Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 35

Íþróttablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 35
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ gerir úttekt á beim hlaupaskóm sem verða á markaðnum í sumar Texti: Sveinn Finnbogason Myndir: Gunnar Gunnarsson Á síðunum hér á eftir verður fjall- að um flestar tegundir af hlaupa- skóm sem verða í boði í verslunum hér á landi í sumar. Einnig er ætlunin að gefa nokkur góð ráð við val á hlaupaskóm. Þróunin í framleiðslu á hlaupa- skóm á síðustu árum hefur verið með undraverðum hætti og má í raun segja að um hátækniiðnað sé að ræða. Ekkert er til sparað til þess að ná sem bestum árangri. Almennt er hægt að segja að flestir skór séu það vel gerðir að þeir standist þær kröfur, sem hægterað geratil efnis og eigin- leika, sem framleiðendur lofa að þeir hafi til að bera. Eins má segja að oft- ast séu gæðin í samræmi við verð. Þegar fólk velur sér hlaupaskó er nauðsynlegt að það kanni fótabygg- ingu sína og sé sér meðvitað um hversu mikið skórnir verði notaðir. Ein aðferð til að skoða fótabyggingu er að stíga með raka fætur á þurran flöt og skoða sporin sem þá koma fram (sbr. myndl). Þettaergert þann- ig að allur líkamsþunginn hvílir á þeim fæti sem stigið er niður á og hné beygt um leið. Ef sporið er eðlilegt (sbr. mynd 1) henta nánast allir hlaupaskór. Sé ristin lág (sbr. myndl) er best að velja skó smíðaðan á bein- an leista (mynd 2) með nokkuð stíf- um millisóla sem er gjarnan harðari innan fótar. í þeim tilvikum þegar ristin er lág henta skór með hálfum eða heilum bindisóla (mynd 3) betur. Hælkappinn þarf líka aðvera sérstak- lega styrktur. Sé ristin há (sbr. mynd 1) er rétt að velja skó sem eru byggðir á boginn leista (mynd 2) og yfirleðri, gerðu með svokallaðri mokkasíuaðferð. Beinn leisti. Boginn leisti. Samsetning með Mokkasíuaðferð. Sambland af hvorutveggja. bindisólaaðferð. Auk þess er nauðsynlegt að sólinn sé vel bólstraður og veiti góða högg- deyfingu. Einnig þarf að taka mið af eigin þyngd, þ.e.a.s. því þyngri sem notandinn er þeim mun sterkbyggð- ari skó þarf hann. Sama á við um þá sem eru að byrja að hlaupa. Þeir þurfa að velja stöð- uga skó með góðri höggdeyfingu. Aftur á móti geta vanir hlauparar, sem hafa með margra ára þjálfun byggt upp styrk í liðum og beinum, leyft sér að velja léttbyggðari skó. Þau efni, sem eru mest notuð í hlaupaskó í dag, eru gerviefni. Nylon í yfirleðri er þó stundum með leður styrkingum. Millisólinn er oftast úr einskonar svampi sem kallast E.V.A. (ethylene vinyl acetate) eða P.A. (polyurethane). Innan í sólann eru oft steypt sérstök höggdeyfiefni sem ein- stakir framleiðendur hafa einkaleyfi á. Sólarnir er oftast úr gúmmíi og stundum með kolefnistrefjum á hæl til að auka slitþol. Flestir framleiðendur bjóða upp á mismunandi skó fyrir karla og konur. Aðalmunurinn felst í því að karla- skórnir eru breiðari en kvenskórnir. Því getur verið gott fyrir konur með breiðan fót að velja karlaskó og karla með granna fætur að velja kvenskó. Hér á undan hafa verið nefnd nokkur atriði sem að gagni gætu komið þegar hlaupaskór eru valdir. Það er von mín að þetta komi að einhverjum notum við val á skóm því úr nógu er að velja. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.