Íþróttablaðið - 01.04.1981, Síða 63
ÞVÍ FYRR - ÞVÍ BETRA
Því yngri sem börn eru
þegar þau læra að synda, því
meira verður sjálfstraust
þeirra, greind og vilji til náms
þegar þau verða eldri. Þetta
kemur fram í niðurstöðum
rannsókna sem vísindamenn
við Karl Diem stofnunina í
Köln í Vestur-Þýskalandi hafa
gert, en rannsóknir þessar
stóðu í tíu ár og náðu til 165
bama.
Stofnunin hefur nú gefið út
600 blaðsíðna skýrslu um
rannsóknina, og í skýrslunni
segir m.a. að það hafi verið
sannað að fullu að ungböm
sem lærðu sund þegar þau
voru þriggja mánaða hafi við
fjögurra og fimm ára aldur
verið greindari, haft meira
sjálfstraust og verið viljugri til
náms svo og hagað sér skyn-
samlegar en aðrir jafnaldrar
þeirra.
Bömin voru prófuð á ýms-
um sviðum, m.a. greind
þeirra, framkoma og hreyfi-
tækni.
í skýrslunni segir m.a. orð-
rétt:
„í nær öllum tilfellum
höfðu böm sem lært höfðu að
synda sem ungböm hærri
greindarvísitölu en börn sem
ekki lærðu sund fyrr en að þau
voru orðin tveggja og hálfs
árs, og böm sem ekki lærðu
sund fyrr en þau hófu skóla-
göngu.
Rannsóknir leiddu í ljós að
böm sem lært höfðu sund sem
ungböm voru félagslyndari,
áttu auðveldara með að að-
lagast í hópi fólks, áttu auð-
veldara með að taka von-
brigðum, höfðu betra jafn-
vægisskyn og voru betri við
æfingar á trambolini. Einnig
voru þau hæfari í leikjum þar
sem krafist var að hitta af ná-
kvæmni í mark.
Rétt er þó að taka fram að
ungbömum eru ekki kenndar
hinar hefðbundnu sundað-
ferðir, svo sem bringusund,
skriðsund, baksund eða flug-
sund. Þau læra nokkurskonar
hundasund. Margir vilja
halda því fram að bömin læri
ekki að synda vegna þess að
þau læra ekki þessar hefð-
bundnu sundaðferðir. Allir
geta þó verið sammála um að
þorskurinn sé syndur, en
hefur nokkur maður séð slík-
an fisk synda baksund, skrið-
sund eða bringusund?"
Sund jók félagslyndi og framfarir barnanna
63