Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 9

Íþróttablaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 9
- fjallað um helstu íþróttamannvirki og íþróttalíf á Selfossi og rætt vifl Sæmund Stefánsson formann UMF Selfoss Öli Þ. Guðbjartsson sýndi okkurhið nýja og glæsilega íþróttahús. Óli Þ. Guðbjartsson skólastjóri á Selfossi, sagði að kostir þessa húss væru margir. Sem dæmi nefndi hann að í húsinu væri mjög fullkomin lýsing og væri þetta eini staðurinn þar sem kappleikir eða hliðstæð íþrótta- starfsemi færi fram sem hægt væri fyrir sjónvarpið að sjón- varpa beint út. Þá nefndi hann einnig loftræstinguna sem á sín- um tíma hefði kostað 50 milljónir og væri eitt dýrasta loftræstikerfi sem uppi væri hér á landi. Óli sagði einnig að gert hefði verið ráð fyrir því við byggingu hússins að hægt yrði að útbúa einskonar leikhús ef Selfyssingar þyrftu á að halda. Sagði hann að hljóm- burður í húsinu væri einstaklega góður og það væri algengt að hljómsveitir héldu þar ýmiss konar hljómleika. í íþróttahúsinu er öll vinnuað- staða til mikillar fyrirmyndar. Kennarar og baðverðir hafa hver sitt herbergi og vinnuaðstöðu. Mjög góð baðaðstaða er í húsinu og í heild er húsið til mikillar fyrirmyndar hvað hreinlæti varðar. Áhorfendarými er þó nokkurt og með góðu móti má koma fyrir um 600 áhorfendum en húsið tekur um 500 manns í sæti. Undir sjálfum íþróttasalnum er 500 fermetra kjallari sem hugsaður er undir alls kyns fé- lagsstarfsemi í framtíðinni. í dag eru hinar ýmsu íþróttagreinar þar með bráðabirgðaaðstöðu en greinilegt er að þetta húspláss býður upp á mjög marga mögu- leika varðandi félagsstarfsemi. Ekki hefur enn verið gengið endanlega frá því hvernig þeirri starfsemi verður háttað. Þessa ungu og hressu stráka hitt- um við í sundlauginni og þeir brugðu á leik fyrir ijósmyndarann. í lokin má geta þess að nokkrir landsleikir hafa farið fram í íþróttahúsinu á Selfossi og hafa allir látið mjög vel af því að leika þar. Sundlaug Selfoss Fram til ársins 1977 var ein- ungis ein sundlaug á Selfossi, 16,67 metrar á langd og gefur auga leið að svo lítil sundlaug hefur ekki þjónað sundþörf bæj- arbúa. Það kom líka vel í ljós árið 1977 þegar Selfyssingar keyptu plastlaug frá Akranesi en þessi sama laug var vígð á Landsmót- inu á Akranesi 1974, að þröngt hafði verið búið um Selfyssinga varðandi aðstöðu til sundiðkana. Aðsóknin margfaldaðist og segja má að sundlaugin ásamt íþrótta- húsinu hafi markað merk tíma- mót i allri íþróttasögu Selfyss- inga. Sem dæmi um aukninguna í sundið má nefna að á síðasta ári sóttu um 70 þúsund manns laug- amar, en útilaugin stendur við 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.