Fréttablaðið - 11.07.2020, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 11.07.2020, Blaðsíða 45
Þarna erum við að stíga skref með íslenskum bændum til að minnka umhverfis- fótspor landbúnaðar. Jóhannes Baldvin Jónsson Áhersla Líflands er á fóður­framleiðslu og markaðs­setningu á fóðri og annarri rekstrarvöru fyrir bændur. Auk þess er Lífland starfandi á smá­ sölusviði og selur meðal annars allt fyrir hestamanninn, hvers kyns útivistarvörur og vörur fyrir gæludýraeigendur. „Kjarnastarfsemi Líflands er framleiðsla á kjarnfóðri. Við erum að þjónusta stóran hluta markað­ arins hér heima. Fóðurverksmiðj­ an okkar á Grundartanga var sett á laggirnar árið 2010 og er tækni­ lega vel búin. Við framleiðum þar og dreifum kjarnfóðri fyrir allar helstu búfjártegundir sem hér eru aldar. Til viðbótar má nefna að Lífland starfrækir jafnframt einu hveitimyllu landsins undir merkjum Kornax sem Íslendingar þekkja vel,“ segir Jóhannes Baldvin Jónsson deildarstjóri ráðgjafar og vöruþróunar hjá Líflandi. „Við leggjum líka áherslu á þekkingarmiðaða þjónustu við landbúnaðinn og höfum beitt okkur með vísindalegum hætti í starfi okkar og erum í samstarfi við hollenska ráðgjafarfyrirtækið Trouw Nutrition.“ Jóhannes segir að Lífland hafi verið fyrst íslenskra fóðurfyrir­ tækja til að bjóða upp á fóðuráætl­ anir sem unnar eru í samvinnu við bændur og byggðar á niðurstöðum heysýna. „Sýnin eru tekin úr gróffóðri bændanna en við ráðleggjum þeim með hliðsjón af sýnunum, til þess að hámarka skilvirkni og nýtingu allra aðfanga,“ útskýrir hann. „Það er leiðarljós okkar og hefur verið síðustu ár, að hámarka arð bænda með því að bæta og auka sem best nýtingu þeirra fóðurefna sem til falla á bæjunum, en ekki síst að þeir fái sem mest út úr því kjarnfóðri sem við leggjum til.“ Lausn sem dregur úr metanlosun jórturdýra Nýverið kom Lífland með á markað nýja lausn sem heitir Vistbót. Fyrirtækið hefur verið í samstarfi við erlendan aðila við að koma henni inn á íslenskan markað. „Þetta er lausn sem dregur úr metanlosun frá jórturdýrum um 10%. Metan er öflug gróðurhúsa­ lofttegund þannig að þarna erum við að stíga skref með íslenskum bændum til að minnka umhverfis­ fótspor landbúnaðar,“ segir Jóhannes. „Þessi vara hefur líka þann kost að hún getur aukið nýtingu fóðurs um 6%, þannig að það er ekki bara verið að draga úr metanlosun, það er líka verið að auka nýtingu gróf­ fóðurs. Það er okkar hugmynda­ fræði, að auka skilvirkni og bæta nýtingu.“ Alltaf að nást meiri árangur Lífland hefur einnig unnið að ýmsu fleiru tengdu því að bæta nýtingu aðfanga. Fyrirtækið býður til dæmis upp á íblöndunarefni í vothey sem bætir varðveislu þess og eykur fóðurgæðin. „Við erum jafnframt stærsti innflytjandi sáðvöru fyrir íslenska bændur, það er að segja sáðkorns og grasfræja. Við erum í nánu Lífland leggur áherslu á þekkingarmiðaða þjónustu Lífland byggir á grunni Mjólkurfélags Reykjavíkur sem stofnað var árið 1917 og hefur því þjónu- stað íslenska bændur í 103 ár. Lífland kom bætiefni á markað fyrir skemmstu sem dregur úr metanlosun, en fyrirtækið hefur einnig fengið lífræna vottun fyrir meðhöndlun á fóðurvöru. Jóhannes Baldvin Jónsson segir Lífland hafa það að leiðarljósi að hámarka arð bænda, með því að bæta nýtingu fóðurefna. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Gunnar Á. Gunnarsson framkvæmdastjóri Túns, afhendir Þóri Haraldssyni forstjóra Líflands, lífrænt vottunarskjal. Vistbót er ný metan-minnk- andi lausn frá Líflandi. samstarfi bæði við Landbúnaðar­ háskólann hérna heima og erlenda aðila og fylgjumst með því sem er að gerast í kynbótum og nýjung­ um á þessum markaði. Það eru stöðugar erfðaframfarir í helstu tegundum sem hér eru ræktaðar og alltaf að nást meiri árangur með uppskerumagn og fóðurgildi,“ segir Jóhannes. Vottun fyrir meðhöndlun á lífrænu fóðri Lífland hlaut nýlega vottun frá Vottunarstofunni Túni fyrir með­ höndlun á lífrænt vottaðri fóður­ vöru. „Við erum í dag innflytjandi að lífrænt vottuðu fóðri bæði frá Hollandi og Danmörku. Við höfum lagt heilmikla rækt við það undanfarin ár að þjónusta lífræna geirann vel varðandi lífrænt vott­ aða fóðurvöru og höfum verið að stíga fleiri skref í átt að því að það sé gulltryggt að allir angar þeirrar keðju séu samkvæmt lífrænum stöðlum. Vottunin var í raun bara staðfesting á því,“ útskýrir Jóhannes og bætir við að mögu­ leikarnir á framleiðslu á lífrænt vottaðri fóðurvöru standi opnir. Hann telur þó að það verði ekki á næstunni því markaðurinn er smár og því hefur hingað til verið rökrétt að flytja vöruna inn. KYNNINGARBLAÐ 7 L AU G A R DAG U R 1 1 . J Ú L Í 2 0 2 0 ÍSLENSKT – GJÖRIÐ SVO VEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.