Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR 10. JÚLÍ 2020 DV
Syngur Bowie
á böllum
Erla
Hlynsdóttir
erlahlyns@dv.is
Aðeins eru
fimm ár síðan
Róbert og
systir hans
komust að því
að kveðja frá
föður þeirra á
dánarbeðinu
sem hann bað
sendiráðið í
London fyrir
skilaði sér
aldrei.
MYND/
SIGTRYGGUR ARI
É g kann mjög vel við mig í þessu starfi. Það eru einhverjar stressstöðv-
ar í heilanum á mér, ættaðir
aftur úr blaðamennskufortíð-
inni, sem njóta sín í aðstæðum
þar sem verkefnin liggja ekki
alveg ljós fyrir í byrjun dags,”
segir Róbert Marshall, upp-
lýsingafulltrúi ríkisstjórnar-
innar.
Gengið var frá ráðningu
Róberts seinni hluta mars-
mánaðar en hann hafði þá
greinst með COVID-19 og var
í einangrun ásamt fjölskyld-
unni. Hann er mikill útivist-
argarpur og hefur síðustu ár,
ásamt Brynhildi Ólafsdóttur
eiginkonu sinni, sinnt alhliða
fjallaleiðsögn, þjálfun og úti-
vist. Útbreiðsla COVID-19 var
rétt að hefjast og ekki komið
samkomubann þegar Róbert
fór með hóp gönguskíðafólks
norður í Mývatnssveit í mars
en áður en yfir lauk greindust
19 af 23 úr hópnum með sjúk-
dóminn.
Sjálfur segist Róbert hafa
fengið „lúxusútgáfu af þess-
um veikindum” en sá þarna
hversu gríðarlega smitandi
sjúkdómurinn var. Verkefni
Róberts fyrir ríkisstjórnina
snerust strax frá upphafi mik-
ið um upplýsingagjöf vegna
COVID-19. „Í byrjun vorum
við mjög mikið að svara er-
lendum fjölmiðlum og okkur
þótti mikilvægt að koma því á
framfæri hvernig við værum
að takast á við útbreiðsluna.
Katrín Jakobsdóttir er mjög
þekkt erlendis og sem for-
sætisráðherra er hún stjórn-
málastjarna á erlendum vett-
vangi. Ég held að fólk átti sig
ekki alveg á því hversu mikil
ásókn er í viðtöl við hana hjá
erlendum fjölmiðlum. Við
höfum þurft að velja og hafna
mörgum viðtalsbeiðnum. Allt
krefst þetta undirbúnings
og samvinnu, og hefur verið
krefjandi.”
Enn sami strákurinn
Róbert á fjölbreytilegan feril
að baki. Hann er fyrrverandi
alþingismaður og sat á þingi
fyrir Samfylkinguna, var
þingmaður utan flokka og loks
fyrir Bjarta framtíð sem hann
tók þátt í að stofna. Á þingi
gegndi hann meðal annars
þingflokksformennsku, for-
mennsku í allsherjarnefnd,
formennsku í Íslandsdeild
þings Öryggis- og samvinnu-
stofnunar Evrópu og sat í um-
hverfis- og samgöngunefnd,
Þingvallanefnd og Norður-
landaráði.
Hann starfaði við fjölmiðla
um árabil og var aðstoðar-
maður samgönguráðherra,
Kristjáns Möller, áður en
hann settist sjálfur á þing
árið 2009. Róbert er fyrrver-
andi formaður Blaðamanna-
félags Íslands og var um tíma
forstöðumaður fréttasviðs
365. Hann er uppalinn í Vest-
mannaeyjum þar sem hann
stundaði fiskvinnslu, netagerð
og sjómennsku. Já, Róbert
hefur komið víða við.
