Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1981, Page 68

Íþróttablaðið - 01.05.1981, Page 68
Áskriftar- sími Ökuþórs 82300 Iþróttir eru... Framhald af bls. 28. hengja hann. Á síðustu stundu komu vopnaðir lögreglumenn á vettvang og tókst að bjarga dóm- aranum. Keppnin eyðilögð Þarf nokkurn að undra þótt evrópsk knattspyrnulið kæri sig lítt um að taka þátt í heimsbikar- keppni félagsliða, og það mót sé raunar úr sögunni? Varla. Brian Clough framkvæmdastjóri Notthingham Forest sagði t.d. í viðtali við breskt knattspyrnu- tímarit eftir að lið hans hafði orðið Englandsmeistari, að aldrei nokkurn tímann myndi hann etja því á móti liði frá Suður-Ame- ríku. „Ef ég vil losna við leik- menn er miklu auðveldara og ódýrara fyrir mig að fara með þá í sláturhús hér í Notthingham, eða fá götuvaltara til þess að aka yfir þá,“ sagði Clough. Það þarf ekki... Framhald af bls. 34. um að halda ráðstefnu um dóm- aramálin í yngri aldursflokk- unum um næstu mánaðamót (apríl — maí). Þetta er stórt vanda- mál í dag og þá einkum og sér í lagi í yngri flokkunum í bolta- íþróttum. Það kemur allt of oft fyrir að dómarar mæta ekki til leiks og eins er það algengt að þeir sem dæma í yngri flokkun- um eru oft ekki til þess hæfir og þar á ég kannski helst við að þeir sem dæma þessa leiki eru ekki okkar bestu dómarar. Þetta telj- um við vera brýnt verkefni og við vitum að ef dómaramálin hjá þeim yngri eru í ólagi getur það haft djúpstæð áhrif og varanleg á þá yngstu.“ Skólarnir eru óplægður akur Við spurðum Alfreð út í fjár- mál nefndarinnar, hvort hún hefði nægjanlegt fé handa á milli: „Við höfum nú ekki mikla peninga til að spila úr en á þessu ári höfum við 20 þúsund ný- krónur til umráða. Við veitum þjálfurum yngri aldurshópanna, það er að segja þremur árlega, styrki til fara á námskeið er- lendis ár hvert og í ár nemur þessi upphæð 12 þúsundum samtals þannig að það er ekki mikið eftir og ég held að ég megi segja að nefndin þurfi meiri peninga í framtíðinni ef hún á að geta starfað vel og orðið að gagni.“ Bíða ekki nefndarinnar mörg brýn verkefni í framtíðinni? „Jú það er rétt að verkefni þessarar nýstofnuðu nefndar eru svo að segja óteljandi. Ég vil taka það fram að þessi nefnd er ekki eina unglinganefndin á landinu. Þær eru víða starfandi. Ungl- inganefnd ÍSÍ á kannski ekki beint að vera framkvæmdanefnd eða framkvæmdaaðili heldur ráðgefandi og um fram allt stefnumarkandi í sínu starfi. Það eru vissulega mörg verk- efni sem bíða úrlausnar en sér- staklega held ég að skólamir séu óplægður akur. Ég geri ráð fyrir að skólarnir verði eitt af aðal verkefnum nefndarinnar í nán- ustu framtíð,“ sagði Alfreð Þor- steinsson. —SK. íþrótta- blaðið Áskriftar- símar 82300 og 82302 68

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.