Íþróttablaðið - 01.04.1981, Page 44
Vil ekki verða þar
Eystein þorvaldsson
Það var eitt hráslagalegt síðdegi þessa vetrar að
við lögðum leið okkar upp í Drápuhlíð með það
fyrir augum að hitta að máli Eystein Þorvaldsson.
Eysteinn þarf sjálfsagt ekki neinnar kynningar við;
hann er löngu þekktur fyrir störf sín í þágu íþrótta-
og félagsmála og þekkir málefni íþrótta og ung-
mennahreyfingarinnar flestum betur. Hann er for-
maður Judósambands íslands og vann um árabil
fyrir Ungmennafélag íslands og ritstýrði þá mál-
gagni þess, Skinfaxa. Sjálfur hefir hann svo verið
viðloðandi íþróttir frá unga aldri og víða liggja spor
hans á þeim vettvangi og reyndar víðar sem sjá má
af því að hann hefir nýverið sent frá sér rannsókn-
arritgerð á sviði íslenskra bókmennta en áhugi á
íslenskri tungu, mæltri og ritaðri, hefir búið með
honum fra unga aldri.
Við reyndum fyrst að grafast örlítið fyrir um
uppruna og störf Eysteins og fyrstu kynni hans af
íþróttum.
„Ég er fæddur í Hafnarfirði, en
ég er eiginlega Árnesingur bæði
að ætt og uppeldi; foreldrar
mínir fluttust austur fyrir fjall
þegar ég var 13 ára. Ég var í
Héraðsskólanum á Laugarvatni,
en er stúdent frá MR og cand
mag í bókmenntum frá Háskóla
íslands og auk þess með BA-próf
í þýsku. Ég er kennari við
Menntaskólann við Hamrahlíð
og hef auk þess verið stunda-
kennari við Kennaraháskólann
síðastliðin fimm ár.
Ég hef haft áhuga á íþróttum
og hef stundað þær alltaf síðan ég
var krakki. Ég byrjaði að æfa
handbolta með FH sem smá-
strákur; síðan hefur FH alltaf
verið mitt eftirlætisfélag í hand-
boltanum. Á menntaskóla-
árunum keppti maður í ýmsum
greinum, þó að æfingarnar væru
sjaldan samfelldar eða markviss-
ar. Ég og margir félagar mínir
vorum í þessu fyrst og fremst af
leik og kappi, en tilsögn eða
þjálfun höfðum við litla. Ég
keppti í frjálsum íþróttum,
íslenskri glímu, körfubolta og
sundi. Þetta var algengt á þeim
árum; við óðum úr einu í annað
þegar skólinn eða ungmennafé-
lagið eða íþróttafélagið kallaði
menn saman til keppni.“
Þeir bræður Hafsteinn og
Eysteinn hafa báðir starfað mikið
fyrir Ungmennafélag íslands og
var Hafsteinn formaður þess um
langt árabil. Eysteinn kom þar
einnig við sögu auk beinnar
þátttöku í íþróttum og öðrum fé-
lagsmálum innan hreyfingarinn-
ar.
„Já, ég gekk í ungmennafé-
lagshreyfinguna sem unglingur,
en hef ekki haft þar ábyrgðar-
stöður. Hins vegar var ég tvö
sumur starfsmaður UMFÍ og rit-
stýrði Skinfaxa, tímariti UMFÍ í
allmörg ár. Hafsteinn bróðir
minn var formaður UMFÍ í tíu
ár, og það var fyrir hans orð að ég
tók að mér að koma blaðinu á
réttan kjöl. Það hafði lognast út
af 1964 eftir að hafa verið við lýði
frá 1909. Eftir að sú viðreisn
tókst, varð ég viðloðandi blaðið
lengur en ég ætlaði í upphafi. Á
þeim tíma fylgdist ég auðvitað
vel með hreyfingunni og öllum
hennar störfum.
Eftir að ég settist að í Reykja-
vík var ég lengi í stjórn Glímufé-
lagsins Ármanns, mig minnir í 6
ár, en hætti þar um það leyti sem
Judosambandið var stofnað.“
En áhugamál Eysteins eru ekki
eingöngu bundin við íþróttir og
félagsmál heldur beinist áhugi
hans í ríkum mæli að menning-
armálum þjóðarinnar og þá
einkanlega bókmenntum. Rétt
fyrir síðustu jól kom út bók hans,
sem fjallar um þá hlið íslenskrar
ljóðagerðar er snýr að atóm-
skáldskap. Við spurðum hann
hvaðan þessi bókmenntaáhugi
stafaði.
44