Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2020, Blaðsíða 2
Ja-ja ding dong
Jæja nú er það svart. Eins og 2020 hafi ekki lagt nægar áskoranir fyrir
Svarthöfða heldur þarf núna
að ráðast með beinum hætti
á geðheilsuna. Útbrunninn
bandarískur leikari ákvað að
blása lífi í glæður ferils síns
með því að gera kvikmynd
um óskabarn Evrópu, Euro-
vision, og ekki nóg með það
heldur þurfti hann að setja
Ísland þar í aðalhlutverk
og gera þar grimmt grín af
tónlistarsmekk okkar. Ja-
ja-ding-dong-lagið er bein
móðgun við alla Íslendinga,
en það er svo helvíti grípandi
að manni rann reiðin nánast
eins og skot. Þar til maður
mætti aftur í vinnuna og
mátti taka þar einn stakan
andardrátt áður en einhver
velviljandi kollegi hafði rölt
fram hjá syngjandi lagið og
Svarthöfði fékk það aftur á
heilann.
Svarthöfði mun finna Will
Ferrel og sýna honum hvar
Íslendingar kaupa ölið. Þar
sem Svarthöfði hefur nú eytt
tveimur vikum með þetta
bölvaða stef á heilanum var
það ófyrirbyggjandi að lagið
færi að lita hversdaginn hjá
honum. Nú sér Svarthöfði Ja-
ja-ding-dong í hverju horni.
Þetta lag, sem hefur alla
burði til að verða næsta Nína,
getur átt við svo merkilega
margt. Svarthöfði er jafnvel
ekki frá því að þetta stef gæti
verið þemalag þjóðfélagsins
í dag. Hér eru margir bara
búnir að ja-ja-ding-dong-a
sig í hel.
Til dæmis er ríkisstjórnin
að mati Svarthöfða búin að
ja-ja-ding-donga rækilega í
brækurnar. Í vikunni náði
ríkisstjórnin að flæma Kára
fokkin‘ Stefáns út úr CO-
VID-19 bröltinu. Kári er ekki
týpan til að bjóða fram hinn
vangann þegar honum er mis-
boðið. Hann fékk bara nóg,
greip sinn staf og hatt og fór
aftur í dagvinnuna að venju.
Þá voru góð ráð dýr hjá
ríkisstjórninni. Hvað gerir
Ísland án Kára? Nú auðvitað
fór fólk þá fyrst að pæla al-
mennilega í þessari skimun
á landamærunum. Þó fóru
málsmetandi menn að stíga
fram og segja að skimun
væri bara bull og bruðl og
henni ætti alfarið að sleppa.
Er þetta samsæri því ríkis-
stjórnin tímir ekki að greiða
fyrri skimunina úr eigin
vasa? Eða er þetta merki um
að ráðist var í skimun án þess
að hugsa það alveg í gegn.
Hvílíkt ja-ja-ding dong.
Svo eru það blessuðu
skemmtistaðirnir sem verða
að loka 23.00 út af sótt-
vörnum. Aldrei í lífi sínu
hefur Svarthöfði vitað um
jafn mikið af heimapartýum
í borginni. Svarthöfðum sem
kunna vel að meta heilaga
helgarhvíldina til lítillar
gleði. Er minni smithætta í
heimahúsum? Ja-ja-fokkin-
ding-dong.
Kæra ríkisstjórn. Svart-
höfði skilur að COVID er
ofsalega leiðinlegt basl sem
var ómögulegt að undirbúa
sig undir, og hann veit að þið
eruð vinstri-hægri-hókí-pókí
stjórn sem á erfitt með að
koma sér saman um nokkurn
skapaðan hlut sem leiðir til
frekar pínlegrar ákvarðana-
fælni, en girðið ykkur samt í
brók og hagið ykkur eins og
vel þenkjandi einstaklingar.
Fyrir Ísland! n
SVART HÖFÐI
Aðalnúmer: 550 5060
Auglýsingar: 550 5070
Ritstjórn: 550 5070
FRÉTTA SKOT
550 5070
abending@dv.is
Stefnumót við hrotta
Í
blaðinu í dag er að finna samantekt á grófu
andlegu ofbeldi sem kallast Gasljóstrun. Sjá
bls 6. Gasljóstrun er mjög alvarlegt andlegt
ofbeldi þar sem ráðskast er með skynjun
þolandans á þann hátt að hinn síðarnefndi fer
að efast um skynjun sína, minni og jafnvel
geðheilsu. Þessi tegund ofbeldis hefur ítrekað verið
umfjöllunarefni í kvikmyndum og bókum enda oft á
köflum algerlega galinn lygaþráður sem gerandinn
spinnur til að grafa undan brotaþola.
