gildir til fjögurra ára, þannig að félagið verð- ur að greiða um 90.000 krónur fyrir hvem leik sem Reeves leikur með því á þessu árabili, og er þá ekki reiknað með að hann missi einn einasta leik úr vegna meiðsla eða annarra atvika. Steve Daley sem Man- chester City keypti frá Úlf- unum fyrir 18 milljónir króna var meira að segja ódýrari, ef þessi útreikning- ur er notaður, þar sem samningurinn sem gerður var við hann var til átta ára. f sinn hlut fyrir samninginn við Manchester City fékk Reeves um hálfa aðra mill- jón króna, en sú hefð hefur skapast að leikmenn fá 10% af samningsupphæð milli félaganna, nema að hann óski sjálfur eftir sölu, þá fær hann ekki nema 5%. Það virðist hrein heimska hjá félögunum í Englandi að eyða eins miklu í leikmannakaup og þau gera, en fyrir því eru margar ástæður. Ein er sú að það er nán- ast útilokað fyrir félögin að safna peningum, eða leggja fjármuni í að endurbæta velli sína og eignir. Skattar á knattspymufélög eru gífurlegir, og segja fram- kvæmdastjórar þeirra að það jafngildi sjálfsmorði að sýna rekstrarafgang. Því sé um að gera að kaupa leikmenn og standa í spákaupmennsku á þeim vett- vangi, en af slíkum viðskiptum þarf enga skatta að greiða. Og það hefur líka verið bent á að þótt sögur gangi um himinháar sölur leikmanna félaganna á milli, þá sé í mörgum tilfellum um reikningsviðskipti milli fé- laganna að ræða. Aldrei eru greiddir neinir peningar, heldur 18

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.