Brynhildi eiginkonu sinni
kynntist hann í fréttamennsk-
unni en hún er einnig fyrrver-
andi fréttamaður. „Ég á fimm
börn; tvö úr fyrra hjónabandi,
tvö með Brynhildi og svo átti
hún eina dóttur fyrir. Yngsti
sonur minn er á fimmtánda
ári og sá elsti að skríða í þrí-
tugt. Ég er að reyna að venjast
þeirri hugmynd að brátt á ég
son á fertugsaldri,” segir Ró-
bert og tekur fram að hann
hafi byrjað ungur að eignast
börn. Hann er 49 ára, verður
fimmtugur á næsta ári og
segist alltaf jafn hissa á því
að vera enn sami strákurinn,
þvert á fyrri hugmyndir um
að eldast. „Maður verður ekki
gamall inni í sér. Síðan er ég
alltaf að upplifa eitthvað nýtt
og er alltaf undrandi yfir því
hvað lífið hefur upp á mikið að
bjóða. Það finnst mér dásam-
legt.”
Upplifði sig í búbblu
Með fram þingmennskunni
var Róbert mikið að leiðsegja
og fór síðan á fullt með eigin
rekstur þegar hann ákvað að
hætta þingmennsku árið 2016.
„Ég var forvitinn um hvort
það væri hægt að lifa af verk-
efnum tengdum útivistinni
og það tókst. Við höfum sinnt
ýmiss konar leiðsögn fyrir
Ferðafélag Íslands og séð um
þjálfun Landvætta. Þá ákvað
ég að nýta þekkingu mína úr
fjölmiðlun og dagskrárgerð,
við Guðmundur Steingríms-
son gefum út tvisvar á ári
útivistartímaritið Úti og við
Brynhildur og Tómas Mars-
hall bróðir minn gerðum úti-
vistarþætti fyrir RÚV. Þegar
ég hætti á þingi ákvað ég að
gera upp við mig árið 2020
hvað ég ætlaði að verða þegar
ég yrði stór,” segir Róbert
kíminn og heldur áfram: „Ég
fann strax í haust að það var
farið að toga í mig að skipta
um vettvang. Þegar ég byrjaði
að vinna í stjórnarráðinu fann
ég hvað ég saknaði þess að
vera á eiginlegum vinnustað.
Ég og Brynhildur erum bara
með sitthvora skrifstofuna
heima og auðvitað hittum
við mikið af fólki þegar við
erum að þjálfa og leiðsegja en
ég fann hvað ég hafði gott af
þessari breytingu - að vakna
á morgnana, fara út, sinna
vinnunni og koma síðan heim.
Ég hef alltaf verið pólitískt
„animal” og mikill áhugamað-
ur um stjórnmál. Ég var satt
að segja farinn að finna fyrir
samviskubiti yfir því að vera
ekki að gera neitt fyrir sam-
félagið. Mér fannst ég vera
kominn inn í einhverja búbblu
þar sem ég væri ekki að gera
gagn. Að mörgu leyti fannst
mér ég hafa verið ágætis þing-
maður og verið sterk rödd á
ákveðnum sviðum.”
Rödd náttúrunnar
Hann tekur fram að hann sé
auðvitað ekki kjörinn full-
trúi nú og tilheyri engum
stjórnmálaflokki. „En ég er
stuðningsmaður þessarar
ríkisstjórnar og kaus Kötu
og VG síðast. Þegar ég horfði
yfir sviðið fyrir síðustu þing-
kosningar var enginn sem ég
treysti jafn vel til að vera for-
sætisráðherra og hún,” segir
hann. Róbert bendir á að hann
hafi kynnst Katrínu og Svan-
dísi Svavarsdóttur vel í þing-
störfunum á sínum tíma og
þau náð vel saman.
Það sem hann er stoltastur
af þegar kemur að þingstörf-
unum er þátttaka hans í að
ný heildarlög um náttúru-
vernd urðu að veruleika. Sig-
rún Magnúsdóttir var þá um-
hverfis- og auðlindaráðherra
fyrir Framsóknarflokkinn
en Róbert sat i umhverfis- og
samgöngunefnd ásamt Svan-
dísi sem þá var fyrrverandi
umhverfisráðherra og höfðu
lögin upphaflega verið samin
í hennar ráðherratíð.
„Ég er stoltur af því að
hafa verið rödd náttúrunnar
og rödd umhverfisins. Ef þú
leggur þig fram við að vera
rödd ákveðins málstaðar þá
Róbert Marshall er nýr upplýsingafulltrúi ríkis-
stjórnarinnar. Hann fann fyrir djúpri köllun til að
gera samfélaginu gagn eftir að horfa yfir Erma-
sundið þar sem afi hans lést í stríðinu.