Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1981, Síða 69

Íþróttablaðið - 01.04.1981, Síða 69
Á útivelli Borg seldi Volvoinn Þegar Bjöm Borg sigraði í tenniskeppni þeirri sem nefnist „The Masters“ fékk hann Volvo-bifreið, auk annars í verðlaun. Borg varð þó að selja Volvo-Inn hið snarasta, þar sem hann hefur skuldbundið sig til þess að aka aðeins um á Saab-Turbo. hiti leikvanginn. Dómarinn stöðv- aði þá leikinn, og lét tilkynna í hátalarakerfið að ef áhorfend- ur hættu þessu ekki myndi hann flauta leikinn af. Og það var sem við mannin mælt. Áhorfendur espuðust um allan helming, og þegar dómarinn lét sjá sig aftur úti á vellinum rigndi yfir hann grjóti, og fékk lögregla sem kvödd hafði verið á vettvang ekki við neitt ráðið. Átti dómarinn fótum fjör að launa og komst ómeiddur inn í búningsklefann. Áhorfendur vom þó ekki á því að láta hann sleppa svo billega og biðu eftir honum. Varð dómarinn að fá öfluga lögregluvernd til þess að geta komist frá leikvellin- um. Á efstu myndinni sést Lipka, númer átta skora, á miðmyndinni þyrpast leik- menn Möltu að dómaranum og mótmæla, en dómarínn lét ekki segjast, og þá byrjaði ballið. Á neðstu myndinni sést dómarínn hlaupa sem fætur toga inn í búningsherbergið, en áhorfendur fylgja honum á eftir með grjót og tómar flöskur í höndunum og lög- reglan fær ekkert að gert.

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.