Íþróttablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 51
í MIKLUM ÓLESTRI
íþróttablaðið ræðir við Stefán Jóhannsson þjálfara
sem ekki eru starfandi að ráði og
þar get ég nefnt nöfn eins og Ólaf
Unnsteinsson og Jóhannes Sæ-
mundsson. Þessir menn gætu gert
mjög mikið gagn, en gera það
ekki vega þess hve hreyfingin er
fjárvana.
Það sem einnig á hlut að máli
varðandi uppgang frjálsra hér á
landi er að starfandi þjálfarar
einbeita sér ekki að því að byggja
upp sitt eigið afreksfólk. Þeir
skipta sér of mikið af ungu efni-
legu íþróttafólki sem þeir þjálfa
ekki sjálfir. Við skulum taka lítið
dæmi: Ungur íþróttamaður hef-
ur lagt stund á hástökk þykir
mjög efnilegur. Að mati þjálf-
ara þarf hann að ná einu til-
teknu atriði til þess að geta haldið
áfram uppbyggingu tækninnar.
Þá kemur einn af mörgum sem
vit hafa á og tuðar á því vikum
saman að hann þurfi að ná öðru
atriði til þess að geta sett met í
sínum aldursflokki. Þessi ungi
maður gæti sett met aðeins með
hæfni sinni en ef hann æfir ekki
byrjunaratriðin rétt þá nær hann
ekki langt í fullorðinsflokki. Það
er því staðreynd að menn eru
mjög oft að skipta sér af ýmsu hjá
íþróttamönnum á samráðs við
viðkomandi þjálfara. íslendingar
eiga mörg gífurleg efni sem hafa
hreinlega eyðilagst vegna of
margra þjálfara og vitlausrar
undir- og uppbyggingarþjálfun-
ar. Þeir menn sem eru sífellt að
skipta sér af þessu málum eru lítt
menntaðir og hugsa um hlutinn á
sem auðveldastan hátt.“
Frjálsar íþróttir eiga við sömu
vandamál að etja og aðrar
íþróttagreinar hérlendis. Pen-
ingaleysi hefur verið algert,
skortur á áhorfendum og
áhugi forystumanna ríkisins og
borgarinnar hefur ekki verið til
Ein hinna efnilegu Ármanns-
stúlkna, Jóna Björk í langstökki.
staðar. Hvað hefur Stefán um
þetta allt að segja:
„Það er staðreynd að við eigum
mjög frambærilegt landslið, bæði
í kvenna- og karlaflokki. Lítið
hefur hins vegar verið hægt að
gera fyrir landsliðið, fyrst og
fremst vegna þess hversu fjöl-
mennt það er en fullskipað
landslið telur um 50 manns. Það
gefur auga leið að kostnaður við
slíkt landslið er mun meiri en við
10 manna landslið til dæmis í
körfuknattleik. Það er þess vegna
ekki heiglum hent að keppa við
aðrar þjóðir.
Frjálsíþróttahreyfing í land-
inu eru ákaflega fjárvana og eru
ástæðurnar margar og margvís-
legar. Fyrst og fremst eru áhorf-
endur sárafáir sem stafar m.a. af
því að mótin eru alltof löng og
illa skipulögð. Skipulagsleysið
stafar hins vegar af því að of fá-
ir fást til starfa og of lítið er gert
af því að reyna að virkja þá
íþróttamenn til starfa sem
hættirerukeppni.Tilþessaðhalda
eitt meðalmót í frjálsum íþróttum
þarf 40—50 manna starfslið en
ekki bara einn dómara og tvo
línuverði.
Betlið, sem tröllríður íþrótta-
hreyfingunni í dag, er einn stærsti
ef ekki stærsti tekjustofn frjálsu-
íþróttanna og styrkir frá ríkinu og
borginni eru til háborinnar
skammar.“
Undanfarin ár hefur stjórn
Frjálsíþróttasambandsins verið
gagnrýnd nokkuð og henni kennt
um hvemig hefur farið. Hvað vilt
þú segja um þetta atriði?
„Yfirstjórn frjálsra íþrótta í
landinu er í höndum góðra
manna sem starfað hafa lengi
fyrir sambandið. Þeir hafa viljað
draga sig í hlé en því miður ekki
fengist nýir menn í staðinn. Af-
leiðingin hefur verið stöðnun.
Þessir menn hafa stundað betli-
starfssemi eins og aðrir og betlað
51