Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1981, Side 28

Íþróttablaðið - 01.04.1981, Side 28
yngri kynslóðinni og þeir er ófáir körfuknattleiksmennirnir sem hann hefur alið upp ef svo mætti segja. Nokkrir þeirra hafa síðan leikið í landsliði. Fyrstu kynni undirritaðs af Einari voru í Langholtsskólanum en við upphaf skólagöngu minnar kenndi hann mér leikfimi. Einar var strangur kennari og er það enn, lætur ekkert á sjá þó árin líði. Síðan höfum við verið góðir kunningjar og ég met það mikils að hafa átt þess kost að vera undir hans handleiðslu í körfunni. Vissi ekkert til hvers þetta var notað „Ég var ekki mjög ungur þegar ég í fyrsta skipti komst í kynni við körfuknattleikinn. Það var í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar, sem enn stendur, að ég í fyrsta skipti sá körfu. Ekki var ég nú fróðari um körfuknattleikinn í þá daga en það, að ég hafði ekki minnstu hugmynd um til hvers ætti eiginlega að nota þetta „apparat“. Á þessum árum var ég í gagnfræðaskóla. Ég held að ég hafi síðan fyrst kastað í körfu þegar ég var að æfa sund með Ægi stuttu seinna. Þá æfðum við þrek í gamla bragganum að Há- logalandi og þar komst ég í fyrsta sinn í kynni við körfuboltann. Við lékum okkur að því að kasta á körfuna á milli æfinganna. Árið 1949 lá leið mín í íþróttakennaraskólann á Laug- arvatni og árið eftir kenndi ég eitt ár á Snæfellsnesi. Kom síðan aftur til Reykjavíkur 1950 og það ár fylgdist ég meðal annars með frjálsum íþróttum en þær kenndi þá Stefán Kristjánsson núverandi íþróttafulltrúi Reykjavíkurborg- ar. Þá var alltaf byrjað á að hita upp með körfubolta en loks kom að því að því var hætt. Þá hætti ég líka. Ég fór að hugsa mér til hreyfings og kom þá í ljós að ÍR var eina félagið í Reykjavík sem æfði körfuknattleik utan ÍS. Ég lallaði mér því upp í ÍR-hús og hitti þá marga góða menn. Meðal þeirra voru Helgi Jóhannsson, Ingi Þór Stefánsson, Gunnar Petersen, Jón Bjarnason og margir fleiri. Ég spurði þá hvort ég mætti ekki vera með og það var auðsótt. Síðan hefur maður verið í þessu.“ Það vantaði alltaf þjálfara Fyrst til að byrja með var Einar leikmaður með meistarflokki ÍR og varð meðal annars íslands- meistari með m.fl. liðsins. En brátt fór Einar að snúa sér að þjálfuninni. Við spurðum Einar hvemig hefði staðið á því að hann hóf að þjálfa? „Ég byrjaði fljótleg með yngir flokkana eftir að ég byrjað að æfa í íþróttahúsinu við Túngötu (gamla ÍR-Húsinu). Fyrst til að byrja með voru þetta einungis yngri aldursflokkar en brátt fór aldur nemendanna hækkandi og loks endaði ég sem þjálfari meistaraflokks. Ástæðan fyrir því að ég byrjaði að þjálfa var einfaldlega sú að það vantaði alltaf þjálfara og ég sló bara til. Það var leitað til mín því menn Höfum úrval af vörum til FERMINGARGJAFA svo sem stereobekki, kommóður, skrifborð, einstaklingsrúm o.fl. Höfum fengiö þessa laglegu vegghillusam- stæðu úr bæsaðri eik. Lengd 285 cm. Dýpt 30/48. Hæð 180 cm. Verð 7.040.— Erum alltaf með mikið úrval af hjóna- rúmum og einstakl- ingsrúmum á mjög hagstæðu verði. SÍMI 77440 28

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.