Fréttablaðið - 11.07.2020, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 11.07.2020, Blaðsíða 6
Það er þeirra ósk að hætta rekstrinum, samstarfið við borgina hefur gengið vel og ekkert kom þar upp á. Sigþrúður Erla Arnardóttir, fram- kvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða Hægt væri að fá menn í sjálfboða- vinnu við að mála hús og glugga og gera þannig slökkvistöð- ina flotta útlits og til sóma fyrir sveitarfélagið. Bjarni K. Þorsteinsson Með vísan til laga nr. 94/2019 um endur- skoðendur og endurskoðun, er fyrirhugað að halda próf til löggildingar til endur- skoðunarstarfa í október 2020 sem hér segir: Próf í endurskoðun og reikningsskilum: Fyrri hluti föstudaginn 16. október Seinni hluti mánudaginn 19. október Prófin hefjast kl. 9 hvorn dag og standa til kl. 16. Próf í skattalögum, félagarétti, kostnað- arbókhaldi og stjórnendareikningsskilum: Föstudaginn 23. október. Prófið hefst kl. 9 og stendur til kl. 14. Um efnissvið prófanna vísast til 3. gr. reglugerðar nr. 595/2020 um próf til lög- gildingar endurskoðunarstarfa. Próftökugjald er kr. 300.000.- fyrir próf í endurskoðun og reikningsskilum og kr. 100.000.- fyrir próf í skattalögum, fé- lagarétti, kostnaðarbókhaldi og stjórn- endareikningsskilum. Greiða þarf stað- festingargjald fyrir hvort próf sem er 20% af fjárhæð prófgjalds. Væntanlegir prófmenn skulu skila um- sóknum fyrir laugardaginn 15. ágúst nk. til prófnefndar. Tilkynningar sendist for- manni prófnefndar, Jóni Arnari Baldurs, Urðarbraut 9, 200 Kópavogi eða í tölvu- pósti á jon.a.baldurs@gmail.com. Tilkynningu skulu fylgja nafn prófmanns og kennitala, heimilisfang, tölvupóst- fang og staðfesting um að fullnægt sé skilyrðum 5. og 7. tl. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 94/2019. Próftakar fá þá senda reikninga fyrir prófgjaldinu og skal allt prófgjaldið vera greitt fyrir 15. september nk. Prófnefndin mun boða til fundar með prófmönnum fyrir lok ágúst nk. Reykjavík, 11. júlí 2020. Prófnefnd löggiltra endurskoðenda Auglýsing um próf til endurskoðunarstarfa BORGARBYGGÐ Bjarni K. Þorsteins- son slökkviliðsstjóri og Heiðar Örn Jónsson varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, bjóða sveitarfélaginu að slökkviliðsstöðin verði máluð í sjálf boðavinnu. „Viðhaldi á húsi slökkviliðsins hefur ekki verið sinnt sem skyldi,“ segir í bréfi tvímenninganna til Borgarbyggðar, þar sem rakin eru ýmis mál sem þeir telja að verði að setja í forgang hjá liðinu. Til dæmis þurfi að mála glugga og hurðir. Þakjárn sé illa leikið. „Hægt væri að fá menn í sjálf- boðavinnu við að mála hús og glugga og gera þannig slökkvi- stöðina f lotta útlits og til sóma fyrir sveitarfélagið. Ef Borgar- byggð útvegar nauðsynleg efni til, þá getum við útvegað mannskap. Einnig væri hægt að nýta öf lug ungmenni í vinnu hjá Ámunda í áhaldahúsinu í þetta verkefni,“ segja slökkviliðsstjórarnir.  – gar Segjast fá sjálfboðaliða til að mála slökkvistöðina FERÐAÞJÓNUSTA „Það verður ekk- ert annað sagt en að ástandið í greininni sé bágborið,“ segir Skarp- héðinn Berg Steinarsson, ferða- málastjóri aðspurður hvernig ferða- þjónustufyrirtækjum sé almennt að reiða af nú þegar COVID-ástandið kastar sínum stóra skugga. Skar phéðinn bendir á að í hartnær fjóra mánuði hafi varla erlendur ferðamaður stigið hér á land þannig að eðlilega sé ástandið slæmt. „Ferðamennirnir eru svo miklu færri en ferðaþjónustan af kastar. Það hafa það allir, eða flestir, frekar skítt.“ Hann óttast þó ekki neina hrinu gjaldþrota, en því miður er fyrirséð að einhverjir muni skella í lás og ekki opna aftur. „Það er fyrirsjáan- legt að einhver fyrirtæki muni ekki komast í gegnum þetta, því miður. Það eru ýmsar aðgerðir stjórnvalda sem hafa hjálpað og fyrirtæki hafa getað brugðist við með ýmsum hætti.