Fréttablaðið - 11.07.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 11.07.2020, Blaðsíða 4
Þá fundaði ég með borgarstjóra vegna þessa máls en það bar engan árangur og ekki var tekið tillit til okkar sjónarmiða. Haraldur Sverris- son, bæjarstjóri TÖLUR VIKUNNAR 05.07.2020 TIL 11.07.2020 8.000 umsóknir hafa borist um útgreiðslu séreignar- sparnaðar. Ólöf Nordal listamaður lét loka vinsælu útilistaverki sínu á Seltjarnarnesi vegna náttúru­ spjalla. Aðflutt möl og grjót höfðu breytt fjörunni sem var órjúfanlegur hluti verksins. „Ég er mjög hrygg yfir gjörningi þeim sem átt hefur sér stað við Kisu­ klappir,“ sagði Ólöf í færslu á sam­ félagsmiðlum þegar hún tilkynnti að verkinu hefði verið lokað. Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður þarf að greiða danska inn­ heimtufyrir­ tækinu Lowell Danmark A/S um 65.000 danskar krónur af skuld sinni við fyrirtækið. Dómur þess efnis féll í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni. Fjárhæðin er um 10 prósent af heildarskuld Önnu Kolbrúnar við fyrirtækið. Ringo Starr tónlistarmaður varð áttræður í vikunni og bauð á sérstaka tón­ leika í tilefni dagsins þar sem fram komu Paul McCartney, Joe Walsh úr Eagles, Sheryl Crow, Elvis Costello, Gary Clark Jr., Sheila E og Ben Harper. Fram til þessa hefur Ringo boðað til sérstaks við­ burðar á afmælisdegi sínum og tileinkað hann baráttunni fyrir ást og friði. Að þessu sinni fóru tónleikarnir fram á netinu vegna faraldursins, en skilaboðin voru þau sömu: Ást og friður. Þrjú í fréttum listamaður,  þingmaður og bítill 27.291 sýni hafði verið greint í landa- mæraskimun frá 15. júní, sam- kvæmt tölum í gær. 29,7 prósent þeirra sem nýtt hafa ferðagjöf stjórnvalda, hafa keypt veitingar. 323 þúsund dala kröfu á hendur Jóhanni Helgasyni var hafnað af dómstóli í Los Angeles. 40 manns eru skráðir með lögheimili í sama tvíbýlis- húsi í Kópavogi. ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI, VARA- OG AUKAHLUTAVERSLUN Pallbílahús frá ARE á alla USA pallbíla Varahlutaverslun ÍSBAND býður upp á gott úrval vara- og aukahluta og íhluta til breytinga. Allir helstu varahlutir í okkar vörumerkjum eru til á lager. Sérpöntum varahluti í aðra USA bíla. Úrval af felgum fyrir Jeep® og RAM Upphækkunarsett í Wrangler Upphækkunarsett í RAM Falcon demparar ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF • VERKSTÆÐI OG VARAHLUTAVERSLUN • SMIÐSHÖFÐA 5 • 110 REYKJAVÍK SÍMI 590 2323 • THJONUSTA@ISBAND.IS • WWW.ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA KL. 07:45 - 18:00 ALMENNT BÍLAVERKSTÆÐI OG SMURÞJÓNUSTA FYRIR ALLA BÍLA ALLIR VINNA - ENDURGREIÐSLA VSK. FIAT HÚSBÍLAR - ÁBYRGÐAR OG ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI BREYTINGAR Á JEEP®, RAM OG ÖÐRUM USA PALLBÍLUM ALLIR BÍLAR SÓTTHREINSAÐIR STUTTUR BIÐTÍMI SÍMI 590 2323 UMBOÐSAÐILI STJÓRNSÝSLA Mosfellsbær hefur k ær t deilisk ipu lagsbrey t ing u Reykjavíkurborgar á Esjumelum til úrskurðarnefndar umhverfis­ og auðlindamála. Breytingin snerist um að svæði við Koparsléttu, sem áður var athafnasvæði, var breytt í iðnaðarsvæði. Það myndi gera mögulegt að starfrækja mengandi iðnað á svæðinu. Kæran var lögð fram þann 26. júní síðastliðinn. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, harmar að þurfa að feta þessa braut, en afar sjaldgæft er að sveitarfélög kæri hvert annað með þessum hætti. Mosfellingum var þó nauðugur einn kosturinn. „Það skiptir Mosfellinga miklu máli hvaða starfsemi fer fram á Esju­ melum og að lágmarki þarf hún að samræmast gildandi aðalskipulagi,“ segir Haraldur. Hann bendir á að skýrt sé kveðið á um, í aðalskipulagi Reykjavíkur, að athafnasvæðið við Esjumela sé ekki ætlað undir iðnaðarstarfsemi. Hins vegar eru vissar heimildir fyrir iðnaðarstarfsemi á athafnasvæðinu og mikilvægt sé að skera úr um það misræmi. „Það hvílir lagaleg skylda á sveitarfélögum að haga skipu­ lagsáætlunum til samræmis við áætlanir aðliggjandi sveitarfélaga. Borgarstjórn ber að kynna deili­ skipulagsbreytingar fyrir hags­ munaaðilum en það var ekki gert í þessu tilviki,“ segir Haraldur. Fyrirhugað er að Malbikunar­ stöðin Höfði fái lóð á svæðinu undir starfsemi sína. Haraldur segir að það muni hafa í för með sér verulega neikvæð umhverfisleg og sjónræn áhrif fyrir Mosfellsbæ, auk lyktar­ mengunar. „Við höfum komið athuga­ semdum okkar skýrt á framfæri. Þá fundaði ég með borgarstjóra vegna þessa máls, en það bar engan árangur og ekki var tekið tillit til okkar sjónarmiða,“ segir Haraldur. En deilan snýst ekki aðeins um malbikunarstöð á Esjumelum held­ ur einnig nærliggjandi lóð, þar sem til stendur að Íslenska gámafélagið hefji moltugerð undir berum himni. „Þau áform getur Mosfellsbær ekki sætt sig við,“ segir Haraldur. Hann bendir á að Mosfells­ bær hafi haft veruleg óþægindi af nálægðinni við urðunarstað Sorpu í Álfsnesi, til dæmis vegna lyktar. „Við höfum átt gott samstarf við að byggja eitt stærsta einstaka umhverfisverkefni síðari tíma, sem er gas­ og jarðgerðarstöðin GAJA þar sem unnið er úr lífrænum úrgangi í lokuðu mannvirki. Það skýtur því skökku við, að okkar mati, að hefja moltugerð í okkar bakgarði með tilheyrandi lyktar­ mengun,“ segir Haraldur. bjornth@frettabladid.is Mosfellsbæingar vilja ekki mengandi iðnað í bakgarðinn Mosfellsbær hefur kært deiliskipulagsbreytingu Reykjavíkurborgar á Esjumelum til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Bæjarstjóri segir að málið snúist um tilraun Reykjavíkurborgar til þess að koma fyrir mengandi iðnaði á svæðinu. Ákvörðunin sé ekki í samræmi við aðalskipulag borgarinnar. Borgin ráðgerir að lóðin við Koparsléttu 6-8 verði nýtt undir starfsemi malbikunarstöðvar. FRÉTTABLAÐIÐ / VALLI 1 1 . J Ú L Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.