Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1981, Síða 31

Íþróttablaðið - 01.05.1981, Síða 31
Rennt fyrir lax íhinni fallegu á: Laxá íKjós. í Norðurá má aðeins veiða á maðk og flugu. Þegar tilraunirnar með maðkinn báru ekki árangur var sjálfsagt að reyna fluguna, þótt undirritaður verði að viður- kenna að hann er enginn sér- fræðingur í slíkum veiðum. Hvaða fluga skyldi nú henta best? Ég renndi augunum yfir boxið og var í vafa. Jú, þama var ein álitleg, — Rauðhetta ver hún kölluð, Verst var að eiga ekki fluguna sem þeir veiddu mest á um daginn og hét því furðulega nafni „Tveir á kamrinum“. En ekki vildi laxinn líta við henni Rauðhettu minni, og ekki víst að nokkrum heilvita lax- veiðimanni hefði dottið í hug að reyna hana. Það kom að félaga mínum að renna meðan ég varð mér úti um aðra flugu. Því skaut upp í hugann að gott hefði verið að hafa þann snjalla laxveiði- mann Björn J. Blöndal til þess að leiðbeina sér. Sá hefði ekki verið lengi að finna flugu sem laxinn hefði lyst á. Loks tek ég svarta túpu upp úr stórkarla — hóteleigendur, tann- lækna og jarðeigendur. Það er þriðjudagur þegar okkur ber að að garði hins reisulega veiðihúss við Norðurá. Hópurinn sem var á undan okkur, „hollið,“ eins og laxveiðimenn kalla oft slíkan hóp er að taka saman og yfirgefa staðinn. Það er greinilegt að þeir hafa fengið töluverðan fisk. Einn stendur yfir fullum bala af laxi — sumir þeirra eru stórir. Aðrir eru aðeins með einn eða tvo fiska. Það er alltaf verið að segja að það sé ekkert aðalatriði að veiða mikið, heldur að hafa gaman af því. Og það er líka orð að sönnu. Sumum gleymast þau, eins og t.d. „hollinu," sem var að veiðum við Laxá í Dölum fyrir nokkrum ár- um. Það fékk 190 laxa á einum degi. Slíkar veiðar minna meira á veiðar í troll en laxveiðar á stöng, og eftir þetta munu íslendingar ekki hafa verið neinir auðfúsu- gestir í þeirri ár. En þetta er önn- ur saga. Eftir að við höfðum komið okkur fyrir var að vita hvar við ættum að byrja. Við fengum þann stað í ánni sem kallast Stekkur. Það tók nokkum tíma að koma sér þangað, og eftir- væntingin fór vaxandi. Þegar við vorum loks komnir á bakkann sáum við laxa stökkva. — Hvers vegna skyldu laxarnir annars vera að stökkva. Því hefur víst enginn svarað með vissu ennþá. Við byrjuðum á maðkinum, en laxinn vildi ekki líta við honum. Vissi greinilega ekki hvað maður var búinn að hafa fyrir að ná honum — skríða á fjórum fótum í rennblautu grasinu og ala hann á rándýrum sykri. Beðið eftir þeim stóra 31

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.