Fréttablaðið - 11.07.2020, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 11.07.2020, Blaðsíða 48
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Þegar sólin skín eru fæstir í stuði fyrir þungar rjómasósur og mikið meðlæti. Best er að hafa matinn einfaldan, hollan og góðan. Hér koma nokkrar góðar hugmyndir. Grillaður aspargus með parmesan-osti Ferskur aspargus er sérlega góður. Hann getur verið skemmtilegur forréttur, eða sem meðlæti með kjöti. Það sem þarf: 1 búnt ferskur aspargus 1 sítróna, skorin til helminga Salt, sykur og sítróna í suðu- vatnið Parmesan-ostur Ólífuolía Salt og pipar Graskersfræ Skerið 2-3 cm neðst af aspargus- inum, þar sem hann er harðastur, Stundum er hægt að brjóta hann auðveldlega frá. Skrælið síðan aðeins neðsta lagið á stilknum með kartöf luskrælara. Sjóðið vatn og setjið út í það smávegis salt, sykur og sítrónusafa. Setjið aspargusinn út í og sjóðið í 2-3 mínútur. Stöðvið suðuna með því að setja hann beint í ísvatn. Þerrið og setjið á heitt grill þar til hann fær fallegar grillrendur, einungis smástund. Grillið hálfa sítrónu með aspargusinum og berið fram með honum. Ristið graskersfræin á þurri pönnu. Raðið aspargusinum á fat og stráið fræjunum yfir ásamt parmesan-osti. Sneiðið ostinn með ostahníf. Sumir setja hvítlauksolíu yfir aspargusinn, eða balsamsíróp og það má vel gera það, allt eftir smekk hvers og eins. Grillað „entrecote“ Gott, grillað nautakjöt skapar veislu. Með kjötinu er borið fram salat með grilluðum perum og gorg onzola-osti. Uppskriftin mið- ast við fjóra. 4 sneiðar gott „entrecote“ Salt og nýmalaður pipar Kartöflur ef fólk vill, annars er ágætt að hafa bara salat Grillréttir sem bragðast vel Nú er grilltíminn og um að gera að matbúa eitthvað spennandi á góðviðrisdögum. Réttirnir þurfa ekki að vera flóknir. Einfaldir réttir eru oft bestir, t.d. að grilla grænmeti og ávexti með kjötinu. Grillaður aspargus er einstaklega góður réttur sem auðvelt er að gera. Gott nautakjöt með nýju og fersku salati er í miklu uppáhaldi hjá mörgum. Þetta salat með perum og gorg onzola-osti passar mjög vel með nauta- steik. Salat Klettasalat eða blandað salat 2 perur 100 g gorgonzola-ostur Nokkrar valhnetur Fersk basilíka Balsam-edik 3 msk. balsamsíróp 6 msk. ólífuolía Salt og pipar Ef þú vilt bjóða upp á kartöflur skal velja fallegar, miðlungsstórar og sjóða þær í tíu mínútur. Þá eru þær skornar til helminga og settar á grillspjót og síðan grillaðar þar til þær fá fallegan lit. Saltið yfir þær. Setjið salatið á disk. Skerið perur í þunnar sneiðar og raðið yfir salatið. Það er gott að grilla sneið- arnar augnablik á grillinu áður. Setjið bita af gorgonzola hér og þar. Ristið hneturnar á þurri pönnu og dreifið yfir ásamt basilblöðum. Hrærið allt saman sem á að fara í dressinguna og smakkið til með salti og pipar. Penslið kjötið með olíu og bragðbætið með salti og pipar. Grillið á góðum hita í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Látið kjötið hvíla í tíu mínútur áður en það er borið á borð. Dreifið balsamediki yfir kjötið. Grillaðar nektarínur Grillaðar nektarínur eru frábær eftirréttur. Í þessari uppskrift eru þær bornar fram með klettasalati og parmaskinku, sem getur gert réttinn að forrétti líka. Það má alveg breyta, þannig að grillaðar nektarínur séu bornar fram með ís eða rjóma. 3 nektarínur, skornar í fjóra hluta hver 6 sneiðar parmaskinka 12 basilblöð 12 tannstönglar Dressing 3 msk. jómfrúarolía 1 msk. hindberjaedik 2 tsk. fljótandi hunang ½ tsk. cummin Salt og pipar Þeytið allt saman sem á að fara í dressinguna. Skerið nektarínur og fjarlægið steininn. Grillið á miðlungshita í nokkrar mínútur á hvorri hlið. Það er hægt að rúlla skinkunni yfir nektarínuna þegar hún hefur verið grilluð og festa með tann- stöngli og basil. Skinkusneiðinni er deilt í tvo hluta eftir endilöngu. Líka má raða þessu öllu fallega á disk. Berið fram með dress- ingunni.FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is HLEÐSLUSTÖÐVAR Veglegt sérblað Fréttablaðsins um hleðslustöðvar kemur út föstudaginn 17. júlí. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Nánari upplýsingar um blaðið veitir Arnar Magnússon, sölu- og markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 550 5652 / arnarm@frettabladid.is 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 1 . J Ú L Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.