Íþróttablaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 17
með að sleppa með 35 milljónir
(gamlar) fyrsta árið. Við reynum
að gera þetta eins vandlega og
skipulega og kostur er og reynum
einnig að gera sem allramest fyrir
lítið.“
Borðuð allar
terturnar sjálfir
Nú hlýtur kostnaður og fyrir-
höfn við að kynna slíka starfsemi
sem þessa að vera mikill. Er það
ekki stór þáttur hjá ykkur alla-
vega fyrsta árið og hvemig hefur
ykkur vegnað? „Jú það er rétt
að mikilvægt er að kynna þetta
sem allra best og við gerum okkur
ljóst að það tekur nokkur ár að
vinna þessari miðstöð veglegan
sess en það ætlum við okkur að
gera. Nú varðandi kynninguna
hefur okkur gengið misjafnlega
og sérstaklega hefur það komið
okkur á óvart hve dagblöðin hafa
tekið erindi okkar fálega nema þá
helst Þjóðviljinn. Sem dæmi um
það get ég nefnt að við boðuðum
um daginn til blaðamannafundar
og höfðum mikið fyrir honum.
Vorum við búnir að kaupa veit-
ingar og biðum og biðum en
enginn iþróttafréttaritaranna lét
sjá sig. Og það sem meira er.
Enginn þeirra lét okkur vita um
forföll. Yfir þessu erum við að
sjálfsögðu leiðir og sárir en fund-
inum lauk með því að við borð-
uðum kræsingarnar sjálfir.“
„Mjög bjartsýnn“
Að lokum Jón B. Stefánsson.
Ert þú bjartsýnn á að vel takist til
með þessa íþróttamiðstöð?
„Já ég er ákaflega bjartsýnn.
Ég get ekki verið annað. Ef al-
menningur gerir sér Ijóst upp á
hvað við erum að bjóða fyrir
þetta lága verð þá veit ég að vel
mun ganga. Við erum ákveðnir í
að leggja allan.okkar metnað í
þetta mikla verkefni og erum
vissulega vongóðir um að árang-
urinn verði mikill,“ sagði Jón B.
Stefánsson.
Alveg einstakt tækifæri
Eftir að vera búinn að kynna
sér að hluta í það minnsta hvað
íþróttamiðstöð þeirra Selfyssinga
býður upp á í sumar kæmi það
mér ekki á óvart þó allir tímar
yrðu uppteknir þar í sumar. Það
sem þeir á Selfossi eru að gera
með stofnun þessarar íþrótta-
miðstöðvar er einstakt fram-
sýnisafrek og ber það vott um
mikið og nauðsynlegt hugrekki.
Það liggur alveg ljóst fyrir að að-
staða öll á Selfossi er eins og hún
verður best hér á landi. Það er
einungis vonandi, bæði ungling-
anna vegna og allra þeirra sem að
þessu standa, að allir geri sér
grein fyrir því hversu frábært það
mun verða að dvelja þarna þar
sem bókstaflega allt er við hend-
ina.
í lokin má geta þess, að hægt er
að panta pláss á íþróttamiðstöð-
inni á þrjá vegu: Sunnudag til
sunnudags, sunnudag til föstu-
dags og loks föstudag til sunnu-
dags. Þeir sem áhuga hafa á að
kynna sér málið geta hringt í síma
íþróttaráðsins á Selfossi sem er
Nýja íþróttahúsiö á Selfossi, þar sem aðalbækistöð hinnar fyrirhuguðu íþróttamiðstöðvar verður.
17