Íþróttablaðið - 01.05.1981, Page 24
Knattspy rnustyrj öld
í Suður-Ameríku
Knattspyrnan hefur jafnvel
orsakað styrjöld milli þjóða. Það
gerðist fyrir heimsmeistara-
keppnina í Mexikó. Tvö Suður—
Amerikuríki, Honduras og E1
Salvador kepptu um að komast í
lokakeppnina. E1 Salvador hafði
betur 3-2 eftir framlengdan leik.
Eftir nokkra daga braust út styrj-
öld milli landanna sem stóð í
fimm daga og var talið að um 300
manns hefðu fallið á degi hverj-
um. Er ekki ótrúlegt talið að
knattspyrnan hafi þarna kostað
tæplega 2000 manns lífið, auk
þess sem ótaldir liðu miklar þján-
ingar og skort vegna þessa. Bæði
þessi lönd voru bláfátæk og
máttu ekki við þeim miklu út-
gjöldum sem þessi styrjöld kost-
aði.
Sir Winston Churchill, fyrr-
verandi forsætisráðherra Breta
hafði ekki minnsta áhuga á
knattspyrnu eða íþróttum yfir-
leitt. Hann lét þó einu sinni svo
ummælt, að betra væri að þjóð-
irnar útkláðu mál sín á íþrótta-
völlunum en á vígvöllunum. I
sama streng tók vestur-þýski sál-
fræðiprófessorinn Fritz Stemme í
bók sem hann skrifaði. Hann
taldi að þjóðir hefðu metnað til
þess að sýna yfirburði sína yfir
öðrum þjóðum, og að íþróttirnar
væru vettvangur fyrir þann
metnað. Af öllum íþróttum taldi
hann knattspyrnu besta til þess
að fá útrás fyrir þjóðarmentað-
inn, fyrst og fremst vegna þess að
þetta væri drengileg íþrótt.
Ekki knattspyma,
heldur stríð
Þótt Evrópubúar séu oft
skammaðir fyrir óþarfa hörku í
knattspyrnuleikjum sínum, og
kvartað sé yfir óspektum og lát-
um áhorfenda, þá eru þeir hrein
börn miðað við Suður-Ameríku-
búa. Því kynntust menn best í
hinni svokölluðu heimsbikar-
keppni, þar sem félagslið úr Evr-
ópu og Suður-Ameríku reyndu
með sér. „Þetta er ekki knatt-
spyrna — þetta er stríð,“ sagði
t.d. Johan Cruyff eftir að lið hans
Ajax frá Amsterdam hafði sigrað
argentínska liðið Independiente í
úrslitaleik ársins 1972. Þetta var
raunar í fyrsta og eina skiptið sem
Ajax tók þátt í þessari keppni,
þótt liðið ynni sér alloft rétt til
þátttöku í henni.
I Suður-Ameríku er ár hvert
haldin meistarakeppni Suður-
Ameríkuliða „Copa Libertadores
de America“ kallast keppnin. Og
í henni má sjá fleira ljótt á knatt-
spyrnuvellinum en í nokkurri
annarri keppni. Þar ræður hark-
an og hnefarétturinn mestu, og
það viðist meira mál að vera vel
að sér í slagsmálum en í knatt-
spyrnu í keppninni. Alla vega
hafa brasilísk lið aðeins sigrað í
MR 50 hjólið frá Yamaha er án efa eitt glæsi-
legasta og sterkbyggðasta 50 cc motocross hjól-
ið á markaðnum í dag. Yamaha MR 50 er með
tvígengisvél með sjálfvirkri olíuinnspýtingu,
þannig að ekki þarf að blanda olíu saman við
benzínið. Gírkassinn er 5 gíra og heildarþyngd
aðeins 70 kg.
Komið, hringið eða skrifið og biðjið um nánari
upplýsingar.
BÍLABORG HF
Smiðshöfða 23, sími 812 99.
24