Fréttablaðið - 11.07.2020, Blaðsíða 2
Við höfum til
dæmis rekist á tvær
hrossagrafir sem eru frá
nítjándu öld.
Vala
Garðarsdóttir,
fornleifa-
fræðingur
Veður
Hæg suðlæg átt í dag, skýjað á
landinu og dálítil súld V-til. Hiti
10 til 18 stig, hlýjast á A-verðu
landinu. SJÁ SÍÐU 30
Tilfinningaþrungin stund á Þingvöllum
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og nafni fyrrum forsætisráðherra sem lést í bruna á Þingvöllum fyrir fimmtíu árum, hélt tilfinninga-
þrungna ræðu við minningarathöfn sem haldin var á brunastað í gær. Þjóðarsorg ríkti eftir að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fórst, ásamt
konu sinni Sigríði Björnsdóttur og barnabarni þeirra, Benedikt Vilmundarsyni. Bjarni Ben. eldri var afabróðir Bjarna Ben. yngri. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Í blaði gærdagsins birtist á
baksíðu pistill höfundar sem ekki
er í starfsmannahópi blaðsins.
Innihald hans og efnistök eru
ekki í samræmi við þau viðmið
sem blaðið setur um slíkt efni.
Þótt pistillinn sé á ábyrgð þess sem
hann skrifaði, biður Fréttablaðið
hlutaðeigandi afsökunar á
birtingunni.
ATHS. RITSTJ.
GÓÐA FERÐ INNANLANDS
TAX FREE*
af förðunarvörum, ilmvötnum
og völdum húðvörum
*19,35% verðlækkun
Gildir 15. júní - 27. júlí 2020
í verslunum og í netverslun Ly STJÓRNSÝSLA 56 þúsund manns
hafa sótt stafræn ökuskírteini í
síma, eða rúmur fjórðungur allra
bílstjóra á Íslandi. Útgáfa stafrænna
ökuskírteina hófst þann 1. júlí síð-
astliðinn og jafngildir skírteinið
hefðbundnu ökuskírteini, en meg-
intilgangurinn er að notendur geti
sannað ökuréttindi sín gagnvart
lögreglu. Stafræna ökuskírteinið er
einungis gilt á Íslandi.
Árið 2019 hlutu 741 ökumaður
sem ekki hafði ökuskírteini með-
ferðis við akstur sekt. Langflestar
voru sektirnar á höfuðborgar-
svæðinu, 399 talsins, því næst á
Suðurnesjum, 108 sektir, en fæstar
í Vestmannaeyjum, einungis fjór-
ar. Sé ökuskírteini ekki meðferðis
við akstur ökutækis getur sekt
varðað 10 þúsund krónum. Sektir
við slíku broti fyrir árið 2019 jafn-
giltu því um sjö og hálfri milljón
króna. – bdj
Tugþúsundir
ökuskírteina
komin í símann
FORNLEIFAR „Þetta er mjög spenn-
andi og virkilega áhugaverður
staður,“ segir Vala Garðarsdóttir
fornleifafræðingur, en hún fer fyrir
fornleifauppgreftri á Stjórnarráðs-
reitnum í Reykjavík. Tilgangur
uppgraftarins er að kanna mann-
vistarleifar á lóð Stjórnarráðsins
vegna fyrirhugaðra framkvæmda
á svæðinu.
Uppgröfturinn hófst í september
í fyrra og hafa ýmsar fornminjar nú
þegar komið í ljós. Vegfarendur sem
eiga leið um svæðið geta til dæmis
rekið augun í eitthvað sem líkist
hlöðnum steinvegg. Aðspurð um
hvaða fornminjar sé að ræða segir
Vala að fundist hafi drenlögn sem
líklega sé frá árinu 1870.
