Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1981, Page 34

Íþróttablaðið - 01.04.1981, Page 34
Auglýsti dekk en datt úr keppninni vegna dekkjaskorts! Það fer ekki á milli mála að mikil gróska er í bíla- íþróttum á íslandi um þess- ar mundir. Hvert öku- íþróttamótið af öðru er haldið, og nýlega var brotið blað í sögu íslenskra bíla- íþrótta er íslendingar kepptu í fyrsta sinn í ralli erlendis, við allgóðan orð- stír. Til þess að fræðast nánar um starfsemi bíla- íþróttamanna tók íþrótta- blaðið Birgi Þór Bragason, formann Bifreiðaíþrótta- klúbbs Reykjavíkur tali í skrifstofu klúbbsins í Hafn- arstræti, og lá þá beinast við að spyrja Birgi fyrst, hvenær hann hefði hafið afskipti af bflaíþróttum. Birgir Þór Bragason, formaður Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur. Brosandi formaður— á fullri ferð írallí — Ég var búinn að ætla mér lengi að fara út í bílaíþróttim- ar, en af því varð ekki fyrr en í Vísis-Rallinu 1978. Ég átti fyrst bíl með móður minni, og hún var ekki alveg á því að ég færi að aka honum í rallmót- um, og var það ekki fyrr en ég eignaðist eigin bíl, að ég byrj- að að keppa. Foreldrar mínir voru ekki hrifnir af þessu til- tæki, en þeim hefur nú snúist algjörlega hugur og það er varla haldið rall lengur sem þau fylgjast ekki með. Það má geta þess til gamans að í Vísisrallinu var bíllinn sem ég var á þakinn auglýs- ingum frá dekkjafyrirtæki hér í borg, en ég datt út úr keppn- inni vegna þess að mig vantaði varadekk. Én ári seinna komst ég að því að rétt hjá staðnum þar sem ég stoppaði var rót- gróið dekkjaverkstæði. Þar voru þeir með stóran lager af sömu dekkjum og ég notaði! Ég hóf svo félagsstörf hjá BIKR árið 1980. Málin snér- ust þannig að þegar ég datt út úr Vísisrallinu, fyrstur kepp- enda, bauð ég mig fram til sjálfboðavinnu. Vann ég þá 34

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.