Fréttablaðið - 11.07.2020, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 11.07.2020, Blaðsíða 12
Ég er mjög spennt fyrir komandi verkefnum hér heima en ég tek þátt í móti í Krikanum um helgina. FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Sleggjukastar- inn Vigdís Jónsdóttir úr FH bætti eigið Íslandsmet í sleggjukasti á Origo-móti sem fram fór í Kapla- krika í vikunni. Vigdís kastaði sleggjunni  62,69 metra og bætti eigið Íslandsmet um 11 sentimetra. Fyrra metið var um tveggja vikna gamalt en Vigdís átti það sjálf og var hún að bæta Íslandsmetið í þriðja sinn í sumar og í tólfta skiptið á ferlinum. „Það er fyrst og fremst frábær tilfinning að vera komin aftur út á völlinn að keppa eftir hléið vegna kórónaveirunnar. Það er svo extra gaman hvað það gengur vel. Eftir að hafa bætt mig síðustu árin þá er ég að ná upp stöðugleika í kast-serí- urnar hjá mér,“ segir Vigdís í samtali við Fréttablaðið, um glæsilegan árangur sinn síðustu vikurnar. „Ég hef náð betri tökum á tækni- legum atriðum upp á síðkastið og það er tæknin sem er að skila þessum bætingum. Ég fann það svo alveg í köstunum á fimmtudaginn að ég get bætt mig enn frekar og það er stórt kast á leiðinni,“ segir sleggjukastarinn enn fremur. „Ég er mjög spennt fyrir komandi verkefnum en ég tek þátt í móti í Krikanum um helgina [í dag]. Þar er ég vongóð um að ég nái að fínpússa tæknina enn meira og slái metið meira. Það er svo líka mér til góða hversu öf lug Elísa bet Rut Rúnars- dóttir er orðin. Það er mjög gott að vera komin með alvöru samkeppni á mótunum hér heima,“ segir hún. Vigdís verður síðan meðal kepp- enda  á Meistaramótinu sem fer fram á Þórsvelli 25. og 26. júlí á Þórsvelli, Akureyri. Framhaldið hjá henni í haust er svo í óvissu, en hún á tvö ár eftir af námstíma sínum í University of Memphis. Óvíst er hvenær hún kemst aftur út til Bandaríkjanna að æfa, keppa og leggja stund á nám sitt. Þessi öflugi sleggjukastari segir Finn að ég á stórt kast inni Vigdís Jónsdóttir, Íslandsmethafi í sleggjukasti, hefur verið í fantaformi það sem af er sumri en hún hefur slegið Íslandsmetið þrisvar sinnum síðustu vikurnar. Vigdís segir enn vera töluvert rúm fyrir bætingu. það koma til greina að finna sér stað í Evrópu til að æfa við góðar aðstæð- ur á næsta  tímabili, en það verði bara koma í ljós hvernig næsti vetur æxlast hjá henni. „Stefnan eins og staðan er núna er bara að halda mínu striki og fara út til Bandaríkjanna í haust og klára þau tvö ár sem ég á eftir í náminu. Ef það gengur ekki eftir, þá myndi ég skoða það að fara til Evrópu og þá líklegast Suðaustur-Evrópu þar sem Hilmar Örn [Jónsson, sleggju- kastari úr FH] er með góð sambönd. Ég er samt bara einbeitt um þau verkefni sem eru fram undan hér heima þessa stundina og að bæta mig áfram,“ segir Vigdís um fram- haldið.  hjorvarolafsson@frettabladid.is  B irt m eð fyrirvara um verð- og m yndabrengl. Verð á sjálfskiptum Korando DLX: 4.990.000 kr. Fimm ára ábyrgð + 178 hestöfl, 400 Nm + 2ja tonna dráttargeta + Fjórhjóladrif með læsingu + Ótrúlega rúmgóður + Gott aðgengi + Fimm ára ábyrgð Reykjavík Krókháls 9 Sími: 590 2020 Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Bílaríki, Akureyri Glerárgötu 36 Sími: 461 3636benni.is ÖRFÁ SÝNINGAREINTÖK Á LAGER! 1975 | Sérfræðingar í bílum | 2020 FÓTBOLTI Símamótið í knattspyrnu stúlkna hófst í gær og verður hald- ið áfram að spila á mótinu í dag. Mótið  var fyrst haldið árið  1985 og er þetta því 36. mótið í röðinni. Mótið er fyrir 5., 6. og 7. f lokk kvenna, en keppendur að  þessu sinni eru  um það bil  2.400 og er þetta  stærsta knattspyrnumótið sem haldið er hér á landi. Allir leikir á mótinu fara fram á völlum á félagssvæði Breiðabliks. Vegna kórónaveirufaraldursins eru sóttvarnir í hávegum hafðar á mótinu. Hægt er að fylgjast með til- þrifum stúlknanna á Síminn Sport, fyrir þá sem ekki eiga heimangengt á mótið. – hó Stelpurnar halda áfram að spila Símamótið fer fram í Smáranum. 1 1 . J Ú L Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT ENSKI BOLTINN Jordan Henderson, fyrirliði nýkrýndra Englandsmeist- ara Liverpool, verður ekki meira með á yfirstandandi tímabili vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í sigri gegn Brighton í ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu karla. Liverpool er með 92 stig á toppi deildarinnar og er með 23 stiga forskot á Manchester City sem er í öðru sæti. Henderson hefur leikið 30 af 34 leikjum Liverpool á leik- tíðinni og skorað í þeim leikjum fjögur mörk. Næsti leikur Liverpool er á móti Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum hans hjá Burnley á Anfield klukkan 14.00 í dag. – hó Fyrirliðinn frá út tímabilið  Vigdís Jónsdóttir hefur slegið Íslandsmetið í sleggjukasti tólf sinnum á ferli sínum. MYND/KRISTÓFER ÞORGRÍMSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.