Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2020, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2020, Page 19
HALLA SIGRÚN MATTHIESEN Eins og Björn Jón Bragason fer yfir hér seinna í blaðinu er vert að fylgjast með Höllu Sigrúnu Matthiesen. Halla er formaður Sambands ungra sjálfstæðis- manna og þykir hafa staðið sig vel í embættinu. Hún var kjörin í fyrra til tveggja ára og mun því sitja sem formaður SUS til næsta árs. Halla er dóttir Árna M. Matthiesen, fyrrum þingmanns Sjálfstæðis- flokksins og fjármálaráðherra. Það skal því engan undra að rætur Höllu liggi til Sjálfstæðisflokksins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og flokkssystir Höllu óskaði henni til hamingju með sigurinn á sínum tíma. „Það er verulega gaman að sjá svona öfluga manneskju taka við þessu mikilvæga og góða félagi. Hún er kjörin ásamt öflugu fólki frá öllu landinu sem gefur sig í unglið- astarf Sjálfstæðisflokksins. Það er okkur þingmönnum og ráðherrum afar mikilvægt.“, sagði Áslaug um flokkssystur sína. Halla er með BA gráðu í hagfræði, stjórnmálafræði og sögu frá UCL í London og hefur starfað sem við- skiptastjóri hjá Arion banka og þar áður hjá Landsvirkjun. Halla hefur því komið víða við á stuttum ferli sínum. Þó er ljóst að Halla á nóg inni og eiga landsmenn örugglega eftir að heyra oft á nafn hennar minnst í náinni framtíð. JANUS ARN GUÐMUNDSSON Janus hóf feril sinn í pólitík ungur og á þeim árum sem liðin eru er varla kosningabarátta sem hann hefur ekki snert. Janus er stjórn- málafræðingur að mennt og Sjálf- stæðismaður. Hóf hann feril sinn í stjórnmálum í ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins. Var hann þar maðurinn á bak við tjöldin í fjöldamörg ár og er enn. Hann situr í varastjórn SUS en hefur áður setið í stjórnum og vara- stjórnum bæði SUS og Heimdallar auk miðstjórnar flokksins. Janus hefur stýrt kosningabaráttu til bæjarstjórna, borgarstjórnar, forsetakosningum. Enn fremur hefur hann stýrt framboðum í prófkjörum stjórnmálaflokka, rektorskjöri í Háskóla Íslands og nemendafélagskosningum. Leitun er að reynslumeiri manni í kosn- ingageiranum hér á landi. Nafn Janusar hefur ekki enn birst ofarlega á framboðslistum og hann hefur ekkert gefið upp hvort hugur hans leitar þangað eða hvort hann unir sér betur sem „maðurinn á bak við tjöldin.“ Í dag er Janus framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðis- flokksins. Janus stýrði kosninga- baráttu Eyþórs Arnalds í prófkjöri Sjálfstæðismanna til sigurs. Janus þykir drifinn, staðfastur, ákveðinn og stefnuviss. Ljóst er að pólitíkin er hans heimavöllur og verður fróðlegt að fylgjast með næstu skrefum hans á því sviði. ISABEL ALEJANDRA DÍAZ Isabel á ættir sínar að rekja til El Salvador í Mið-Ameríku og settist að með fjölskyldumeðlimum á Ísa- firði þegar hún var ung að árum. Isabel sagði frá því í Stundinni árið 2017 að hún hafi í 14 ár þurft að berjast fyrir réttindum sínum á Íslandi. Fyrst um sinn var henni hótað á 30 daga fresti að flytja ætti hana úr landi og lifði hún í ótta um að vera tekin af fjölskyldu sinni. Isabel kom með ömmu sinni og afa til Íslands, en ekki móður og föður. „Þessir 30 dagar urðu síðar að 6 mánaða fresti, sem gaf okkur meiri tíma til undirbúnings en var í sjálfu sér ekkert skárra. Sex mánuðirnir urðu svo „loksins“ að einu ári. Fyrir mig sem barn voru þetta ekki bréf, þetta voru hótanir. Samfélagið á Ísafirði gerði mér þessi ár bærileg, auk minnar trúar og trausts á Guði, en ég komst aldrei undan óttanum,“ skrifaði Isabel. Vestfirðingurinn Isabel Alejandra er í dag forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og er hún fyrsti einstaklingurinn af erlendum upp- runa sem gegnir því starfi. Isabel var áður verkefnastjóri Tungu- málatöfra, samfélagsverkefnis í heimabæ sínum Ísafirði. Einnig hefur Isabel starfað hjá UNICEF á Íslandi og hjá Endurmenntun HÍ. Isabel leiddi framboðslista Röskvu í stúdentaráðskosning- unum og situr í Háskólaráði, æðstu stjórn Háskóla Íslands. Isabel tekur við stjórn Stúdenta- ráðs á stormasömum tímum og ljóst að seta hennar næsta árið verður viss eldskírn. Hún þykir þó þegar hafa sannað sig og rúmlega það á fyrstu mánuðum í starfi og er áframhaldi á störfum Isabellu á opinberum vettvangi beðið með eftirvæntingu. UNA HILDARDÓTTIR Una er varaþingmaður VG í Suð- vesturkjördæmi og hefur hún komið inn sem þingmaður kragans sjö sinnum á kjörtímabilinu, ýmist fyrir Rósu Björk Brynjólfs- dóttur eða Ólaf Þór Gunnarsson. Una flutti skörug legar ræður um málefni ungs fólks, útgreiðslu per- sónuafsláttar og kynfrelsi. Lagði Una meira að segja fram frum- varp um breytingu á almennum hegningarlögum sem miðaði að því að veita intersex aukna vernd gegn hatursorðræðu og glæpum. Sex samflokksmenn Unu gerðust meðflutningsmenn frumvarpsins. Tekið var eftir stuttri en snarpri þingsetu Unu og ljóst að sótt verður hart að því að ná Unu inn á næsta þing. Una hefur jafnframt beitt nýstárlegum aðferðum við að vekja athygli á samfélagslegum vanköntum og gerði hún meðal annars tilraun til að hópfjármagna fyrstu íbúðarkaupin sín. Var söfn- unin ádeila á auglýsingaherferð Íslandsbanka sem vakti umtal um möguleika ungs fólks á fasteigna- markaði. Una skipaði þriðja sæti lista Vinstri grænna í kraganum í síðustu kosningum og munaði aðeins rétt rúmum tvö þúsund atkvæðum að hún næði inn sem þriðji þingmaður flokksins í kraganum. Enn fremur skipaði Una 8. sæti á framboðslista VG fyrir sveitarstjórnarkosning- arnar í Mosfellsbæ nú síðast. Una lauk námi frá MH og hefur meðal annars starfað sem viðburðarstýra hjá Nordjobb, framkvæmdastjóri gistiheimilis og var kosningastýra UVG 2013. Una er í dag formaður Landssambands ungmennafélaga. MYND/VALLI MYND/XD.IS MYND/AÐSEND MYND/ALTHINGI.IS EYJAN 19DV 10. JÚLÍ 2020 Janus þykir drif- inn, staðfastur, ákveðinn og stefnuviss. Ljóst er að pólitíkin er hans heimavöllur. Landsmenn eiga örugglega eftir að heyra oft á nafn hennar minnst í náinni framtíð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.