Íþróttablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 76
að hann hefur náð góðum
árangri og einnig er hann mjög
skemmtilegur, bæði þegar
hann er að keppa og eins þegar
hann er ekki að keppa.
Ég veit ekkert um erlenda
íþróttamenn.“
Jón
Grímsson,
flug-
maður
„Það er alveg örugglega
Skúli Óskarsson lyftinga-
maður. Hann er alveg stór-
kostlega góður. Mér finnst
alveg sérstaklega gaman að
horfa á hann þegar hann er að
rembast upp á líf og dauða.
Erlendur íþróttamaður? Það
er nú það. Látum okkur nú sjá.
Ég þarf að hugsa málið. Það er
auðvitað Ingemar Stenmark,
sænski skíðakóngurinn. Sér-
staklega eftir að hann fór í
brunið um daginn.“
Gufl-
mundur
Þorvarflar-
son,
leigu-
bflstjóri
„Minn uppáhaldsíþrótta-
maður er Hreinn Halldórsson.
Ástæðan fyrir því er sú að mér
finnst hann framúrskarandi
duglegur íþróttamaður og þess
verður. Ég hef alla tíð fylgst
vel með Hreini í kúlunni.
Ég get lítið sagt þér af
erlendum íþróttamönnum ein-
faldlega vegna þess að ég
þekki enga slíka og fylgist þar
af leiðandi lítið með erlendum
íþróttaviðburðum.“
Var sótt
Framhald af bls. 56.
íþróttum og ég frekast get. Það er
mitt aðaltakmark,“ sagði þessi
efnilega og metnaðargjama
frjálsíþróttakona að lokum.
—SK
Hermann
Guðmundsson
Framhald af bls. 12.
Held áfram meðan
heilsan leyfir
Líða er nú tekið að lokum þess
spjalls. Mörg verkefni biðu úr-
lausnar hjá Hermanni og eflaust
fá þau jafn farsæla lausn og hin
ótalmörgu sem hann hefur leyst
um dagana fyrir íþróttahreyfing-
una í landinu. Að síðustu var
Hermann spurður að því hvort
hann hyggðist halda þessu starfi
áfram: Og það stóð ekki á svar-
inu: „Ég held ótrauður áfram í
þessu starfi á meðan að heilsan
leyfir og menn vilja hafa mig í
því.“
—SK.
Nýja stjarnan
Framhald af bls. 62.
æfingum á laugardögum og
sunnudögum.
— Þarft þú að fara á fætur kl.
05 eða 05.30 á morgnana til þess
að fara á æfingar, eins og sund-
fólk í Vestur-Evrópu?
— Nei. Ég stunda nám við
íþróttaskóla og sundæfingarnar
eru hluti af náminu þar.
— Færðu einhver forréttindi
fram yfir aðra, vegna þess að þú
hefur unnið til gullverðlauna á
Olympíuleikum?
— Nei, — og þó, — okkur
verður boðið í skemmtisiglingu.
— Munt þú halda áfram að
æfa sund?
— Að sjálfsögðu geri ég það í
fjögur ár í viðbót, fram yfir næstu
Olympíuleika.
— Hvað er það sem gerir þig
svo góða í baksundinu?
— Sennilega á það einhvem
þátt í því hversu há ég er. Mér er
sagt að ég líkist sænska bak-
sundsmanninum Bengt Baron
sem vann gull í 100 metra bak-
sundi í Moskvu. Ég hef einnig
náð góðum tökum á sundtækn-
inni í baksundi.
Lyftir 18 tonnum
Framhald af bls. 25.
í lagi eins og útlit er fyrir sé ég
ekkert því til fyrirstöðu. Þau
kg sem ég á vonandi eftir að
bæta mig um verða að líkind-
um færri en hjá þeim yngri.
Það ætti að gefa auga leið að
ég er lengur að þjálfa upp
minn fimmtuga skrokk en
ungu mennimir sem eru í
blóma lífsins og eiga framtíð-
ina fyrir sér.“
Eitthvað að lokum?
— Já ég vil nota tækifærið
til að skora á alla jafnaldra
mína að koma og byrja að
æfa. Þeir þurfa ekki endilega
að vera að þessu með keppni
fyrir augum. Aðalatriðið er að
vera með. Þeir sem það munu
gera munu finna það fljótlega
hversu heilsusamleg íþrótt
þetta er. Því lofa ég og hef þá
eigin reynslu til hliðsjónar, en
hún lýgur ekki. Allavega ekki
að mér, sagði Jóhann Hjálm-
arsson.
—SK.
Hinrik
Framhald af bls. 74.
síðan að ég var smá polli. Ég
man fyrst eftir honum þegar
hann var að leika með hol-
lenska liðinu Ajax og hef haft
mikið dálæti á honum alla tíð
síðan. Að mínum dómi er hann
besti knattspyrnumaður sem
uppi hefur verið.“
76