Íþróttablaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 54
„Andinn í KR-liöinu er mjög góöur”
— segir Stefán Jóhannsson markvörður KR-inga
Hjá vesturbæjarliðinu
KR tókum við markvörðinn
Stefán Jóhannsson tali en
hann hefur vakið mikla at-
hygli fyrir góða markvörslu í
Reykjavíkurmótinu og eins
lék hann vel með liði sínu í
fyrra. Hann hafði þetta um
íslandsmótið að segja.
„Mér líst mjög vel á þetta
íslandsmót sem nú er að hefjast.
Ég held að við í KR munum
koma til með að standa okkur
betur en í fyrra. Andinn í liðinu
er mjög góður og það eru allir
leikmenn liðsins staðráðnir í að
standa sig. Við erum með þýskan
þjálfara, Manfred Steves, og ég
held að hann eigi eftir að gera
góða hluti með liðið. Mér líst
mjög vel á hann og æfingamar
eru mjög góðar og skemmtilegar
hjá honum. Hann er nokkuð
öðruvísi en þeir þjálfarar sem við
höfum verið með að undanförnu.
Þetta er meginlandsþjálfari af
bestu gerð.
Varðandi hin liðin í 1. deild-
inni er ég ansi hræddur um að
Breiðablik eigi eftir að koma á
óvart í sumar. Þeir eru sterkir
núna og ég held að þeir verði
mjög ofarlega. Annars er mjög
erfitt að segja til um þetta svona
fyrirfram. Þetta skýrist strax eftir
fyrstu leikina á grasinu. Það er
eiginlega ómögulegt að segja
nokkuð til um þetta fyrr en
maður hefur séð hin liðin leika á
grasi. Ég tek ekki mikið mark á
þessum vorleikjum á mölinni,“
sagði hinn ungi og efnilegi
markvörður Stefán Jóhannsson.
Spá Stefáns lítur þannig út.
1. KR 2. Fram 3. VBíkingur 4.
Breiðablik 5. ÍA 6. KA 7. Valur 8.
ÍBV 9. FH 10. Þór.
— SK.
„Aldrei eins vel undirbúnir”
„Mér líst sérsaklega
vel á þetta hjá okkur í
sumar. Ég hef trú á því að
við verðum með sterkt lið
í sumar. Við höfum feng-
ið nýja leikmenn og ég
held að þeir muni koma
til með að passa vel inn í
leik okkar. Flestir eru
þetta miðjumenn en
miðjan hefur einmitt
verið okkar veika hlið
undanfarin ár,“ sagði
Marteinn Geirsson fyrir-
liði Fram í stuttu rabbi
við íþróttablaðið fyrir
skömmu.
„Ekkert að marka
vorleikina“
Ert þú ánægður með
frammistöðu Fram í Reykja-
víkurmótinu?
„Ég veit varla hvað ég á að
segja. Ég tek aldrei neitt mark
á þessum vorleikjum. Þetta er
bara æfingamót fyrir íslands-
mótið og liðin taka þetta mis-
jafnlega alvarlega, og ég held
að það sé ekkert að marka úr-
slitin í leikjunum. Ármann
vann til dæmis Val 2:1 og svo
vinnum við Ármann 9:0. Það
getur ekki verið neitt að
marka þetta.“
„Við verðum á
toppnum ásamt
Víkingunum“
Marteinn heldur áfram:
„Undirbúningur okkar hefur
aldrei verið betri en nú. Við
erum búnir að æfa stanslaust
frá áramótum og ég held að ég
megi fullyrða að lið frá Fram
hafi aldrei komið betur und-
irbúið en einmitt nú. Þar af
leiðandi hlýt ég að vera bjart-
sýnn á gengi okkar í sumar.
— segir Marteinn
Geirsson,
fyrirliöi Fram
Og ég hika ekki við að spá
okkur einu af efstu sætunum
og ef til vill því efsta. Einnig
held ég að Víkingamir verði
sterkir í sumar. Lið Breiða-
bliks er spumingamerki en ég
hef trú á að Valsmenn verði
ekki ofarlega. Þá verður þetta
erfitt sumar fyrir Akureyrar-
liðin tvö KA og Þór.“
Við báðum Martein að spá
um úrslit íslandsmótsins og
spá hans er á þessa leið:
1. Fram 2. Víkingur 3. ÍA 4.
Breiðablik 5. Valur 6. KR 7.
ÍBV 8. KA 9. FH 10. Þór.
— SK.
54