Fréttablaðið - 11.07.2020, Blaðsíða 32
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem er til staðar
fyrir alla alltaf. Megin áhersla er lögð á að starfsfólk búi yfir þekkingu og hæfni til að takast á við
fjölbreytileg verkefni. Áhersla er á traust og gagnsæi í samskiptum, jafnrétti, starfsánægju og heil-
brigðan starfsanda. Gildi LRH eru TRAUST, FAGMENNSKA og ÖRYGGI.
Við ráðningar hjá LRH er tekið mið af jafnréttisáætlun embættisins.
Hjá embættinu eru lausar tvær stöður í 100% starfshlutfalli og er umsóknarfrestur til 7. ágúst n.k.
Aðallögfræðingur
Um er að ræða ábyrgðamikið og fjölbreytt starf þvert á alla starfsemi embættisins.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Situr í yfirstjórn embættisins og tekur þátt í stefnumótun.
• Annast og hefur yfirumsjón með meðferð stjórnsýslumála og verkefna hjá embættinu þvert á
alla starfsemi.
• Hefur yfirumsjón með svörun erinda s.s. frá nefnd um eftirliti með lögreglu, héraðssaksóknara er
varða brot lögreglumanna í starfi, umboðsmanni Alþingis, ríkislögmanni, Persónuvernd og öðrum
opinberum aðilum.
• Er til ráðgjafar í starfsmannamálum embættisins.
• Hefur umsjón með verk- og gæðaferlum með það að meginmarkmiði að starfsemin sé í samræmi
við lög hverju sinni.
• Er lögreglustjóra til ráðgjafar um hvers kyns lögfræðileg málefni er varðar starfsemi embættisins
og annast rekstur skrifstofu lögreglustjóra.
Hæfnikröfur
• Embættis - (cand. jur.) eða meistaragráða í lögfræði er skilyrði.
• Þekking og reynsla af stjórnsýslustörfum er skilyrði.
• Þekking og reynsla af starfsemi lögreglu er kostur.
• Þekking og reynsla af opinberum starfsmannamálum er kostur.
• Framúrskarandi samskiptahæfni, jákvætt viðhorf og sveigjanleiki er skilyrði.
• Mjög góð þjónustulund, góð samstarfshæfni ásamt hæfni til að miðla upplýsingum er mikilvæg .
• Skipulagshæfni, sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð og frumkvæði eru mikilvæg.
Sækja skal um stöðuna með rafrænum hætti á vef starfatorgs, https://www.starfatorg.is
Nánari upplýsingar
Hulda Elsa Björgvinsdóttir - hulda.elsa@lrh.is - 444-1000
Eygló Huld Jónsdóttir - eyglo.huld@lrh.is - 444-1000
Sigríður Gisela Stefánsdóttir - sigridurg@lrh.is - 444-1000
Fjármálasérfræðingur í greiningum
Um er að ræða afar fjölbreytt og áhugavert starf sem felst í rannsóknum
á peningaþvættis- og fjármunabrotum.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Fjármálagreiningar og skýrslugerð.
• Undirbúningur og framkvæmd yfirheyrslna.
• Samskipti við fjármálastofnanir og gagnaöflun.
• Ráðgjöf í verkefnum annarra deilda innan miðlægrar rannsóknar.
• Skjölun og skrásetning gagna.
• Önnur tilfallandi verkefni.
Hæfnikröfur
• Menntun sem nýtist í starfi s.s. verkfræði, viðskiptafræði eða hagfræði er skilyrði.
• Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er æskileg.
• Framúrskarandi greiningarhæfni og færni til að tjá sig í ræðu og riti er nauðsynleg.
• Þekking á starfsemi fyrirtækja (ehf. slf. sf.), fjármálamarkaði og fjármálahugtökum er nauðsynleg.
• Reynsla af færslu bókhalds, gerð skattframtala og uppsetningu ársreikninga er kostur.
• Kunnátta og mjög góð færni í Excel er nauðsynleg.
• Kunnátta á MS PowerBI og SQL er kostur.
• Frumkvæði í starfi og hæfni til nákvæmra og sjálfstæðra vinnubragða.
• Metnaður og góð samskiptahæfni.
• Góð íslensku- og enskukunnátta.
Sækja skal um stöðuna með rafrænum hætti á vef starfatorgs, https://www.starfatorg.is
Nánari upplýsingar veitir
Karl Steinar Valsson - karlsteinar@lrh.is - 444-1000
Margeir Sveinsson – margeir@lrh.is – 444-1000
Sigríður Gisela Stefánsdóttir - sigridurg@lrh.is - 444-1000
Óskað er eftir að umsókn fylgi greinargóð ferilskrá yfir menntun og fyrri störf, staðfesting á námi og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknarinnar og rökstyður hæfni sína
í starfið.
Vakin er athygli á því að engan má ráða til starfa hjá lögreglu sem hefur gerst sekur um refsivert athæfi sem telja má svívirðilegt að almenningsáliti eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem
starfsfólk lögreglu verða almennt að njóta. Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu, sbr. 28. gr. a. lögreglulaga nr. 90/1996.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Við leitum eftir drífandi og jákvæðum einstaklingi í stöðu fjármálasérfræðings til þess að
fást við fjölbreytt og krefjandi verkefni á fjármála- og rekstrarsviði.
SÉRFRÆÐINGUR Á FJÁRMÁLA-
OG REKSTRARSVIÐI
Helstu verkefni:
• Mánaðar-, árs- og samstæðuuppgjör, ásamt
samskiptum við endurskoðendur
• Ráðgjöf og stuðningur við öll svið félagsins
• Innleiðing og vinna með BI greiningar
• Greining fjárhagsupplýsinga
• Sjálfvirknivæðing fjármála (digitalization)
• Innkaupastýring og greining
• Þátttaka í umbótum og krefjandi verkefnum
Menntunar og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun á sviði viðskiptafræði,
rekstrarverkfræði eða sambærileg menntun
• Framúrskarandi tölvukunnátta og færni í Excel
skilyrði
• Reynsla af greiningum, framsetningu
greiningaefnis, skýrslugerð, áætlunargerð og BI
• Reynsla af uppgjörsvinnu er kostur
• Þekking á Microsoft Dynamics NAV er kostur
• Þekking á innkaupaferli og birgðastýringu er
kostur
• Góð samskiptahæfni, jákvæðni og
þjónustulipurð
• Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
• Hreint sakavottorð er skilyrði
Öryggismiðstöðin er vaxandi
og framsækið þjónustufyrirtæki
sem býður upp á heildarlausnir
í öryggismálum og velferðartækni
fyrir fyrirtæki og einstaklinga.
Gildi Öryggismiðstöðvarinnar
í öllum sínum störfum eru:
Forysta – Umhyggja – Traust.
Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.isUmsóknafrestur er til og með 26. júlí nk
2 ATVINNUAUGLÝSINGAR 1 1 . J Ú L Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R