Fréttablaðið - 11.07.2020, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 11.07.2020, Blaðsíða 24
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Auður hefur alla tíð haft mikla ástríðu fyrir matar-gerð og kryddjurtaræktun. Hún ólst upp á Flateyri við Önund- arfjörð til ellefu ára aldurs, þar sem faðir hennar rak fiskvinnslu. Þegar fjölskyldan flutti til Reykja- víkur hélt faðir hennar áfram með fiskvinnslufyrirtæki og Auður segir að það sé þess vegna sem hún hafi sérstaklega gaman af því að matreiða fisk. „Ég ólst upp við fisk og vann við hann. Fiskurinn hefur alltaf fylgt mér,“ segir hún. Það er þó ekki einungis fiskur sem heillar hana í matargerðinni. Hún hefur mikið dálæti á því að elda með ferskum kryddjurtum sem hún ræktar sjálf. Núvitund og slökun „Ég bý í Vesturbænum og er svo heppin að hafa sólríka glugga og svalir. Það er nóg til að rækta krydd,“ segir hún. „Það var einmitt þessi ástríða mín, að vera með alls kyns krydd í ræktun, sem varð til þess að Facebook-síðan varð til. Vinkonur mínar voru alltaf að spyrja mig út í þessa ræktun og hvernig ætti að gera þetta eða hitt. Með síðunni gat ég leyst úr öllum þessum svörum,“ segir hún. „Ég hef rosalega gaman af því að elda mat og finnst sérstaklega gaman að rækta krydd til að setja í matar- gerðina. Það gefur alveg sérstakt bragð. Ég hef ræktað alls kyns kryddjurtir, basil, timían, óreganó, rósmarín, salvíu, hvítlauk og lavendil, sem jafnframt gefur ótrúlega góðan ilm, sem kallar fram núvitund og slökun. Ég geng stundum fram hjá plöntunum, strýk þeim og lykta. Það gefur sér- staka upplifun. Ég hef ræktað mörg af brigði af basil, sem hægt að nota í marg- víslega rétti. Einnig er salvían í uppáhaldi og ég nota hana mikið. Hún er til dæmis ómiss- andi á kalkúninn um jólin. Ég hef sömuleiðis gaman af því að vinna kryddjurtirnar til geymslu, bæði þurrka þær, frysti, eða nota í olíur og kryddjurtasalt. Ég reyni að eiga kryddjurtir sem ég hef ræktað allan veturinn. Það er ekkert mál að þurrka kryddið, ég legg þær á viskastykki á borðinu og leyfi þeim að þorna þar. Set svo í fal- legar krukkur sem eru tilvaldar til gjafa. Heimaræktaður hvít- laukur er algjör dásemd og svo miklu betri en sá sem maður fær í verslunum. Það er einfalt að rækta hann í potti.“ Lærði pastagerð í Róm Auður segist ekki þurfa gróðurhús undir kryddjurtirnar. „Hér áður fyrr fékk ég að rækta kryddjurtir í gróðurhúsi í Hveragerði, en upp- skeran var svo mikil að ég gaf hana til vina og vandamanna. Ég þurfti ekki svona mikið. Glugg- arnir og svalirnar duga fyrir mig,“ útskýrir hún. „Mitt aðaláhugamál er matreiðsla og kryddræktunin er bara framhald af henni. Ég á það til að spyrja vini eða ættingja hvort ég megi koma í heimsókn og elda fyrir þá. Ég sé um að kaupa í matinn og fer svo eftir vinnu á föstudegi og elda, á meðan heim- ilisfólkið hefur það kósí,“ segir hún. Mér finnst gaman að elda allan mat. Eftir því sem hann er f lóknari því skemmtilegra er það. Ég vinn allt frá grunni, fór meðal annars til Rómar með nokkrum vinkonum til að læra pastagerð. Heimagert pasta er algjört æði.“ Auður starfar hjá Creditinfo en segist vera komin með framtíðar- plön þegar hún kemst á aldur. „Mig langar að fara í ákveðna framleiðslu sem ég er að undirbúa Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Auði finnst ekki mikið mál að ferðast ein síns liðs um landið og nýtur þess að skoða nýja staði. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Basil-pestó er sumarlegt og gott í pasta eða á brauð. Chimichurri er gott með alls kyns grillmat. en á erfitt með að segja frá strax. Vonandi verð ég komin með nýtt vörumerki eftir nokkur ár. Ég vann í mörg ár hjá Icelandair og síðan Samvinnuferðum og hef ferðast mikið um heiminn. Á þessum ferðum hef ég upplifað margs konar matargerð. Það skemmti- legasta sem ég geri er að horfa á matreiðslu- og ferðaþætti í sjón- varpi. Ekki er verra ef þetta tvennt sameinast í einum þætti.