Fréttablaðið - 11.07.2020, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 11.07.2020, Blaðsíða 9
F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9L A U G A R D A G U R 1 1 . J Ú L Í 2 0 2 0 SPENNANDI KOSTIR Landsnet | Gylfaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími 563 9300 | www.landsnet.is Lögð hefur verið fram tillaga að drögum að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum Lyklafellslínu, milli Lyklafells í Mosfellsbæ og Hamraness í Hafnarfirði. Fyrsti áfangi í nýju umhverfismati felst í kynningu á drögum að tillögu að matsáætlun. Í drögunum er greint frá hugmyndum sem fram hafa komið um valkosti framkvæmdarinnar og vinsun valkosta, þ.e. hvernig Landsnet hefur komist að niðurstöðu um valkostina sem fyrirtækið stefnir að því að leggja fram í vinnslu umhverfismatsins. Hægt er að nálgast drögin og nánari upplýsingar um verkefnið á www.landsnet.is og eru allir hvattir til að kynna sér tillöguna og leggja fram athugasemdir ef einhverjar eru. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 15. ágúst 2020. Smári Jóhannsson landsnet@landsnet.is Einnig má senda skriflegar ábendingar á póstfangið: Landsnet hf. B.t. Smári Jóhannsson Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík Drög að matsáætlun á umhverfisáhrifum Lyklafellslínu DANMÖRK Dönsk herflutningaflug- vél á leið heim frá Norður-Noregi á miðvikudag var sett í það óvænta verkefni, að beiðni NATO, að leita að rússneskum kjarnorkukaf báti í Skagerak. Að sögn Danmarks Radio var um að ræða 150 metra langan kaf bát sem nú hefur siglt í gegnum danska lögsögu og heldur til í Eystrasalti austan Borgundarhólms. „Við vissum vel að hann myndi koma og sigla í gegnum sundin á leið sinni á stóra f lotasýningu í St. Pétursborg, en vildum vera alveg örugg með hvar hann var,“ hefur Danmarks Radio eftir Morten Val- entin Jensen, majór og upplýsinga- fulltrúa í danska flughernum. Talið er að um hafi verið að ræða kaf bátinn Orel, sem er með tvo kjarnaofna og mun geta borið 24 f lugskeyti. Er það bátur sömu teg- undar og kaf báturinn Kursk, sem fórst í Barentshafi í ágúst árið 2000 og með honum allir í 118  manna áhöfn.  – gar Leituðu að rússneskum kjarnorkukafbáti Kjarnorkukafbáturinn Orel er 150 metra langur og getur borið 24 flugskeyti. ISTANBUL Dómstóll í Tyrklandi hefur afturkallað stöðu Ægisifjar sem safns. Þetta greiðir fyrir því að hinni sögufrægu byggingu verði breytt í mosku. Æg isif var reist sem dóm- kirkja grísku rétttrúnaðarkirkjunn- ar árið 537 og var þá stærsta bygging veraldar.  Á veldistíma Ottómana var byggingunni hins vegar breytt í mosku og árið 1934 var hún gerð að safni. Byggingin er á heimsminja- skrá Sameinuðu þjóðanna. Breytingin nú er, að sögn BBC, gerð að undirlagi Receps Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Fylgj- endur Islam hafa lengi óskað eftir því að þetta skref yrði stigið, en veraldleg öf l í landinu hafa mót- mælt og undir það hafa tekið bæði trúarleiðtogar og stjórnmálamenn víða um heim. Bæði rétttrúnaðar- kirkjan og Grikkland sem ríki, hafa fordæmt ákvörðunina. – gar Ægisif má vera moska að nýju SPÁNN Samband er á milli plast- agna og hringorma í sardínum og ansjósum í Miðjarðarhafinu, að því er ný rannsókn leiðir í ljós. Að sögn spænska blaðsins El País hafa vísindamenn leitað orsaka hnignunar í þessum tveimur mik- ilvægu fiskistofnum, sem standa undir hátt í 40 prósentum af lans á þessum slóðum. Neikvæð áhrif mengunar og ofveiði hafi áður verið skilmerkilega staðfest en vís- indamenn hafi óvænt fundið þriðja meginþáttinn. Samkvæmt rannsókninni höfðu 58 prósent af sardínum og 60 pró- sent ansjósa, innbyrt örplast. Ýmsir  kvillar og óværa á borð við orma, hafi hrjáð þá fiska sem voru með plastið í sér. – gar Örplast hrjáir ansjósustofna COVID-19 „Mesta hættan sem við stöndum andspænis er ekki veiran sjálf, heldur skortur á forystu og samstöðu innan ríkja og á alþjóð- lega vísu,“ segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar, WHO. CNN segir orð Ghebreyesus lítt dulda gagnrýni á leiðtoga á borð við Donald Trump Banadaríkjaforseta sem eigi í orrustu við WHO. „Við getum ekki sigrast á þessum faraldri sem sundraður heimur,“ undir- strikar framkvæmdastjórinn. – gar Vírusinn ekki mesta hættan Ægisif í Istanbúl. MYND/GETTY Örplast fer illa í ansjósur. Tedros Adhanom Ghebreyesus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.