Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1981, Side 36

Íþróttablaðið - 01.04.1981, Side 36
afstaða og ekki bera vitni um samkeppni sem á að ráða í viðskiptum. Við skulum vona að þetta breytist, og mér þætti ekki óeðlilegt að olíufélögin hreinlega bæðu okkur um auglýsingar fyrir alþjóðlega rallið í sumar. Annars finnst mér athyglisvert hve lítið aug- lýsendur gera til þess að fylgja málum sínum eftir. Það eru góðar auglýsingar á rallbílun- um, en þær eru lítið eða ekki notaðar eftir að rallmótunum lýkur— sjaldan birtar myndir af sigurbílunum eða þess háttar þannig að auglýsing- amar nýtast ekki eins og þær gætu gert. — Nú vantar klúbbin land undir „rallí-kross“ braut — getur klúbburinn keypt sér einhvers staðar land? — Við viljum falla undir það sama og önnur íþróttafé- lög, fá úthlutað landsvæði án endurgjalds. Slíkt tel ég ekki óeðlilegt þar sem við erum að fara með kappakstur af götum borgarinnar inn á lokaðar brautir, þar sem fyllsta öryggis er gætt. Það er staðreynd sem ekki verður á móti mælt að eftir að akstursíþróttirnar hófust hefur hinn svokallaði götukappakstur nær algjör- lega horfið. Þeir sem þurfa að fá útrás með því að „gefa í“ hafa fengið aðstöðu — loks- ins. Kvartmílumenn vilja reyndar þakka sér að svo hef- ur til tekist, en ég vil leyfa mér að fullyrða að þetta er báðum klúbbunum að þakka. Við höfðum sótt um landsvæði upp í Almannadal, en svo er víst aðalskipulagið farið að gera ráð fyrir íbúðabyggð þar. Við eigum eigum erfitt með að skilja hvers vegna sóst er eftir því að byggja þar íbúðar- svæði, þar sem þama er mjög snjóþungt, og ætla mætti að . . Norðmaðurinn sem keppti hér í fyrra var stórhrifinn og hefur veitt okkur góða auglýsingu með umtali sínu . . . snjómoksturinn væri nægjan- legur fyrir. Nú, við höfum fengið vilyrði frá skátafélag- inu í Þorlákshöfn um að það aðstoði okkur við gerð braut- ar, og yrði hún væntanlega í Jósefsdal. Það er þó engan veginn eins góður kostur. Við vonum sannarlega að borgin taki jákvætt undir óskir okkar og láti okkur hafa athafna- svæði í Almannadal, það er mjög skemmtilegur staður og stutt fyrir áhorfendur að fara. — Hvernig er fjármálum klúbbsins háttað? — Reksturinn er allur undir sama hatti — rall — auglýsingar, húsaleiga og slíkt er borgað úr sama sjóðnum, en reikningum fyrir hvert og eitt rall er þó haldið aðskild- um. Ég á von á því að „Auto-Rall“ ’81 gefi einhverj- ar tekjur, sem þá fara í að greiða skuldir. BIKR stendur fyrir útgáfu á auglýsingabækl- ingi þar sem rallbílar og fleira verður kynnt. — Það eiga að vera auglýsingar á annarri hvori síðu í þessum bæklingi og við vonumst eftir því að hann muni gefa okkur tekjur, enda erum við nú orðnir skuldugir og þurfum að gera okkar mál upp. En ef við lítum fram á veginn þá er ég bjart- sýnn og tel að innan nokkurra ára verði unnt að reka klúbb- inn með því fjármagni sem alþjóðlega rallið mun gefa okkur, í aðra hönd, og tel að sá viðburður verði árlegur hjá okkur og vinsældir hans fari stöðugt vaxandi. — Hvernig fer klúbburinn að því að verkja athygli á rall- mótunum? — Við höfum sett fréttatil- kynningar í blöðin og svo látið útbúa veggspjöld sem hengd eru upp í verslunum. Þetta hefur skilað ágætum árangri. Þess má geta að ,,rallíkross“ verður framvegis fyrsta fimmtudag hvers mánaðar í sumar. Við rákum okkur á það í fyrra að það er erfitt að fá 36

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.