Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2020, Blaðsíða 22
10. JÚLÍ 2020 DV22 EYJAN
Vestur um land og
norður yfir heiðar
Ef við höldum vestur um land
þá hefur Þórdís Kolbrún verið
ötul að halda sambandi við
kjósendur í Norðvesturkjör-
dæmi og talið að hún stefni á
fyrsta sæti listans þar sem nú
situr Haraldur Benediktsson.
Heimildarmenn í Norðaust-
urkjördæmi telja allt eins lík-
legt að Kristján Þór Júlíusson
gefi áfram kost á sér og víst
að Njáll Trausti Friðbertsson
fari fram. Kristján Þór er tal-
inn standa það styrkum fótum
í kjördæminu að varla nokkur
geti veitt honum keppni.
Meðal ungliða í kjördæminu
er horft til Berglindar Óskar
Guðmundsdóttur sem er lög-
fræðingur frá Háskólanum á
Akureyri. Yrði þetta reyndin
stefndi í „Akureyrarlista“.
Aðrir Eyfirðingar, Siglfirðing-
ar, Þingeyingar og Austfirð-
ingar tækju því ekki þegjandi
og hljóðalaust.
Nafn bæjarstjórans á Akur-
eyri, Ásthildar Sturludóttur,
hefur líka heyrst nefnt sem
mögulegs frambjóðanda Sjálf-
stæðisflokksins í kjördæminu.
Hún starfaði áður með flokkn-
um, en er ráðin ópólitískur
bæjarstjóri af meirihluta
Framsóknarflokks, L-lista og
Samfylkingar. Innan þeirra
flokka var gagnrýnt að með
ráðningu hennar væru and-
stæðingar Sjálfstæðisflokks-
ins að styrkja í sessi verðandi
frambjóðanda „íhaldsins“.
Haldið suður
Eins og kunnugt er klofnaði
Sjálfstæðisflokkurinn í Vest-
mannaeyjum fyrir síðustu
bæjarstjórnarkosningar.
Páll Magnússon, efsti maður
á lista, stóð nærri því fólki
sem klauf sig frá flokknum
og sumir hafa því haldið því
fram að hann standi höllum
fæti í Eyjum. Aðrir segja allt-
of mikið gert úr andstöðu við
hann. Aðeins lítill hópur Eyja-
manna hafi horn í hans síðu.
Ljóst er að Páll ætlar enn að
treysta að stórum hluta á fylgi
úr Eyjum fari hann í fram-
boð. Hann dvelur þar mikið
og ræktar ímynd sína sem
Eyjamaður. Sumir segja að
hann ætli ekki aftur fram en
hvað sem því líður er talið að
hann geti varla vænst sama
stuðnings nú og fyrir síðustu
kosningar. Stuðningsmönnum
hans gremst að hann hafi
ekki fengið ráðherrasæti og
sú krafa mun verða hávær í
kjördæminu að fá stól við rík-
isstjórnarborðið komist flokk-
urinn áfram í ríkisstjórn.
Ásmundur Friðriksson og
Vilhjálmur Árnason munu
báðir ætla sér fram og enn á
ný heyrist nafn Elliða Vignis-
sonar nefnt sem mögulegs
frambjóðanda í oddvitasætið.
Þá þykir afar líklegt að Unn-
ur Brá Konráðsdóttir reyni
aftur fyrir sér í kjördæminu
og stefni þá á fyrsta eða ann-
að sætið. Heimildarmönnum
í kjördæminu ber þó saman
um að hún muni eiga á bratt-
ann að sækja. Unnur Brá var
í öðru sæti á lista flokksins
fyrir kosningarnar 2013 en
féll niður í fjörða sætið fyrir
Unnur Brá Konráðsdóttir, lögfræðingur. MYND/ANTON BRINKÁrni Helgason, lögfræðingur og uppistandari. MYND/VALLI
Rósu Guðbjartsdóttur, bæjar-
stjóra í Hafnarfirði, sem þing-
mannsefni og enn fleiri Karen
Halldórsdóttur, bæjarfulltrúa
í Kópavogi. Þar sem miðaldra
karlar sitja á fyrir fleti eru
miklu meiri möguleikar fyrir
nýjar konur að komast að.
