Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1981, Page 39

Íþróttablaðið - 01.04.1981, Page 39
' ÍÞRÓTTAKENNSLA ÍÞRÓTTABLAÐSINS Það hefur orðið að ráði að íþróttablaðið birti öðru hverju fræðsluefni fyrir hinar ýmsu íþrótta- greinar. Verður efnið þannig sett upp að auð- velt er að taka það út úr blaðinu og geyma í sér- stökum möppum, þegar fram líða stundir. Ætlun- in með þessu er sú að íþróttaþjáifarar og Eftir Jóhannes Sæmundsson fræðslufuiltrúa íþróttamenn geti safnað sér hagnýtum upplýsing- um um íþróttagreinar sínar og á það að geta auðveldað þeim skipu- lagningu íþróttaæfinga sinna. Fyrsta fræðslu-- greinin í þessum flokki fjallar um úthaldsþjálfun körfuknattleiksmanna og er greinin eftir Jóhannes Sæmundsson, íþrótta- kennara og fræðslufull- trúa ÍSÍ. Hefur þetta efni verið notað á þeim þjálf- aranámskeiðum sem Körf uknattleikssamband íslands hefur efnt til, og er unnið í samráði við það. Uthaldsþjálfun körfuknatt- leiksmanna í þessari grein verður fjallað um nokkur helstu grundvallaratriði úthaldsþjálfunar fyrir körfu- knattleik. Byggist greinin að mestu á bæklingum „Konditions traning för Basketspelare“ sem sænska körfuknattleikssambandið gaf út, og A-stigi Í.S.Í., námsefni fyrir leiðbeinendur, 1980. Körfuknattleikur er mjög hröð íþrótt, sem byggist mest á sprettum og hlaupum. Sóknarleikur og varnarleikur skiptast ört á. Það, ásamt hraða leiksins veldur því að líkamlegt álag er mjög mikið. Til einföldunar má segja að líkaminn myndi orku á svipaðan hátt og bensínvél, þ.e.a.s. án súrefnis, loftfirrt (anaerobt), (orka sem er í rafgeymi bílsins) og með súrefni loftháð (aerobt), (orkan sem mynd- ast í aðalvélinni þegar súrefni og bensín ,,brennur“). í sumum íþróttagreinum eins og t.d. í maraþon- hlaupi er það loftháða starfsemin (aðalvélin) sem er mikilvægust. í öðrum greinum eins og t.d. sprett- hlaupum er það loftfirrð starfsemi, sem er mikl- vægust. í körfuknattleik skipta báðir þættir orkumynd- unar miklu máli. Körfuknattleiksmenn þurfa að geta tekið til sín mikið súrefni svo afköst aðalvélar- innar séu sem mest. Vöðvarnir þurfa líka að geta starfað án súrefnis (loftfirrt) þegar álagið er mjög mikið. Vandamálið við loftfirrta orkumyndun í mannslíkamanum, t.d. þegar þarf að hlaupa marga spretti í röð, eða leika lengi undir hámarksálagi, er að þá myndast mjólkursýra í vöðvunum. Mjólkur- sýra er einskonar þreytuefni og ef mikið af henni safnast fyrir í vöðvunum, truflar það tæknina og þá fara menn að gera ólíklegustu mistök, einbeiting slaknar og leikmaður þreytist fljótar. Þjálfun körfuknattleiksmanna á að miðast að því að bæta báða þessa eiginleika, þ.e.a.s. loftháða starfsemi, sem kölluð er grunnþol og loftfirrða starfsemi sem kölluð er sérþol. Þessar tvær leiðir likamans til að mynda orku eru í eðli sínu frá- brugðnar hvor annarri. Ekki er unnt að þjálfa grunn- og sérþol með sömu æfingum, heldur verður að beita mismunandi aðferðum. Rétt er að hafa eftirfarandi í huga: 1. Vel þjálfað grunnþol er forsenda þess að unnt sé að ná tilætluðum árangri með æfingum fyrir sérþol. 2. Æfingar fyrir sérþol verða að vera sértækar, þ.e.a.s. æfingarnar verða að vera mjög líkar eða helst eins og leikurinn eða þættir úr leiknum. 3. Megin áherslu ber að leggja á grunnþol á undir- búningstímabilum, en sérþol á keppnistímabil- inu. 4. Unnt er að þjálfa grunnþol með sértækum æfingum, þ.e.a.s. körfuboltaæfingum, en þá er álagið í æfingunum vel undir hámarki og yfir- leitt góð hvíld á milli endurtekninga. Aftur á móti þarf heildartími álagsins í æfingunum að vera lengri en ef verið er að æfa sérþol. Þess vegna þarf að nota mestan tíma til æfinga 1—2

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.