Íþróttablaðið - 01.05.1981, Page 39
íslenskir kylfingar þurfa að fá fleiri tækifæri
eyðir Hannes miklum tíma á
golfvellinum. Hvað gerir hann þá
þegar hann er ekki í golfi?
„Ég reyni að sinna fjölskyld-
unni eftir bestu getu. Ég hef
einnig verið að gera upp gamla
íbúð í nokkuð langan tíma og það
hefur tekið á taugarnar því ég er
ekki besti smiður í Evrópu. En ég
vona að þetta bjargist einhvern
veginn. Konan hefur allavega
ekki neitað að búa í ibúðinni
ennþá. En fyrst við erum farnir
að tala um konuna mína þá
langar mig til að létta aðeins á
þungri samvisku gagnvart henni.
Það gefur auga leið að þegar
maður æfir eins stíft eins og ég
hef gert hlýtur það að bitna á
ýmsan hátt á henni. En hún hefur
reynst mér frábærlega vel og ég á
henni mikið að þakka þann ár-
angur sem ég hef náð í golfinu.
Mér finnst það með ólikindum
hvað hún hefur sýnt mér mikla
þolinmæði í gegnum árin. Þetta
golfvesen á mér síðustu ár hefur
vissulega bitnað á henni.“
„Ég er ekki besti
golfleikari á íslandi“
Við höldum áfram að ræða
saman um Hannes Eyvindsson.
Ég spyr hann hvort hann sé hissa
á frama sínum á golfvellinum, þ.e.
hversu fljótur hann hefur verið.
„Já, ég verð að segja það. Ég
átti ekki von á því þegar að ég var
að byrja í þessu. Ég hélt að þetta
myndi allt saman taka mjög
langan tíma og jafnvel mjög
mörg ár.“
Ert þú besti golfleikari á ísiandi
í dag?
„Ég hef ágætis hugarfar í golf-
ið og er yfirleitt passlega bjart-
sýnn en ég er ekki besti golfleik-
ari á íslandi i dag. Þeir eru mjög
góðir Björgvin Þorsteinsson,
Ragnar Ólafsson, Sigurður Pét-
ursson og þeir Sigurður Haf-
steinsson, Geir Svansson og Ein-
ar L. Þórisson koma ekki langt
þar á eftir. Ég veit hins vegar ekki
fyrir víst hvar í röðinni ég er.“
Nú sigraðir þú á íslandsmótinu
í sumar, og þá lagðir þú alla þessa
kappa að velli með glæsibrag.
„Jú það, er rétt. Ég vissi samt
engu að síður fyrir mótið hverjir
myndu koma til með að berjast
um titilinn. Það kom mér nokkuð
á óvart að ég skyldi ná að sigra þá
sem næstir komu en þrátt fyrir að
það háfi tekist er ég ekki besti
golfleikari á íslandi í dag. Ég get
ekki sagt það með vissu hver er
bestur.“
Hvar stendur þú í golfinu á al-
þjóðlegan mælikvarða að þínu
mati?
„Ef ég dæmi af þeim mótum
Golf er kannski ekki allra besta stofuíþróttin, en ungi maöurinn er samt
farinn að bera sig til að slá boltann og nýtur leiðsagnar föðurs síns.
39