Við vinnslu efnisins kom í ljós að það eru ekki
aðeins fjölskyldumeðlimir geranda sem verða fyrir
slíku ofbeldi inni á heimilinu heldur byrjar ofbeldið
mjög fljótt í nýjum samböndum. Þannig lýsir ung
kona því að hún hafi orðið fyrir slíku ofbeldi strax
eftir nokkurra mánaða samband við nýjan kærasta.
Í samtali blaðamanns við ráðgjafa hjá Stígamótum
kom meðal annars fram að ofbeldi af öllum toga
getur þrifist í nýjum og ungum samböndum.
Þar sé einnig að finna mjög gróft kyn-
ferðislegt ofbeldi og ungar konur séu
oft beittar miklum þrýstingi til þess
að láta undan vilja ofbeldismannins.
Þar séu gjarnan notuð orð eins og
tepruskapur til að þrýsta á konur,
jafnvel snemma í sambandinu, til að
ganga lengra í kynlífi en þeim líður
vel með. Hótanir um að segja þeim
upp sökum frumkvæðisleysis og
leiðinda fylgja svo.
Enginn vill upplifa sig leiðin-
legan eða óspennandi. En
það er mikilvægt að þekkja
sín mörk og vera með það
á hreinu að það er ekkert
leiðinlegra eða meira
óspennandi en hrotta-
skapur og ofbeldismenn
og – konur.
Ef viðkomandi væri
ekki flokkuð sem tepra
væri það ef til vill drusla
– allt til að réttlæta ofbeldið.
Brotaþoli gerir aldrei rétt að mati
ofbeldismannsins og þannig rétt-
lætir hann gjörðir sínar.
Kannski er erfiðara að átta
sig á að um kynferðislegt ofbeldi í nánu sambandi er
að ræða þar sem fólk er ólíklegra til að bera saman
bækur finni það fyrir vanlíðan og óöryggi þegar það
kemur að kynlífi frekar en ef um fjárhagslegt eða
líkamlegt ofbeldi er að ræða. Við vitum að það á ekki
að kýla manneskju eða svipta hana fjárhagslegu sjálf-
stæði en hvar liggja mörkin í kynlífi? Svo er eitt að
vita og annað að geta brugðist við eftir að búið er að
brjóta viðkomandi kerfisbundið niður.
Jenný Valberg hjá Kvennaathvarfinu svarar því vel
hvar mörkin í heilbrigðu kynlífi og ofbeldi liggi. „Allt
það sem þér líður vel með og ert róleg með er eðli-
legt.“
Verum vakandi yfir viðvörunarmerkjum og leitum
hjálpar og/eða bjóðum hjálp ef minnsti vafi leikur á að
ofbeldi eigi sér stað. n
UPPÁHALDS
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir
RITSTJÓRI: Þorbjörg Marinósdóttir, tobba@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Erla Hlynsdóttir, erlahlyns@dv.is AUGLÝSINGAUMSJÓN: Ruth Bergsdóttir, ruth@dv.is
PRENTUN: Torg prentfélag DREIFING: Póstdreifing | DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. DV, Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík Sími: 550 7000.
MYND/GETTY
Rithöfundurinn og kynt-
röllið Stefán Máni Sigþórs-
son deilir hér sínum uppá-
halds bókum sem tilvalið er
að gefa sér tíma til að lesa
í fríinu – nú eða bók eftir
manninn sjálfan svo sem
Mörgæs með brostið hjarta
sem er hans fyrsta ástar-
saga.
1 Sláturhús 5
Kurt Vonnegut
Frumlegt og hugbreytandi
meistaraverk.
2 Pan
Knut Hamsun
Óþægilega heillandi og svört
ástarsaga.
3 Innstu myrkur
Joseph Conrad
Ferðalag inn í myrkviði
mannshjartans.
4 Bróðir minn
Ljónshjarta
Astrid Lindgren
Þarf að skrifa eitthvað?
Bókin sem alla langar að
hafa skrifað.
5 Post Office
Charles Bukowski
Skyldulesning fyrir alla sem
hafa hatað vinnuna sína.
BÆKURNAR
2 EYJAN 10. JÚLÍ 2020 DV