Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1981, Page 53

Íþróttablaðið - 01.05.1981, Page 53
Þeir eru margir sem spá því að næsta keppnis- tímabil eða það sem nú er nýhafið verði mjög erfitt hjá Akureyrarfélaginu Þór. Flestir spá liðinu falli í 2. deild en hvernig er hljóðið í þeim sjálfum. Við röbbuðum stuttlega við Öm Guðmundsson en hann lék í fyrra með KR og er einnig þekktur markvörður úr KR og ÍR í handknattleiknum. „Mér líst bara ágætlega á þetta. Ég held, þrátt fyrir allar hrakspár í okkar garð, að við eigum eftir að standa okkur þokkalega í sumar og við verðum erfiðir heim að sækja. Við stefnum að því að halda sæti okkar í 1. deild. Það er númer eitt hjá okkur og ég hef mikla trú á að okkur takist það. Ég hugsa að það verði Fram, KR og Akranes sem berjist hvað harðast um Is- landsmeistaratitilinn í ár. Þau verða með betri liðum. Við Þórsarar verðum miðja deild en ég er hræddur um að það verði FH sem falli í 2. deild ásamt Vestmannaeying- um.“ Þórsarar verða með íslensk- an þjálfara í sumar, Árna Njálsson sem er landskunnur knattspyrnumaður og sagði Öm að þeim Þórsurum líkaði mjög vel við hann. Sagði Örn að hann væri mjög ákveðinn þjálfari sem vissi hvað hann væri að gera. Auk þess að fá Örn í sínar raðir munu FH-ingurinn Guð- — og ég er bjartsýnn á góðan árangur í sumar” seair Örn Guðmundsson Þór Margir telja KR eittafstóru spurningamerkjum mótsins íár, en liðið hefur æft mjög vel að undanförnu. Myndin sýnir einn traustasta leikmann KR-liðsins og fyrirliða þess. Ottó Guðmundsson kljást við Þróttara í mótinu í fyrra. jón Guðmundsson leika með liðinu í sumar og mun hann örugglega styrkja það mikið. „Eg held að knattspyrnan í sumar verði betri en áður og eitt er víst, hún verður örugg- lega jafnari. Flest liðin munu örugglega leika betur í sumar en áður en samt er ég ekki viss um að Valsmenn verði jafn sterkir og áður. Þeir virðast vera eitthvað í daufara lagi allavega þessa stundina. Við erum búnar að æfa stíft síðustu tvo mánuði, fimm sinnum í hverri viku og eins og ég sagði áðan þá er ég bjart- sýnn á að þessar æfingar eigi eftir að skila sér í góðum ár- angri. Spá Arnar Guðmundssonar er á þessa leið: 1. Fram 2. KR 3. ÍA 4. Víkingur 5. Þór 6. Valur 7. Breiðablik 8. KA 9. ÍBV 10. FH —SK. „VIÐ HÖFUM ÆFT MJÖG VEL” 53

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.