Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 47

Íþróttablaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 47
„VÍKINGARNIR VERÐA STERKIR” — segir mióvöróurinn sterki í Val Dýri Guðmundsson „Ég hef trú á að þetta íslandsmót verði bæði fjörugt og skemmtilegt. Að mínu mati eru flest liðin jöfn og jafnari en áður. Sjáðu til dæmis KR-ingana. Þeir eru loksins farnir að spila,“ sagði Dýri Guðmundsson Val, er við röbbuðum við hann eftir leik Vals og KR í Reykjavíkurmótinu en KR vann þann leik 1:0. „Við Valsmenn erum stað- ráðnir í að standa okkur vel. Við höfum að vísu misst marga leikmenn en fengið aðra í staðinn. Ég held að við verðum í toppbaráttunni í sumar og við stefnum að sigri auðvitað. Það er þó öruggt að það verður enginn hægðar- leikur að vinna þetta mót. Hverjir heldur þú að verði erfiðastir andstæðing- anna? Matti markakóngur verður á fullri ferð í sumar, og atkvæða- mikill ef að líkum lætur. Magn- ús Bergs, sem þarna fagnar með honum er hins vegar kominn til Þýskalands. „Það er ekki gott að segja. Víkingarnir verða mjög sterkir í sumar og verða örugglega í toppbaráttunni. Þá reikna ég með að Breiðablik muni standa sig betur en undanfar- ið. Þeir eru með sterkt lið í dag sem á eftir að gera stóra hluti í sumar. Nú Framararnir eru alltaf erfiðir andstæðingar. Þeir hafa nú fengið nokkra nýja leikmenn sem munu styrkja liðið en ég býst ekki við að það nægi þeim til sigurs í mótinu. Ég held að þetta verði ákaflega erfitt sumar fyrir KA og Þór frá Akureyri og ég spái því að það verði þau tvö lið sem falla í 2. deild.“ Nú eruð þið með tékknesk- an þjálfara í fyrsta skipti. Er almenn ánægja með hann? „Já svona nokkurn veginn. Það er ákaflega mikill „Júra- klassi" yfir honum. Hann stefnir að réttum markmiðum en ég er ekki viss um að allt það sem hann er að gera sé miög skynsamlegt þegar til skamms tíma er litið. Það er mjög lítið um þrekæfingar mun minna en við eigum að venjast, en hins vegar mikið um boltaæfingar," sagði Dýri Guðmundsson. Spá Dýra er þessi: 1.-3. Fram, Víkingur, Valur 4.-6. KR, Breiðablik, FH 7.-10. KA, ÍBV, Þór, ÍA. — SK. ALGERLEGA ÓSKRIFAÐ BLAD” staðráðinn í að leika með FH í 1. deildinni í sumar, en Hafn- firðingamir verða lærisveinar hans í sumar sem kunnugt er. „FH-liðið verður algerlega óskrifað blað í sumar og ég get engu spáð um gengi liðsins í mótinu. Fangmest uppstokkun hefur orðið hjá FH-Iiðinu og aðeins eru þrír eða f jórir leik- menn sem léku með liðinu í fyrra,“ sagði Ingi Björn að- spurður um getu FH í sumar. „Ég held að þetta verði mjög jafnt mót og að það verði ekk- ert lið sem skari fram úr öðr- um. Það ættu allir að geta unnið alla og það er nánast ógemingur að spá um úrslit svona löngu fyrirfram. Ef við FH-ingar sleppum bærilega við meiðsli og þessháttar ættum við að geta teflt fram vel bæri- legu liði. Við munum ekki ein- beita okkur að því að vinna mótið eða halda okkur uppi. Þess í stað munum við einbeita okkur að hverjum leik fyrir sig og reyna að sleppa sem best frá hverjum einstökum Ieik,“ sagði Ingi Björn Albertsson. Hann bætti við að hann vonaði að FH tækist að sigra í mótinu en ef sá draumur rættisí ekki þá væri það eindregin ósk sín að Valur ynni mótið og kemur sú yfirlýsing víst fáum á óvart. Annars er spá Inga Bjöms þessi en hann vildi ekki hafa FH með í henni: 1. Valur 2. Fram 3. ÍA 4. Breiðabiik 5. ÍBV 6. KR 7. KA 8. Víkingur 9. Þór. — SK. 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.