Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1981, Page 38

Íþróttablaðið - 01.05.1981, Page 38
þá finnur þú eitthvað auðvirði- legt atriði sem þú hafðir gleymt. Kannski bara að vinstri fóturinn hafi verið einum cm af aftarlega. Svona er golfið. En golfið er mjög skemmtilegt. Sérstaklega auðvit- að ef manni gengur vel. Þá getur verið auðvelt fyrir vana menn að spila golf en ef illa gengur er það 10 sinnum erfiðara. Golfið er nefnilega glettilega erfitt. Þú gengur mikið, um holt og hæðir. Kannski marga kílómetra á dag en alltaf verður einbeitingin að vera í fullkomnu lagi. Það má ekkert fara úrskeiðis ef ekki á illa að fara.“ „Sinni fjölskyldunni í frístundum“ Við erum búnir að ræða mikið um golfið. Það er farið að skyggja og fólk farið að panta kvöldmat- inn sinn. Það er ekki laust við að það gefi okkur hornauga þar sem við sitjum og það eina sem er á borðinu er blaðahrúga og tveir kaffibollar sem ekki féllu í kram- ið. Hvað voru þessir menn eigin- lega að gera þama? Því í ósköp- unum voru þeir ekki að borða? Nóg um það. Við vorum ekki komnir á staðinn til að snæða heldur til að ræða um golfið og Hannes Eyvindsson. Eins og fram hefur komið hér að framan „Konan hefur ekki neitað að búa með mér enn” 38

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.