Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1981, Qupperneq 40

Íþróttablaðið - 01.04.1981, Qupperneq 40
mán. áður en keppnistímabil hefst, svo grunnur- inn sé traustur og unnt verði að byggja gott sér- þol ofan á þann grunn í lok undirbúningstírna- bilsins og meðan á keppnistímabili stendur. Sú áhersla sem lögð er á kerfisbundna þjálfun fer að sjálfsbgðu eftir því hvert markmiðið er. Ef lið ætlar sér að ná langt verður að æfa allt árið um kring með misjöfnum hætti þó. Leggja verður áherslu á að þjálfa bæði grunnþol, sérþol, kraft (stökkkraft), liðleika, hraða, tækni og taktík og ekki hvað síst sálræna eiginleika svo sem einbeitingu, samheldni, baráttuhug, sjálfstjórn o.þ.h. Þær grundvallar aðferðir, sem beitt er við þjálfun grunnþols eru: ÁFANGAÞJÁLFUN (INTERVALL) LANGÞJÁLFUN í áfangaþjálfun er um að ræða álags- og hvíldar- hlé til skiptis. Hvíldarhléin (intervalls) eiga ekki að vera svo löng að fullkomin endurheimt náist. STUTT ÁFANGAÞJÁLFUN 15/15, er aðferð sem mjög vel hentar innanhúss og er því mjög að- gengileg fyrir körfuknattleiksmenn. Aðferðin felst í því að hlaupið er hratt í 15 sek. og hvílt í mesta lagi jafn lengi. Þetta er endurtekið í 10—15 mín. Hjart- sláttur á að vera hár eða 10—15 slög/mín. undir hámarki (hámark 20 ára karla er u.þ.b. 200 sl/mín.). ÁFANGAÞJÁLFUN 30—90 sek. Hver lota er 30—90 sek. og hvíldin á milli lota 20—30 sek. Það er mikilvægt að hvíldartíminn fari ekki yfir 20—30 sek., þar sem hver lota er svo stutt. Vinnupúls (hjartsláttur) 15—20 slög/mín. undir hámarki. Gott er að nota skeiðklukku til að fylgjast með að áreynsla og hvíld séu í réttum hlutföllum. Einnig má nota klukkuna til að mæla hjartslátt leikmanna (með smáæfingu geta leikmenn lært að fylgjast sjálfir með hjartslættinum). LANGIR ÁFANGAR Leikmaðurinn reynir á sig í 3—7 mín., þannig að hjartsláttur hans sé 10—30 slög undir hámarki í lok lotunnar. Hvíldin á milli endurtekninga 2—5 mín. Fjöldi endurtekninga 3—8 skipti. Með því að telja hjartaslög á mínútu strax eftir hverja lotu, má ganga úr skugga um að álagið (hraðinn), sé nægjanlega mikið. Þessi aðferð hentar mjög vel þegar verið er að „byggja upp“ á undirbúningstímabili (sumar- æfingar). Mjög heppilegt er að beita þessari aðferð við æfingar utanhúss. LANGÞJÁLFUN í langþjálfun er um að ræða stöðuga áreynslu, allt frá 15 mín. og upp í 1—2 klst. Markmið þessara æfinga er að geta haldið út a.m.k. jafnlengi og það tekur að ljúka heilum leik. Hraði á að vera jafn og alls ekki hámarkshraði. Eina aðferð til viðbótar má kalla víðavangs-áfangaþjálfun. Þá er átt við að um- hverfið sé notað markvisst t.d. þannig að þegar hlaupið er upp brekkur sé reynt að halda sama hraða og á jafnsléttu. Hvíldin er fólgin í því að fara hægar niður brekkur. Best er að megin áhersja á fyrrihluta undir- búningstímabils sé á langþjálfun og áfangavíða- vangsjjjálfun. Á seinni hluta undirbúningstímabils- ins, rétt fyrir keppnistímabil, hentar best að megin áhersla sé lögð á áfangaþjálfun og gjaman víða- vangsáfangaþjálfun. Um þetta er þó engar vísinda- legar reglur heldur frekar brjóstvitsreglur. Rétt er að undirstrika það rækilega, að þessar þjálfunaræf- ingar miðast ekki einungis við hlaupaæfingar fyrir grunnþol. Aðferðunum á einnig að beita við sér- stæka körfuknattleiksþjálfun (körfuknattleiksæf- ingar). Hér á eftir er lýst nokkrum æfingum, er henta vel til að efla grunnþol (loftháða orkumyndun). Með því að nota hugmyndaflugið má finna upp fleiri hliðstæðar æfingar. Mjög áríðandi er að æfingarnar séu sem fjölbreyttastar, svo leikmenn fái ekki leið á þeim. Rétt er að skipta oft um æfingar, en hafa það þó hugfast, að þær æfingar sem notaðar eru séu sértækar fyrir körfubolta, þ.e. að þær þjálfi þá eiginleika sem skipta mestu máli fyrir körfubolta. Giskið ekki á álags- og hvíldartímann, notið klukku, annars er hætt við að árangur þjálfunar- innar verði ekki sá sem vænst er. 1. æfing (stutt áfangaþjálfun) Hlaupið milli endalína körfuknattleiksvallarins. Þjálfarinn tekur tímann, 15 sek. hlaup, 15 sek. hvíld. Hraðinn á að vera mikill, þó ekki hámarkshraði. Æfingunni á að halda áfram í 10—15 mín. Endur- taka má æfinguna 1—3 sinnum. Hvíldin milli endurtekninga á að vera 5—10 mín. og vera fólgin í mjög léttum æfingum. 2. æfing Æfingin er eins og 1. æf., en nú hefur hver leik- maður knött, sem hann rekur. Rekja skal knöttinn eins hratt og unnt er, en þó skal leikmaður hafa fullt vald yfir knettinum. 3. æfing Leikmenn rekja knött og hlaupa til skiptis þvers yfir körfuknattleiksvöll. Sett er merki á völlinn 4 metrum fyrir innan hliðarlínu. Leikmenn eru tveir og tveir saman. Fyrri leikmaðurinn rekur knöttinn frá merkinu að hinni hliðarlínunni. Á leiðinni til baka sendir hann knöttinn til félaga síns og hleypur síðan sömu vegalengd án knattar. Alls hleypur leik- 40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.