Íþróttablaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 49
„Það munu
«
allir plokka
stig af
öllum”
Og ég tel að mótið verði mjög spennandi segir Diðrik Ólafsson
Flestir knattspyrnu-
unnendur kannast örugg-
lega við Diðrik Ólafsson
markvörðinn snjalla í liði
Víkings. Hann er nú að
hefja sitt 13. keppnis-
tímabil með meistara-
flokki Víkings og hefur í
gegnum árin verið einn af
þeirra bestu og traustustu
leikmönnum.
Diðrik hafði þetta að segja
um nýhafið íslandsmót.
„Þetta mót leggst vel í mig
sem aðra Víkinga og ég á von
á að okkur takist að verða í
einu af fjórum efstu sætunum
þegar upp verður staðið í
haust. Ég vona bara að þetta
sé hófleg bjartsýni. Við erum
búnir að æfa vel undir stjórn
Júri Sedov en hann þjálfaði
okkur einnig í fyrrasumar. Við
höfum haldið okkar mann-
skap nema hvað Hinrik Þór-
hallsson fluttist norður og það
er að sjálfsögðu blóðtaka fyrir
okkur. Við höfum fengið einn
nýjan leikmann í staðinn, en
sá er Hafþór Helgason bróðir
Helga Helgasonar.
Ég tel að þetta mót verði
mjög spennandi og öll liðin
geti plokkað stig hvert af
öðru. Það eiga allir eftir að
vinna alla.
Víkingar verða sterkir i sumar segja margir, og sjálfsagt eru þeir Róbert
Agnarsson og Magnús Þorvaldsson, sem þarna eru í hálfgerðum stígu-
dansi líka á þeirri skoðun.
Ég á von á að Fram, Valur,
ÍA og Breiðablik verði með
okkur í baráttunni um ís-
landsmeistaratitilinn að þessu
sinni.
Varðandi knattspyrnuna
sem slíka í sumar vil ég segja
það, að ég held að hún eigi
eftir að verða betri í sumar en
áður. Mér hefur fundist liðin
leika betri knattspyrnu það
sem af er en áður og þá á ég
sérstaklega við lið KR og
Ðreiðabliks. En aðalplúsinn
hjá okkar í sumar tel ég vera,
að við höldum því sem næst
sama mannskap og eins verð-
um við með sama þjálfara.
Þess vegna einna helst te! ég
okkur standa vel að vígi í
sumar,“ sagði Diðrik. Spá
hans er þannig en hann vildi
ekki hafa Víking með í þeirri
spá:
1. Fram 2. Breiðablik 3. ÍA 4.
Valur 5. KA 6. KR 7. FH 8.
ÍBV 9. Þór.
— SK.
49