Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1981, Page 60

Íþróttablaðið - 01.04.1981, Page 60
Tommy Smith kynnir ,,Liverpool-fjölskylduna“ fyrir fréttamönnum á An- field Road, nokkrum dögum fyrir úrslitaleik félagsins við Arsenal á Wembley árið 1971. Þá varhann fyrirliði liðsins. bandi við minningarleik minn með Liverpool. Slíkan leik fá leikmenn ekki nema einu sinni á ferli sínum, og ég var sérstaklega heppinn þegar kom að mínum leik. Liverpool var þá nýlega bú- ið að vinna Evrópubikarinn í Róm, og þar hafði ég skorað mark. Allt virtist í lukkunnar velstandi, en þegar við komum heim til Liverpool og fólkið var að fagna okkur fyrir framan Walker-listasafnið hrópaði Hughes til viðstaddra: „Liver- poolliðið er stórkostlegt, en í Everton eru aumingjar.“ Það vildi nú svo til að margir vinir mínir voru áhangendur Everton og mikill metnaður er milli þess- ara tveggja félaga. En þegar við komum heim frá Róm með Evr- ópubikarinn virtist þessi rígur vera gleymdur. Á leið okkar stóð fjöldi fólks í bláum búningum Everton og fagnaði okkur. Því fannst þetta ekki bara vera sigur Liverpool-liðsins, heldur allrar borgarinnar. Emlyn eyðilagði allt með þessum orðum sínum. Strax og ég kom heim byrjaði síminn að hringja. Fólk hafði í hótunum við mig, og lýsti yfir því að það myndi ekki koma á kveðjuleikinn minn. Ég hefði getað slegið hausinn á Hughes niður í maga. Og svo þegar Liverpool mætti FC Brúgge í úrslitaleik í Evrópu- bikarkeppninni á Wembley sauð að lokum upp úr milli okkar. Ég var nýlega búinn að brjóta á mér tá og gat því ekki leikið. Var auðvitað miður mín af vonbrigð- um. Eftir leikinn frétti ég að Em- lyn hefði verið að gera grín að mér, svo ég haltraði að borðinu hans í veislunni eftir leikinn og ságði honum mína meiningu. Hughes virtist falla þetta illa, og elti mig að borðinu mínu á eftir, sennilega til að ræða málið frek- ar. En það var þá, sem Susie, konan mín, setti punktinn yfir i- ið með því að rísa á fætur, steyta hnefann að Hughes og segja: „Farðu, áður en þú verður drep- inn.“ Mi mest selda tímaritió 60

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.