Fréttablaðið - 11.07.2020, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 11.07.2020, Blaðsíða 36
Dómsmálaráðuneytið auglýsir laus til umsóknar tvö embætti dómara við Hæsta- rétt Íslands. Stefnt er að því að skipa í embættin frá 1. september 2020 eða hið fyrsta eftir að dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti hefur lokið störfum. Um launakjör fer samkvæmt lögum um dómstóla nr. 50/2016, sbr. lög nr. 79/2019. Umsækjendur skulu fullnægja skilyrðum 13. gr. laga nr. 50/2016. Í samræmi við 4. gr. reglna nr. 620/2010, um störf dómnefndar sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti, er áskilið að í umsókn komi fram upplýsingar um: 1) menntun og framhaldsmenntun, 2) reynslu af dómstörfum, 3) reynslu af lögmannsstörfum, 4) reynslu af stjórnsýslustörfum, 5) reynslu af fræðistörfum, s.s. kennslu og öðrum akademískum störfum og upplýsingar um útgefnar ritrýndar greinar og bækur, fræðilega fyrirlestra o.s.frv., 6) reynslu af stjórnun, 7) reynslu af öðrum auka- störfum sem nýtast dómaraefni, s.s. vinnu í tengslum við undirbúning lagasetn- ingar o.fl., 8) upplýsingar um almenna og sérstaka starfshæfni, 9) upplýsingar um andlegt atgervi og sjálfstæði í vinnubrögðum, 10) upplýsingar um tvo fyrrverandi eða núverandi samstarfsmenn eða yfirmenn sem geta veitt dómnefnd bæði munn- lega og skriflega upplýsingar um störf og samstarfshæfni umsækjanda og 11) aðrar upplýsingar sem varpað geta ljósi á faglega eiginleika og færni umsækjanda sem máli skipta fyrir störf hæstaréttardómara. Með umsókn skal fylgja eftir því sem við á: 1) afrit af prófskírteinum, 2) afrit dóma í munnlegum fluttum málum sem umsækjandi hefur samið atkvæði í síðustu 12 mánuði, 3) afrit af stefnu og greinargerð í málum sem umsækjandi hefur samið og flutt munnlega síðustu 12 mánuði, 4) afrit af úrskurðum stjórnvalda sem um- sækjandi hefur samið síðustu 12 mánuði og 5) útgefin fræðirit og ljósrit af tíma- ritsgreinum umsækjenda. Þess er óskað að þær tímaritsgreinar sem hafa verið ritrýndar verði auðkenndar. 6) Önnur gögn sem varpa ljósi á faglega færni um- sækjanda til að starfa sem hæstaréttardómari. Umsóknir skulu berast dómsmálaráðuneytinu eigi síðar en 27. júlí nk. Til þess að hraða afgreiðslu umsókna og bréfaskiptum er áskilið að umsóknir og fylgigögn berist dómsmálaráðuneytinu á minnislykli eða með rafrænum hætti á netfangið starf@dmr.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir. Dómsmálaráðuneytinu, 10. júlí 2020. Tvö embætti dómara við Hæstarétt Íslands laus til umsóknar Staða æskulýðsfulltrúa hjá Lágafellssókn, Mosfellsbæ Lágafellssókn í Mosfellsbæ auglýsir lausa til umsóknar stöðu æskulýðsfulltrúa. Um er að ræða nýtt 50% starf, frá og með 15. ágúst 2020. Æskulýðsfulltrúi tekur þátt í mótun, skipulagningu og annast barna og æskulýðsstarf í Lágafellssókn. Æskilegt er að æskulýðsfulltrúi hafi uppeldis-, leið- toga-, djákna- eða guðfræðimenntun og/eða haldgóða reynslu sem nýtist í starfi. Jákvætt viðhorf til kirkju- starfs er forsenda fyrir velgengni í starfi. Umsækjandi þarf að geta sýnt frumkvæði og unnið sjálfstætt. Með umsókn veitir umsækjandi Lágafellssókn heimild til að afla sakarvottorðs. Nánari upplýsingar um starfslýsingu æskulýðsfulltrúa er að finna á heimasíðu Lágafellssóknar, www.lagafellskirkja.is Nánari upplýsingar um starfið veitir Rafn Jónsson, formaður sóknarnefndar í síma 896 8916 og/eða sr. Ragnheiður Jónsdóttir sóknarprestur safnaðarins, í síma 869 9882. Umsóknir ber að senda rafrænt á netfangið: lagafellskirkja@lagafellskirkja.is Umsóknarfrestur er til og með 1. ágúst 2020. STÖRF HJÁ GARÐABÆ Leikskólinn Bæjarból • Deildarstjóri Leikskólinn Holtakot • Deildarstjóri Leikskólinn Kirkjuból • Aðstoðarleikskólastjóri • Deildarstjóri Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Nánari upplýsingar má finna á ráðningarvef Garðabæjar https://starf.gardabaer.is gardabaer.is Erum við að leita að þér? Hafnargæslumaður við Grundartangahöfn. Faxaflóahafnir sf. óska eftir að ráða hafnargæslumann við Grundartangahöfn. Starfið felst m.a. í aðgangsstjórnun og öryggisgæslu á afgirtu og lokuðu farmsvæði Grundartangahafnar og almennri hafnargæslu þar. Vakt er allan sólarhringinn samkvæmt 8 tíma vaktakerfi. Starfsstöð starfsmanns er í vakthúsi Grundartangahafnar. * Meginverkefni eru aðgangsstjórnun, öryggisgæsla, eftirlit með farmverndarskjölum, skráning á umferð og farmi auk annarra starfa tengt starfssviði viðkomandi starfs. * Hæfniskröfur eru gott líkamlegt og andlegt ástand, góð íslensku-, ensku-, og almenn tölvukunnátta. Um gæslu farmsvæðisins gilda ákvæði laga um hafnavernd og því er óskað eftir að umsækjandi leggi fram hreint sakavottorð með umsókn sinni. Umsókn ásamt ferilskrá sendist til Faxaflóahafna sf., á netfangið olafur@faxafloahafnir.is, eigi síðar en föstudaginn 31. júlí n.k. Nánari upplýsingar um starfið gefur Bergsteinn Ísleifsson, öryggisfulltrúi bergsteinn@faxafloahafnir.is Faxaflóahafnir hafa staðist jafnlaunavottun og hlotið Jafnlaunamerki Jafnréttisstofu. 6 ATVINNUAUGLÝSINGAR 1 1 . J Ú L Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.