Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1981, Page 55

Íþróttablaðið - 01.05.1981, Page 55
Baldur horfir yfir Laugardalsvöllinn, sem varóðum að koma til eftlr kaldan og erfiðan vetur. TREYSTUM BARA Á GUÐ OG GRÓÐURMOLDINA - spjallað við Baldur Jónsson vallarstjóra Þegar knattspyman hefst á vorin er oft mikið um vangavelt- ur þess efnis hvort hægt verði að byrja að leika á grasvöllunum í Reykjavík. Fyrir ekki löngu síðan tók undirritaður viðtal við Baldur Jónsson vallarstjóra. Þá var klaki yfir öllum völlum og Baldur var ekki alltof hress með framhaldið. Sagði eitthvað á þá leið að nú yrðu að skipast veður í lofti, annars myndi fara illa. Ekki voru liðnir margir sólarhringar frá samtali okkar Baldurs þegar þíða mikil kom og hætti ekki fyrr en allur klaki var farinn úr jörðu og vellimir stóðu auðir eftir. Það var því ekki hægt að birta það viðtal. Nú er ætlunin að gera aðra til- raun og vonum við bara að hann fari ekki að kyngja niður snjó og frysta enda sagði Baldur í upp- hafi samtalsins að ef sú yrði á raunin myndi hann ekki ræða við mig aftur. Vantar um viku upp á að vellimir verði tilbúnir „Mér líst mjög vel á þetta núna. Vellirnir eru allir að taka við sér og voru reyndar farnir að grænka áður en kuldakaflinn kom um daginn. Núna þurfum við að fá góða og hlýja veðráttu í um það bil vikutíma og þá reikna ég með því að hægt verði að byrja að leika á Laugardalsvellinum. Við verðum bara að trúa á Guð almáttugan. Það er það eina sem við getum gert. Við erum búnir að gera allt sem í mannlegu valdi stendur til að vellirnir megi verða eins fljótir til og hægt er. Nú er farið að styttast í heim- sókn Aston Villa til Islands. Er búið að gera mikið tilstand vegna þeirrar heimsóknar og verður hægt að leika á Laugardalsvellin- um? „Það er allt undir Guði komið. Hann ræður jú, veðráttunni ekki 55

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.