Íþróttablaðið - 01.04.1981, Qupperneq 47
áðan, þá væri fróðlegt að fá að
heyra álit Eysteins á þessum
hlutum og ef til vill hver staða
sérgreinanna er hér á landi til
dæmis í skólakerfinu.
„Megingallinn er sá að ríkis-
styrkurinn er alltof lágur. Ekkert
sérsamband fær of mikið úr þeim
sjóði að mínu mati, en allir of
lítið. Fénu sem sérsamböndin fá
er útdeilt af ÍSÍ eftir sérstökum
reglum, og þar ræður iðkenda-
fjöldi miklu um fjárhæðir. Aðrar
tekjur hinna ýmsu íþróttagreina
eru líka ójafnar. Boltaleikirnir,
einkum knattspyrna og hand-
bolti, fá stórtekjur af kappleikj-
um; það fá önnur sambönd ekki.
íþróttagreinum er mismunað í
skólakerfinu hér. Fyrir sumar
greinar láta skólarnir í té hús-
næði, tæki, kennslu og keppni, en
aðrar greinar eru þar algerlega
afskiptar. Það vita líka allir að
áhrifamiklir fjölmiðlar eins og
dagblöðin en þó sérstaklega
sjónvarpið hafa veitt boltaíþrótt-
unum algeran forgang á sinum
vettvangi. Allt hjálpast þetta að
því að beina unglingunum í sömu
átt. Meginfjárhagsvandinn
verður ekki leystur nema með
auknu opinberu fé til íþrótta-
hreyfingarinnar. I þeim efnum
erum við langt á eftir þeim þjóð-
um sem við erum að keppa við.
Það er bæði ósanngjarnt og mót-
sagnakennt að ætlast til þess að
íþróttafólk okkar geti staðið öðr-
um á sporði sem hafa margfalt
betri íþróttalega og félagslega
aðstöðu vegna ríflegs stuðnings
ríkisvalds sem lítur á íþróttir sem
mikilvæga menningarstarfsemi.“
Er það þessara hluta vegna að
judó er ekki útbreiddara en raun
ber vitni eða spila þar aðrir þættir
inn í?
„Að sjálfsögðu spila þessir
þættir sem við ræddum um áðan
inn í en þó eru einkum tvær
ástæður sem eru afgerandi og ber
að nefna öðrum fremur. Önnur
er skortur á þjálfurum og hin er
mikill stofnkostnaður eins og ég
gat um áðan.
Judo er vandasöm íþrótt og
góð kennsla afar mikilvæg. Við
héldum fyrir nokkrum árum
þjálfaranámskeið með góðum
árangri og ætlum okkur að gera
stórátak í þjálfarafræðslunni nú á
þessu ári. Við höfum í samráði
við fræðslustjóra Í.S.Í. lagt drög
að tveimur þjálfaranámskeiðum í
ár.“
Nú í sumar verður judó ífyrsta
sinn með í stigakeppni á lands-
móti og er þá ef til vill hægt að
spyrja, í því sambandi, hvort um
einhverskonar viðurkenningu á
greininni sé að ræða og þá hvort
judó sé almennt viðurkennd
íþróttagrein hér á landi?
„Judóíþróttin hefur yfirleitt
mætt velvilja, bæði yfirvalda og
almennings, en íþróttafrétta-
menn hafa sýnt henni tómlæti.
Boltaíþróttirnar hafa haft forgang
47