Fréttablaðið - 11.07.2020, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 11.07.2020, Blaðsíða 28
Kjörís er ísfyrirtæki sem allir þekkja, en fyrirtækið fram-leiðir ís og skyldar afurðir, eins og sósur, dýfur og aðrar vörur sem þarf til að afgreiða ís út úr búð. „Vöruframboðið okkar byggir á 50 ára starfi. Grunnurinn kemur frá gömlum, dönskum ísgerðum sem faðir okkar lærði hjá í upphafi, en hann stofnaði fyrirtækið árið 1969. Við höfum svo aðeins þróað uppskriftirnar,“ segir Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Kjöríss. „Við systkinin erum fjögur og við höfum öll unnið hér, en í dag erum við tvö sem störfum hjá fyrirtækinu. Áttræð móðir okkar hefur verið aðaleigandi fyrirtækis- ins og stjórnarformaður, og heldur utan um þetta, þannig að Kjörís er sannarlega rótgróið, íslenskt fjöl- skyldufyrirtæki eins og þau gerast best. Okkar sérstaða felst í góðum vörum og bragði, en við höfum stutt mjög vel við okkar vörumerki í gegnum áratugina og verið trú okkar brögðum og vöruþróun,“ segir Valdimar. „Við höfum líka lagt alla okkar orku og fé í þetta eina fyrirtæki og höfum lifað og dafnað með því.“ Veðja á lakkrísinn „Við erum með spennandi nýjungar sem við erum afskaplega stolt af í sumar, en við erum með sérstakan vöruþróunarhóp, sem vinnur stöðugt að endurbættum vörum og nýjungum allt árið,“ segir Valdimar. „Úr þeirri vinnu kemur alltaf nýr Mjúkís ársins í janúar og í ár er hann með Sambó lakkrís og súkkulaði. Hann hefur selst gríðarlega vel og er að slá öll met. Í kjölfarið á þeim góðu mót- tökum komum við svo með toppís í vöffluformi sem við köllum XOXO, en hann er með lakkrís, lakkríshjúp og lakkríssósu. Við höfum verið að herja mikið á lakkrísinn í ár og þessir hafa gengið mjög vel. Við erum líka með sumarís með lime-bragði sem er í boði yfir sumarmánuðina og hann hefur selst mjög vel. Hann er suðrænn og frískandi, sérstaklega í sólinni,“ segir Valdimar. „Síðan þegar líður á haustið förum við að huga á jól- unum og við byrjum að framleiða ístertur upp úr október. Við erum einnig að prófa okkur áfram með með fjöl- margar nýjungar í sósum. Við erum með mikið úrval af sósum, dýfum og kurli og reynum að vera sveigjanleg og bjóða upp á sem mesta fjölbreytni fyrir ísbúðir,“ segir Valdimar. „Við eigum engar ísbúðir, heldur seljum við til þeirra og erum í góðu samstarfi við þær. Þær taka svo við og þróa oft sína eigin hluti.“ Bjóða eitthvað fyrir alla „COVID-19 faraldurinn hefur nátt- úrulega haft nokkur áhrif á okkur. Ferðamenn hurfu frá landinu og það minnkaði sala í ákveðnum tegundum. En á móti hefur salan aukist í öðru, til dæmis í stórmörk- uðum, þar sem fjölskyldupakkar, f laugar og dolluís hafa selst betur,“ segir Valdimar. „Íslendingar eru heima og þeir velja íslenskt þegar varan er góð. Þeir eru líka að ferðast um landið og við sjáum að ísinn okkar selst vel. Á góðum dögum eins og undanfarið selst ísinn afar vel, enda er sumarið ístíminn. Ísinn okkar er fyrir alla aldurs- hópa og öll fjölskyldan ætti að geta fundið stærð og bragð við sitt hæfi. Við höfum líka verið að prófa okkur áfram með vegan pakkaís með súkkulaðibragði og erum líka með nokkra frostpinna sem eru vegan,“ segir Valdimar. „Við höfum einnig boðið upp á sykurlausan ís, bæði í pinnum og pökkum. Það er ekki mikil eftirspurn eftir þessu, en við viljum tryggja að fólk hafi val og geti fengið það sem það vill.“ Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Valdimar segir að Kjörís bjóði upp á ýmsar spennandi nýj- ungar í sumar og að allir ættu að geta fundið ís við sitt hæfi. Til að tryggja það býður Kjörís meðal annars upp á sykurlausan ís og vegan ís. FRÉTTABLAÐIÐ/SIG- TRYGGURARI Vilja skapa gleðistundir „Við hvetjum Íslendinga til að velja íslenskt og styðja við atvinnu- starfsemi í landinu. Ég held að það sé það sem allir þurfa á að halda í dag. Það er um að gera að ferðast um landið og smyrja hjól atvinnulífsins og hafa um leið svolítið gaman,“ segir Valdi- mar. „Við segjum stundum að við séum að búa til gleðistundir með því að framleiða ís, því hvort sem fólk fær sér ís í eftirmat eða eftir skyndiákvörðun, er ísinn yfirleitt hluti af gleðistundum fólks. Það er okkar markmið að búa til f leiri gleðistundir.“ Valdimar segir að Kjörís hafi veðjað á lakkrísinn í ár með nýju bragðtegund- unum sínum og þær hafi notið mikilla vin- sælda. Ísinn okkar er fyrir alla aldurs- hópa og öll fjölskyldan ætti að geta fundið stærð og bragð við sitt hæfi. 2 KYNNINGARBLAÐ 1 1 . J Ú L Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RÍSLENSKT – GJÖRIÐ SVO VEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.