Íþróttablaðið - 01.04.1981, Side 56
Jóna Björk Grétarsdóttir er
aðeins 15 ára en hefur þrátt fyrir
ungan aldur getið sér gott orð í
frjálsum íþróttum. Hennar aðal-
grein er langstökk en hún er fjöl-
hæf og hefur keppt í flest öllum ef
ekki öllum greinum frjálsra
íþrótta.
„Minn besti árangur í lang-
stökki er 5,54 m en ég hef stokkið
lengra en þau stökk hafa verið
ógild. Besti tími minn í 100 metra
hlaupi er 12,64 sek, og 6,4 sek. í
50 metra hlaupi. 33,60 metrar í
kringlukasti, 8,10 metrar í kúlu-
varpi og 26,0 sek í 200 metra
hlaupi en í þeirri grein tók ég
síðast þátt í þegar ég var 13 ára,“
sagði Jóna og er greinilegt að hún
er í meira lagi fjölhæf og á fram-
tíðina fyrir sér.
Hvernig stóð á því að þú byrj-
aðir að æfa og keppa í frjálsum
íþróttum?
„Það atvikaðist nú þannig að
ég var eitt sinn fyrir nokkuð
löngu síðan, mig minnir að ég
hafi verið 9 ára, að horfa á frjáls-
íþróttamót. Ármannssveitin átti
þá að fara að hlaupa boðhlaup en
á síðustu stundu forfallaðist einn
keppandinn. Systir mín kallaði
þá á mig upp í áhorfendasvæði
og hreinlega skipaði mér að
hlaupa sem ég og gerði. Ég held
að ég hafi bara staðið mig framar
vonum og við sigruðum í boð-
hlaupinu með nokkrum yfir-
burðum. Fljótlega upp frá því
hóf ég að æfa og hef gert það
síðan.
Ég hef aðallega sett mér tvö
takmörk í nánustu framtíð“ sagði
Jóna að stökkva yfir 6 metra í
langstökki og hlaupa 100 metr-
ana undir 12,3 sek. En ef við tök-
um næstu árin inn í dæmið þá
stefni ég að því að eignast eins
mörg íslandsmet í frjálsum
Framhald á bls. 76.
„Ég æfði nokkuð vel og
náði að því er ég held þokka-
legum árangri. Mér tókst að
setja nýtt íslenskt unglingamet
16 ára og yngri er ég stökk 6,89
metra á Laugardalsvellinum
og ég er tiltölulega ánægður
með það og metið stendur
enn.“
Stefni að því að komast
yfir 7 metrana í sumar
Við spurðum Kristján hvert
væri takmarkið í sumar.
„Ég ætla bara að vona að
mér takist að komaast yfir 7
metrana í sumar. Ég held að
ég eigi að geta það. Ég hef
verið að stökkva um og yfir 7
metra á æfingum að und-
anfömu og það eykur sjálfs-
traustið fyrir komandi
keppnistímabil," sagði Krist-
ján.
Kristján er, eins og áður
kom fram, frá Stykkishólmi en
gekk síðan í Breiðablik.
Hvemig stendur þá á því að
hann æfir með Árminni?
„Jú það er rétt, ég gekk yfir í
UBK en æfi hér undir stjóm
Stefáns. Hann er að reyna að
breyta stílnum hjá mér og ég
vona bara að honum takist
það,“ sagði Kristján og vildi
ekki ræða nánar um félaga-
skiptin yfir í UBK.
—SK.
Var
sótt
uppí
áhorf-
enda-
stæði
íboð-
hlaupið
56