“ Ein á ferð um landið Auður er fráskilin og börnin upp- komin, svo hún er ein á heimilinu. „Ég á tvo syni, tengdadætur og þrjú barnabörn sem er aðalfólkið í kringum mig. Lífið breyttist vissu- lega hjá mér eftir skilnaðinn en sem betur fer er ég mjög sjálfstæð og hika ekkert við að ferðast ein. Fyrir nokkrum árum fór ég hring- ferð um landið í tvær vikur og naut þess að gista á góðum hótelum og borða á fínum veitingahúsum. Mér finnst gaman að keyra og leyfi mér alveg svolítinn lúxus. Það var bara ótrúlega gaman að vera ein með sjálfri sér, að vera félagslega frjáls. Ef mig langar að ferðast, þá held ég bara af stað. Þetta er ævintýri líkast. Ég keyrði til dæmis um Öræfin í mjög góðu veðri með tónlistina á fullu. Það er virkilega eftirminnilegt. Það var sömuleiðis gaman að koma til Hafnar í Horna- firði og Djúpavogs. Um daginn skrapp ég til Húsavíkur en þangað er alltaf ánægjulegt að koma og sömuleiðis á Akureyri. Ég er alin upp á Vestfjörðum og sæki alltaf þangað í fríum,“ segir Auður. Þegar hún er spurð hvort það sé kærasti í hennar lífi, hlær hún og svarar neitandi. „Ég hef ekki enn rekist á þann rétta og er ekki á Tinder,“ bætir hún við. Það verður meira um ferðalög hjá henni, því í lok júlí ætla sex æskuvinkonur að halda í sjö daga ævintýraferð um Norðurland. „Við förum í ferðalag saman á hverju sumri. Þetta eru menn- ingarreisur. Við skoðum menn- ingu og listir í þeim bæjum sem við heimsækjum og endum svo á Akureyri í næturlífinu þar. Ég er ekki heilsufrík eða göngugarpur, vil frekar halda mig við listasöfn, leikhús og tónleika. Ég er lærður myndlistarmaður, þótt ég hafi ekki starfað við það. Útrás mín fyrir listinni kemur fram í matar- gerðinni,“ segir hún. Bók og Facebook-síða Auður gaf út bókina Krydd- jurtarækt fyrir byrjendur fyrir nokkrum árum, sem margir hafa nýtt sér. Bókin er enn fáanleg en hún varð til upp úr áhuganum á Facebook-síðunni. Auður segist hafa fengið frábær viðbrögð við síðunni á Facebook sem nefnist Áhugafólk um kryddjurtaræktun. „Þeir sem hafa verið fylgjandi síðunni lengi eru orðnir svo klárir og farnir að svara alls kyns spurningum hjá þeim sem eru að byrja. Ég fæ líka margar spurning- ar í gegnum einkaskilaboð. Oft er líf leg umræða á síðunni og með ólíkindum hvað fólk er hjálp- legt. Umræðan snýst líka alltaf um kurteisi og hjálpsemi. Það er leitarvél inni á síðunni þar sem fólk getur kallað upp allt mögulegt í stórum gagnagrunni sem hefur orðið til á þessum árum,“ segir hún og bendir fólki á að notfæra sér allar þær upplýsingar sem hægt er að fá í gegnum síðuna. Auður var að undirbúa veislu um helgina með vinum þegar við ræddum við hana. „Það verður spennandi matseðill. Asískur rækjuréttur í forrétt, nautalund með chimichurri-salsa og kampa- vínskökur í eftirrétt. Mér finnst ótrúlega skemmtilegt að aðstoða fólk við matargerðina og er oft spurð af hverju ég geri ekki meira af þessu. Ég held ég væri bara til í það ef ég yrði beðin,“ segir hún. „Svo væri gaman að kenna fólki að gera pasta,“ bætir Auður við og gefur lesendum frábærar upp- skriftir að basil-pestói, chimich- urri-salsa og kryddjurtasalti. Basil-pestó 100 g ferskt basil 50 g ristaðar furuhnetur 3-4 maukuð hvítlauksrif salt & pipar 1 msk. sítrónusafi 50 g parmesan-ostur (rifinn) 2-3 dl góð olía Myljið hnetur í matvinnsluvél, bætið basilíku og hvítlauk saman við. Parmesan bætt við, saltað og piprað. Þá er matvinnsluvélin sett á lægsta hraða og olíunni bætt við hægt og sígandi. Nú er hægt að bera sósuna fram eða setja á krukkur og geyma. Athugið að ef ekki á að nota pestóið strax, er æskilegt að setja það strax í lokað ílát, til dæmis krukku, og loka fyrir, þar sem pestóið missir lit ef það er lengi í snertingu við súrefni. Fyllið á krukkurnar með olíu ef þarf, þá geymist pestóið betur. Til tilbreytingar má blanda steinselju og basil til helminga. Chimichurri Það má hafa sósuna aðeins sterkari - saxa allt með hníf ekki í mat- vinnsluvél - frábær sósa með öllum grilluðum mat. 1 búnt steinselja, skera það mesta af stönglinum 4-8 greinar ferskt óreganó, taka blöðin af stönglinum 4-8 hvítlauksgeirar ¾ bolli ólífuolía ¼ bolli rauðvínsedik 1 sítróna, safinn 1-2 msk. smátt skorinn skalot- laukur eða rauðlaukur 1 tsk. þurrkað óreganó 1 tsk. svartur pipar ½ tsk. maldon salt ½-1 msk. hunang eða agave-síróp eftir smekk ½-1 tsk. mulinn chilli-pipar, helst lítill þurrkaður chilli sem keyptur er í asískri verslun settur í mat- vinnsluvél og saxaður smátt. Chimichurri þarf að standa í minnst átta klukkustundir til að brjóta sig vel. Smakkið til með salti, pipar eða hunangi eftir því sem þarf. Kryddjurtasalt Munið að láta saltið standa í þrjá til fimm daga á bakka, það þarf að þorna vel áður en þið setjið í krukku með þéttu loki. Tilvalin gjöf í grill-matarboðið. 4 dl saltflögur frá Saltverki 3 msk. Hátíðarkrydd frá Krydd- og Tehúsinu 1 tsk. saxað ferskt rósmarín 1 tsk. saxað ferskt timían ½ tsk. sítrónu- og eða límónu- börkur 1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 1 . J Ú L Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.