Fréttablaðið - 11.07.2020, Blaðsíða 35
Mímir–símenntun leitar að öflugum náms- og starfsráðgjafa/verkefnastjóra í fullt starf.
Leitað er að sjálfstæðum og lausnamiðuðum aðila sem hefur brennandi áhuga á sviði
fullorðins- og framhaldsfræðslu auk þess sem reynsla af vinnutengdri ráðgjöf er kostur.
NÁMS - OG STARFSRÁÐGJAFI
Starfssvið:
• Veita fullorðnu fólki ráðgjöf í formi
náms- og starfsráðgjafar.
• Kennsla tengd náms- og starfsráðgjöf,
m.a. á vinnustöðum.
• Framkvæmd raunfærnimats, námskeiða/
námsbrauta, m.a. í samstarfi við vinnustaði.
• Hæfnigreining starfa og greining fræðsluþarfa á
vinnustöðum.
• Atvinnutengd ráðgjöf og þjónusta
á vinnustöðum, m.a. vegna breytinga á
vinnumarkaði í tengslum við fjórðu
iðnbyltinguna.
• Ýmiss konar kynningar og þróun virkniúrræða
í samstarfi við atvinnulífið.
• Umsjón með og/eða þátttaka í innlendum
og erlendum þróunarverkefnum.
• Ýmis tilfallandi verkefni.
Hæfnikröfur:
• Leyfi mennta- og menningarmálaráðuneytisins
til að kalla sig náms- og starfsráðgjafa.
• Reynsla af náms- og starfsráðgjöf er kostur.
• Þekking og reynsla af atvinnutengdri ráðgjöf og
samstarfi við vinnustaði er kostur.
• Þekking á raunfærnimati er kostur.
• Þekking á framhaldsfræðslukerfinu og/eða
starfi símenntunarmiðstöðva er kostur.
• Miklir hæfileikar til samskipta og samstarfs.
• Geta til að sýna frumkvæði, útsjónarsemi og
hæfni til að vinna sjálfstætt.
• Gott vald á íslensku og ágæt færni í ensku.
• Gott tölvulæsi.
Mímir er fræðslufyrirtæki sem starfar
á sviði framhaldsfræðslu og
starfsmenntunar. Meginmarkmið Mímis
er að skapa tækifæri til náms fyrir fólk
með stutta formlega skólagöngu og hvetja
fólk á vinnumarkaði til símenntunar og
starfsþróunar.
Annað meginmarkmið er að bjóða upp á
fjölbreytta kennslu í íslensku sem öðru máli,
sem og tungumálanámskeið.
Skipulag námsins tekur mið af þörfum
vinnandi fólks og atvinnulífsins hverju sinni.
Gildin fagmennska, framsækni og samvinna
eru leiðarljós í öllu starfi Mímis.
Nánari upplýsingar á www.mimir.is
Umsóknarfrestur er til og með 9. ágúst nk. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is
Vertu meira!
Umsóknir með ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi
óskast fylltar út á hagvangur.is.
Nánari upplýsingar veitir Sverrir Briem,
sverrir@hagvangur.is
Kerecis er alþjóðlegt nýsköpunarfyrirtæki
sem hagnýtir roð og fitusýrur til þróunar
og framleiðslu á heilbrigðisvörum. Tækni
Kerecis er notuð til að verja og endurbyggja
líkamsvef. Vörur fyrirtækisins eru t.d.
notaðar til meðhöndlunar á húðvandamálum,
þrálátum sárum, brunasárum, til
enduruppbyggingar brjósta og kviðveggs
og til að verja vefi líkamans fyrir smiti.
Yfir 50 útgefin einkaleyfi verja tækni Kerecis
í fjölmörgum löndum og markaðsleyfi
eru til staðar í Evrópu, Bandaríkjunum og
Asíu. Í Bandaríkjunum eru vörur Kerecis
m.a. notaðar af mörgum stærstu spítölum
landsins. Tækni félagsins hefur vakið athygli
á heimsvísu og á félagið í samstarfi um
þróun og notkun á tækni þess víða um heim
m.a. við bandarískar varnarmálastofnanir.
Yfir 100 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu
á Ísafirði, í Reykjavík, Sviss og í
Bandaríkjunum. Á Íslandi, Sviss, Þýskalandi
og í Bandaríkjunum selur Kerecis vörur sínar
beint til heilbrigðisstofnanna, en á öðrum
markaðssvæðum gegnum dreifingaraðila.
Árin 2017, 2018 og 2019 hlaut Kerecis
viðurkenningu Vaxtarsprotans sem veittur er
þeim fyrirtækjum á Íslandi sem vaxa hraðast
... og svo unnum við Evrópumeistaramót
Mýrarboltans 2018 og 2019!
VERKSMIÐJUSTJÓRI (VP PLANT OPERATIONS)
Kerecis leitar að öflugum verksmiðstjóra til að leiða framleiðslu fyrirtækisins á Ísafirði.
Helstu verkefni:
• Ábyrgð á allri framleiðslustarfsemi á Ísafirði
• Innleiðing á nýjum vörum, verkefnum
og framleiðsluferlum í framleiðslu.
• Yfirumsjón með stækkun og breytingu
á verksmiðju
• Staðsetning: Ísafjörður
Menntunar-og hæfniskröfur:
• Reynsla af framleiðslustjórnun (amk 5 ár)
• MSc eða BSc á sviði verkfræði eða raungreina
• Reynsla og þekking af gæðastjórnunarkerfum
• Sterk stjórnunar- og leiðtogahæfni
• Framúrskarandi skipulagshæfni