Íþróttablaðið - 01.04.1981, Page 65
A útivelli
mmm
Maradonna hugsar vel um fdlkið sitt
Velgengni argentínska
undrabamsins Diego Mara-
donna í knattspymunni hefur
komið sér vei fyrir fjölskyidu
hans. Maradonna er kominn af
stórri og fátækri fjölskyidu, en
lífsafkoma hennar hefur gjör-
breyst eftir að Maradonna
komst svo í sviðsljósið sem
raun ber vitni. Þegar Mara-
donna héit upp á tvítugsaf-
mælið sitt keypti hann geysi-
stórt einbýlishús í Buenos
Aires fyrir f jölskyldu sína. Það
var ekki nóg með að foreldrar
hans og afar og ömmur flyttu í
þetta hús heldur einnig nokkrir
náskyldir ættingjar. Þama er
Maradonna með systkinum
sínum og móður, þegar fjöl-
skyldan var að undirbúa flutn-
inga í nýja húsið.
Seppi er húsbdndahollur
Gordon Cowans leikmaður
með Aston Villa, er fremur
smávaxinn og grannur, en svo
snar í snúningum og lipur, að
félagar hans kalla hann oft
Mikka mús. Cowans er mikill
dýravinur og á bæði hunda og
ketti, en uppáhaldsdýr hans er
geysistór hundur, sem kallaður
er Barron. Cowan hefur hann
með sér á allar æfingar hjá
Aston Villa og seppi fylgist
þolinmóður með húsbónda
sínum. Einstaka sinnum urrar
hann og sýnir tennumar, þegar
honum finnst þjarmað að
Cowans á vellinum og því þykir
vissara að hafa hann bundinn.
Engir em eins ákafir unn-
endur knattspymuíþróttarinn-
ar og Liverpool-búar og þá
sérstaklega þeir sem fylgja
Liverpool FC að málum. Einn
áhangenda félagsins heitir Ray
Morris, og er hún rösklega
tvítug að aldri. Hún fer á hvem
einasta leik sem Liverpool
leikur, sama hvort þeir eru í
Englandi eða erlendis. Til þess
að sýna áhuga sinn á málefn-
um félagsins, hefur hún látið
„tattóvera“ mynd af Anfield
Road, heimavelli Liverpool á
bak sitt, auk mynda af Bob
Paisley, framkvæmdastjóra
Liverpool og Kenny Dalglish,
aðalstjömu liðsins.
65