“ Hann bendir á að erlendir ferða- menn séu aðeins 10-15 prósent af þeim fjölda sem var í júlí á síðasta ári. „Þegar er mikill munur á fram- boði og eftirspurn þá lækkar verðið og stundum lækkar það umtalsvert. Til viðbótar við fækkun er því verð- lækkun, sem er ekki góð formúla fyrir fyrirtæki.“ Íslendingar hafa verið duglegir að ferðast í sumar og pakkað ofan í ferðatösku og haldið á þjóðvegi eða upp á hálendi. Skoðað fossa og vötn og fjöll og firði. „Ferðahegðun Íslendinga er að ýmsu leyti frá- brugðin erlendra ferðamanna. Það þarf ekki annað en að fara út á þjóð- veginn til að sjá það. Íslendingar eru á eigin bíl, draga gistinguna eftir sér, með matinn í skottinu hjá grillinu og afþreyinguna á þakinu á bílnum með reiðhjólunum. Þeir eru með allt í senn. Flutninginn, gistinguna, afþreyinguna og matinn.“ Hann segir að Íslendingar séu duglegir að gista á tjaldsvæðum, en meira en helmingur gistinátta Íslendinga á sumrin er á tjald- svæðum. „Þá er ekki talið með gisti- nætur í orlofshúsum, hjá ættingjum, í sumarbústað og f leira. Gisting Íslendinga á hótelum í gegnum tíðina hefur verið vel innan við 20 prósent. En ég er ánægður að sjá hvað Íslendingar eru duglegir að ferðast. Sjá hvernig ferðaþjónustan hefur byggst upp á öllu landinu. Þetta fór betur af stað en menn gerðu ráð f y r ir. Hefðbundið er að Íslendingar ferðast eftir veðri, en ferðamennska Íslend- inga hefur verið að dreifast vel. Sannarlega munar um hvern haus þó að þetta komi ekki í stað þess sem ferðaþjónustan getur annað,“ segir Skarphéðinn. benediktboas@frettabladid.is Ljóst að ferðaþjónusta stendur höllum fæti Ferðamálastjóri segir ástandið í greininni afar bágborið og mörg fyrirtæki hafi það skítt. Fyrirsjáanlegt sé að einhver fyrirtæki komist ekki í gegnum COVID-ástandið. Hann er þó mjög ánægður með ferðalög landans í sumar. Um helmingur gistinátta Íslendinga á sumrin er á tjaldsvæðum vítt og breitt um Ísland. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Ferðahegðun Íslendinga er að ýmsu leyti frábrugðin erlendra ferðamanna. Það þarf ekki annað en að fara út á þjóðveginn til að sjá það. Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri REYKJAVÍK Rauði krossinn mun á næstunni hætta rekstri á Konukoti, en auglýst var eftir áhugasömum aðilum til að taka við rekstrinum á vef Reykjavíkurborgar í síðasta mánuði. Konukot er neyðarskýli fyrir húsnæðislausar konur, átta til tólf pláss eru í skýlinu. Fjöldi umsókna barst, en ekki hefur verið gefið upp hverjir sóttu um að taka við rekstrinum. „Umsóknarfresturinn rann út um síðustu helgi og við komum til með að vinna úr umsóknum í lok þessa mánaðar,“ segir Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða. Þá segir hún að samið verði við nýjan rekstraraðila í ágúst. Aðspurð um ástæðu þess að Rauði krossinn dragi sig út úr rekstri Konukots, segir Sigþrúður samtökin vilja ein- beita sér að öðrum verkefnum. „Þau telja þetta verkefni vera komið með fastan sess og vilja frekar taka að sér verkefni sem eru aðkallandi, til þess að koma þeim upp á yfirborðið og afhenda þetta áfram. Svo það er þeirra ósk að hætta rekstrinum, samstarfið við borgina hefur gengið vel og ekkert kom þar upp á,“ bætir hún við. Aðspurð hvort einhverjar breyt- ingar verði á starfi Konukots, taki nýir rekstraraðilar við, segir Sig- þrúður að það komi í ljós. „Það fer eftir því hverjir koma að þessu og hvort að þau vilji breyta einhverju. Reykjavíkurborg vill hafa til staðar sérstakt neyðarskýli fyrir konur og hafa neyðarskýlin kynjaskipt.“ – bdj Rauði krossinn hættir rekstri Konukots 1 1 . J Ú L Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.