Íþróttablaðið - 01.05.1981, Page 42
Sigurinn og íslandsmeistaratitillinn er íhöfn. Björgvin óskarHannesi tilhamingju og fleiri bíða eftirað komast
að með hamingjuóskir sínar.
sýnist þó á öllu að annað hvort
muni ég hætta í golfinu eða gera
eitthvað mjög róttækt í málunum
og þá á ég við það að fara erlendis
og leika þar. Ég á alveg eins von á
að það verði ofan á þegar allt
kemur til alls.“
Neyðir ekki
erfingjann í golf
Samtalinu er nú senn lokið.
Hannes er einhverra hluta vegna
farinn að ókyrrast, ef til vill orð-
inn svangur. Matarlytktin á
staðnum þar sem við höfum verið
að skrafa saman á örugglega
stóran þátt i því. Hannes Ey-
vindsson er íþróttamaður sem
þeir yngri, framtíðin, ættu að
taka sér til fyrirmyndar. Hann
tekur íþrótt sína alvarlega og er
reglusamur. Hann er sú gerð
íþróttamanns sem þeir yngri,
framtíðin, ættu að taka sér til
fyrirmyndar. Hann tekur íþrótt
sína alvarlegsa og er reglusamur.
Hann er sú gerð íþróttamanns
sem þeir sem á eftir eiga að koma
ættu að leggja sig vel fram við að
reyna að líkjast.
Hannes stundar í vetur nám í
Háskóla íslands í viðskipafræði
og er giftur Eddu Vigfúsdóttur.
Eiga þau einn erfingja. „Ég ætla
að reyna að skipta mér sem
minnst af því hvort hann fer í
golfið eða ekki. Hann verður að
ráða því sjálfur. Ég er á móti því
að ýta krökkum út í eitthvað sem
þau hafa ekki áhuga á,“
Þetta eru lokaorðin. Við göng-
um út úr húsinu og inn í bláan bíl
af Hilman gerð. Fyrr en varir er
ég kominn til heimilis og þakka
Hannesi fyrir spjallið.
—SK.
Islandsmeistarinn og fjölskyldan
Edda Vigfúsdóttir og Hannes Eyvindsson með erfingjann. Má vera að sá
feti í fótspor föðurins, en Hannes segist ekki ætla að hvetja börn sín til
þess að stunda golfíþróttina.
42