Íþróttablaðið - 01.05.1981, Síða 28
----------------\
Hver
selur
hvað?
Þegar þú þarft að afla þér
upplýsinga um hver hafi umboð
fyrir ákveðna vöru eða selji hana
þá er svarið að finna í (SLENSK
FYRIRTÆKI sem birtir skrá yfir
umboðsmenn vöruflokka og
þjónustu sem íslensk fyrirtæki
bjóða upp á.
Sláið upp í
ÍSLENSK FYRIRTÆKI
og finnið svarið.
ISLENSK
FYRIRTÆKI
Ármúia 18.
Símar 82300 og 82302
v__________________y
við aðeins að halda því áfram er
við vorum byrjaðir á þegar við
mættum Celtic. Einhvem tímann
í leiknum tók félagi minn, Basil
hinn litla rauðhærða skota,
Jimmy Johnstone í bakaríið. Það
var ljótasta brot sem ég hef sé á
ævi minni Basil fékk strax rauða
spjaldið og þá blandaði ég mér í
leikinn. Með hendur fyrir aftan
bak gekk ég í rólegheitum að
Johnstone þar sem hann lá og
stundi á vellinum og sparkaði í
hann eins fast og ég gat. Af
hverju? — Jú, hann átti sök á því
að Basil var vikið af leikvelli.
30—40 aukaspymur í leik
Það er mjög algengt í knatt-
spyrnunni í Suður-Ameríku að
dæmdar séu 30—40 aukaspymur
á lið í leik, og það eru fáir leik-
menn í liðum þar sem ekki eru
reknir útaf a.m.k. einu sinni á
hverju keppnistímabili. Já, og ef
ekki vill betur til er dómarinn
tekinn í karphúsið. Þannig fékk
t.d. einn leikmanna Boca Juniors
hálfs árs keppnisbann árið 1978
fyrir að reyna að kyrkja dómara
meðan á leik stóð.
Hafa ekkert skánað
Knattspyrnuyfirvöld í Suður-
Ameríku hafa haldið marga
fundi um hörkuna í knattspym-
unni í löndum þeirra og leiðir til
úrbóta. Það má þó geta til gam-
ans að þeir fundir hafa ekki
gengið þegjandi og hljóðalaust
fyrir sig og þess dæmi að leiðtog-
amir hafi látið hendur og fætur
skipta. Nú er fullyrt að mikilvæg
skref til að útrýma ruddaskapn-
um hafi verið tekin, m.a. með því
að dæma leikmenn í keppnis-
bann eða jafnvel í fangelsi fyrir
gróf brot á leikvöllunum.
En slíkar hegningar gleymast í
hita leiksins, og áhorfendur láta
heldur ekki segjast. A.m.k. var
keppnin ekki tíðindalaus árið
1979. Aldrei urðu eins mikil læti
og í leik milli Olimpia Asuncio
frá Paraguay og Wilsterman frá
Bolivíu og munaði litlu að þar
yrði maður drepinn. Fyrri hálf-
leikur gekk reyndar svo til
hljóðalaust fyrir sig Paraguay-
búamir skoruðu eitt mark og
einu sinni sýndi dómarinn gula
spjaldið. En í seinni hálfleiknum
var auðséð að Bolivíuleikmenn-
irnir mættu til leiks undir kjör-
orðinu „að sigra eða deyja“.
Lætin byrjuðu snemma í hálf-
leiknum með áflogum tveggja
leikmanna sem báðir voru reknir
útaf. Tæplega var leikurinn haf-
inn að nýju þegar einn leikmaður
Wilsterman sparkaði andstæðing
sinn niður og fékk rauða spjaldið.
Ekki varð þetta til þess að róa
liðið. Enn einum Bolivíumanni
var vikið af leikvelli fyrir gróft
brot, og þá réðist einn leikmaður
liðsins á dómarann, sem sleppti
honum með áminningu.
Og nú létu áhorfendur til sín
taka. Þeir hentu grjóti, öldósum
og flöskum inn á völlinn og þá
ákvað dómarinn að stöðva leik-
inn. Eftir 12 mínútna þjark lét
hann til leiðast að halda leiknum
áfram með því skilyrði að 120
lögreglumenn sem voru við-
staddir röðuðu sér kringum völl-
inn. Olimpia jók forystu sína
fljótlega 2-0 og varð það ekki til
að minnka spennuna á áhorf-
endapöllunum. Þegar svo dóm-
arinn rak enn einn Bolivíumann
útaf fyrir stóhættulegt brot, sauð
upp úr.
Mannfjöldinn reif niður girð-
ingu milli áhorfendasvæðisins og
vallarins og ruddist í gegnum
lögreglumannaþyrpinguna og
ætlaði að jafna um dómarann.
Hann slapp inn í búningsher-
bergi sitt og þóttist hafa sloppið
vel. En skríllinn lét ekki staðar
numið. Hann réðist á hurð bún-
ingsherbergsins sem var hin
ramgerðasta, og hætti ekki fyrr
en heppnast hafði að brjóta hana
upp. Dómarinn var dreginn út á
völlinn, og nokkrir áhorfendanna
leituðu um allt að reypi til þess að
Framhald á bls. 68.
28