Íþróttablaðið - 01.05.1981, Side 29
Gunnar Bender skrifar um útilíf:
NÓG AÐ SKOÐA
í NÁGRENNI
BORGARINNAR
Þegar sólin skein hvað skærast
um páskana mátti sjá fjölmarga
íslendinga á öllum aldri á ferð-
inni úti í veðurblíðunni. Ekkert
páskahret var sjáanlegt, og því
um að gera að njóta verðurblíð-
unnar og hreyfa sig. Það er
greinilegt að hverskonar útilíf á
vaxandi vinsældum að fagna,
hvort sem um er að ræða hesta-
mennsku, veiðiskap, gönguferðir,
fjallgöngur, trimm eða hvað það
nú allt heitir. Ungir sem aldnir
stunda hreyfingu og útiveru og er
gott til þess að vita, þar sem slíkt
er hverjum manni hollt og frítími
fólks sem nú er meiri en áður er
vel varið til útivistar og hreyfing-
ar. Þeir sem á annað borð fara að
stunda útilíf kynnast því líka
fljótt að fátt er skemmtilegra —
margt nýstárlegt ber alltaf fyrir
augu og margt er til að skoða.
Oft heyrist að næsta nágrenni
Reykjavíkur sé ekkert augnayndi
og víst er að sums staðar eru ein-
ungis blásin holt og berir melar.
En víki menn út af alfaraleið í
nágrenni höfuðborgarinnar
breytir landið fljótt um svip. Það
er unnt að velja margar leiðir t.d.
leiðina frá Gufunesi að Korp-
úlfsstöðum, fjöruna út frá Salt-
vík, þar sem oft má sjá seli spóka
sig upp undir fjöruborðinu. Og
Esjan setur sinn svip á þetta um-
hverfi, er sannkallað stolt höfuð-
borgarbúa. Fleira er vert að
nefna, eins og t.d. Vífilfellið, sem
auðvelt er að komast að frá
Sandskeiðinu að ógleymdum
Reykjanesfólkvanginum sem
nær frá Heiðmerkurgirðingu í
Vífilsstaðahlíð suður á Krísuvík-
urbjarg og frá Höskuldarvöllum,
norðaustan Keilis austur í
Grindaskörð, en þar tekur hinn
rómaði Bláfjallafólkvangur við.
Já, það er margt að skoða og sjá í
nágrenni borgarinnar, og það
þarf ekki endilega að vera sólskin
og logn til þess að njóta náttúr-
unnar — veðrið er oft betra en
það sýnist út um bílgluggann, —
það þarf bara að búa sig vel og
drífa sig svo af stað.
En það eru sumir sem vilja fara
lengra en aðeins upp fyrir borg-
ina. Oft hefur maður heyrt
minnst á fossinn Glym í Botnsdal
og hve fagur hann sé. Nú kunna
einhverjir að spyrja. Glymur,
hvar er sá foss? Þessu er til að
svara að Glymur er hæsti foss
landsins og flestir sem hann hafa
augum litið hafa hrifist af hrika-
leika fossins þar sem hann steyp-
ist nær 200 metra niður af fjalls-
brúninni. í gilhömrunum við
fossinn má sjá múkka í þúsunda-
tali sem þarna eiga sér griðarstað,
og ekki er óalgengt að sjá hrafna
og aðra fugla flögra þarna um.
Fyrir ofan Glym taka við Skjálf-
andahæðir og norðan Hvalfells
og Botnssúlna er Hvalvatn, sem
er næst dýpsta vatn landsins, 160
metra djúpt. Sunnan við vatnið
vottar fyrir mannvistarummerkj-
um. Eru þær þar í litlum hellis-
skúta. Þarna hafðist Arnes Páls-
son við á sínum tíma, en hann var
Lognsléttur Hvalfjörður býr yfir mikilli fegurð.
29