„Við bjuggumst alveg við því að
finna einhvers konar lagnir hérna af
því hér stóð stórt hús með kjallara
en það sem er óvanalegt er hversu
mikið er lagt í drenið. Að það sé ekki
bara hola í jörðinni eða skurður,“
segir Vala og telur ástæðuna fyrir
dreninu veglega tvíþætta. „Húsið
var í miklum halla hérna og hér
bjó landshöfðingi svo þetta er mjög
veglegt. Þetta er alveg tvöföld grjót-
hleðsla og mjög fallegt mannvirki,“
útskýrir hún.
„Við erum búin að rífa burt hús
hér sem var byggt árið 1904 og við
byggingu þess var það, sem var hér
fyrir, nýtt sem grunnur fyrir hluta
hússins. Nú höldum við áfram að
grafa og erum farin að sjá glitta í
eitthvað eldra hérna,“ segir Vala
og bætir við að um sé að ræða vegg
sem við fyrstu sýn virðist vera frá
því fyrir árið 1500.
„Ég sé gjósku frá 1226 í torfinu
en ég sé ekki gjósku frá árinu 1500
svo það er vísbending um að þetta
sé eldra en allt annað sem er hérna,
en ég þarf að skoða þetta betur,“
segir hún. Þá segir Vala að ýmislegt
hafi komið í ljós við uppgröftinn á
Stjórnarráðsreitnum sem hún hafi
ekki búist við að finna.
„Það er alls konar sem fylgir
mönnunum og er ekki skráð, við
höfum til dæmis rekist á tvær
hrossagrafir sem eru frá nítjándu
öld,“ segir hún. „Hestarnir hafa
verið felldir og svo grafin hola sem
þeir voru settir í, bara í miðjum
íbúðargarði.“
Enn er unnið að því að grafa upp
bein hrossanna en farið verður í
að skoða þau betur eftir helgi. „Við
látum beinin liggja aðeins eins og
staðan er núna, en holurnar eru
mjög djúpar,“ segir Vala.
Uppgröfturinn stendur y f ir
næstu tvo mánuði og segir Vala
virkilega spennandi að sjá hvað
leynist á svæðinu þegar grafið
verður enn dýpra. Að uppgreftr-
inum loknum er áætlað að skrif-
stofubygging rísi á svæðinu og að
fornminjarnar verði fjarlægðar.
birnadrofn@frettabladid.is
Hafa fundið drenlögn
og tvær hrossagrafir
Fornleifauppgröftur hefur staðið yfir á Stjórnarráðsreitnum frá því í fyrra-
haust. Ýmsar fornminjar hafa fundist á svæðinu, til dæmis vegleg drenlögn og
hrossagrafir. Ráðgert er að uppgröfturinn standi í tvo mánuði til viðbótar.
Hér má sjá drenlögnina sem Vala segir einkar veglega. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
EFNAHAGSMÁL Opnað hefur verið
fyrir umsóknir um stuðningslán
á Ísland.is. Þetta kemur fram á vef
Stjórnarráðsins. Stuðningslán eru
hluti af aðgerðum stjórnvalda og er
ætlað að styðja við smærri og með-
alstór fyrirtæki sem orðið hafa fyrir
miklu tekjufalli vegna COVID-19.
Fram kemur að stuðningslán
geti numið allt að 10 prósentum af
tekjum fyrirtækis á rekstrarárinu
2019 en lán til hvers fyrirtækis
getur að hámarki numið 40 millj-
ónum króna. Full ríkisábyrgð er
á lánunum upp að 10 milljónum
króna og 85 prósenta ríkisábyrgð
er á lánum umfram það. Markmið
stjórnvalda með því er að tryggja að
stuðningslán verði veitt á lágmarks-
vöxtum.
Tekið er á móti umsóknum um
stuðningslán á Ísland.is, en stjórn-
völd hafa samið við Arion banka,
Íslandsbanka, Kviku, Landsbank-
ann og Sparisjóðina um fram-
kvæmd lánanna. Fyrirtæki fá því
lán afgreidd hjá sínum viðskipta-
banka. – jþ
Stuðningslánin
nú aðgengileg
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
1 1 . J Ú L Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð