Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1981, Page 9

Íþróttablaðið - 01.05.1981, Page 9
- fjallað um helstu íþróttamannvirki og íþróttalíf á Selfossi og rætt vifl Sæmund Stefánsson formann UMF Selfoss Öli Þ. Guðbjartsson sýndi okkurhið nýja og glæsilega íþróttahús. Óli Þ. Guðbjartsson skólastjóri á Selfossi, sagði að kostir þessa húss væru margir. Sem dæmi nefndi hann að í húsinu væri mjög fullkomin lýsing og væri þetta eini staðurinn þar sem kappleikir eða hliðstæð íþrótta- starfsemi færi fram sem hægt væri fyrir sjónvarpið að sjón- varpa beint út. Þá nefndi hann einnig loftræstinguna sem á sín- um tíma hefði kostað 50 milljónir og væri eitt dýrasta loftræstikerfi sem uppi væri hér á landi. Óli sagði einnig að gert hefði verið ráð fyrir því við byggingu hússins að hægt yrði að útbúa einskonar leikhús ef Selfyssingar þyrftu á að halda. Sagði hann að hljóm- burður í húsinu væri einstaklega góður og það væri algengt að hljómsveitir héldu þar ýmiss konar hljómleika. í íþróttahúsinu er öll vinnuað- staða til mikillar fyrirmyndar. Kennarar og baðverðir hafa hver sitt herbergi og vinnuaðstöðu. Mjög góð baðaðstaða er í húsinu og í heild er húsið til mikillar fyrirmyndar hvað hreinlæti varðar. Áhorfendarými er þó nokkurt og með góðu móti má koma fyrir um 600 áhorfendum en húsið tekur um 500 manns í sæti. Undir sjálfum íþróttasalnum er 500 fermetra kjallari sem hugsaður er undir alls kyns fé- lagsstarfsemi í framtíðinni. í dag eru hinar ýmsu íþróttagreinar þar með bráðabirgðaaðstöðu en greinilegt er að þetta húspláss býður upp á mjög marga mögu- leika varðandi félagsstarfsemi. Ekki hefur enn verið gengið endanlega frá því hvernig þeirri starfsemi verður háttað. Þessa ungu og hressu stráka hitt- um við í sundlauginni og þeir brugðu á leik fyrir ijósmyndarann. í lokin má geta þess að nokkrir landsleikir hafa farið fram í íþróttahúsinu á Selfossi og hafa allir látið mjög vel af því að leika þar. Sundlaug Selfoss Fram til ársins 1977 var ein- ungis ein sundlaug á Selfossi, 16,67 metrar á langd og gefur auga leið að svo lítil sundlaug hefur ekki þjónað sundþörf bæj- arbúa. Það kom líka vel í ljós árið 1977 þegar Selfyssingar keyptu plastlaug frá Akranesi en þessi sama laug var vígð á Landsmót- inu á Akranesi 1974, að þröngt hafði verið búið um Selfyssinga varðandi aðstöðu til sundiðkana. Aðsóknin margfaldaðist og segja má að sundlaugin ásamt íþrótta- húsinu hafi markað merk tíma- mót i allri íþróttasögu Selfyss- inga. Sem dæmi um aukninguna í sundið má nefna að á síðasta ári sóttu um 70 þúsund manns laug- amar, en útilaugin stendur við 9

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.