Vi lhjálmur Bjarnason
hyggst aftur gefa kost á sér
en hann féll út af þingi 2017.
Hann er talsvert eldri en
flestir þingmenn flokksins
og gæti þannig „breikkað
ásýndina“ eins og stundum er
komist að orði.
Upprennandi stjarna
í Kraganum?
Þá hafa ýmsir bent á Höllu
Sigrúnu Mathiesen, formann
Sambands ungra sjálfstæðis-
manna. Hún er úr Hafnarfirði
eins og faðir hennar og afi sem
báðir voru þingmenn og ráð-
herrar, Árni M. Mathiesen og
Matthías Á. Mathiesen. Sjálf-
stæðismönnum finnst ekki
verra að frambjóðendur séu af
ættum þingmanna. Þrátt fyrir
að vera aðeins 22 ára gömul
hefur hún lokið prófi í hag-
fræði frá háskóla í Bretlandi.
Af sextán þingmönnum Sjálf-
stæðisflokksins hafa aðeins
fjórir verið við nám erlendis.
Þá er það talið vinna með
Höllu Sigrúnu að vera ekki
lögfræðingur en óvenju
margir þingmenn flokksins
í tímans rás hafa verið lög-
fræðingar. Núna eru þrír af
fjórum ráðherrum flokksins
lögfræðingar og sjö af sextán
þingmönnum lögfræðingar.
Sjö af átta efstu frambjóð-
endum í prófkjöri flokksins í
Reykjavík 2016 voru lögfræð-
ingar. Sá eini sem ekki hafði
lokið þeirri prófgráðu var
Guðlaugur Þór, BA í stjórn-
málafræði. Þetta er mikil ein-
sleitni hjá flokki sem eitt sinn
kallaði sig „flokk allra stétta“.
Meiri gleði í stjórnmálin
Þá hefur enn einn lögfræð-
ingurinn, Árni Helgason,
verið nefndur sem þingmanns-
efni í Suðvesturkjördæmi,
en hann hefur verið talsvert
áberandi undanfarin misseri
og var núna í maí skipaður
formaður nefndar um mál-
efni útlendinga. Hann var
áður formaður Heimdallar og
framkvæmdastjóri þingflokks
sjálfstæðismanna. Ekki má
heldur gleyma að Árni er vin-
sæll pistlahöfundur og uppi-
standari. Ekki veitir af að fá
meiri skemmtun í pólitíkina
eins leiðinlegir og þingfundir
geta orðið. n
Á niðurleið
Fylgi Sjálfstæðisflokksins í alþingiskosningum síðasta aldarfjórðung.
Menntun þingmanna Sjálfstæðisflokksins
1995 1999 2003 2007 2009 2013 2016 2017
50%
40%
30%
20%
10%
0%
37,5%
40,7%
33,7%
36,6%
23,7%
26,7%
29,0%
25,2%
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Lögfræðingur
Ásmundur Friðriksson Gagnfræðingur
Birgir Ármannsson Lögfræðingur
Bjarni Benediktsson Lögfræðingur
Bryndís Haraldsdóttir B.Sc.-próf í alþjóðamarkaðsfræði
Brynjar Níelsson Lögfræðingur
Guðlaugur Þór Þórðarson Stjórnmálafræðingur
Haraldur Benediktsson Búfræðingur
Jón Gunnarsson Próf í málmiðngreinum og próf í
rekstrar- og viðskiptafr.
Kristján Þór Júlíusson Skipstjórnarpróf og
kennsluréttindi
Njáll Trausti Friðbertsson Flugumferðarstjórapróf og
BS í viðskiptafræði
Óli Björn Kárason BS-próf í hagfræði
Páll Magnússon Fil.kand.-próf í stjórnmála-
og hagsögu
Sigríður Á. Andersen Lögfræðingur
Vilhjálmur Árnason Lögfræðingur, lögregluskólapróf
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Lögfræðingur
kosningarnar 2016. Það sæti
dugði henni ekki til endur-
kjörs 2017. Ýmsir hafa nefnt
að hún ætti meiri möguleika
á kjöri í Reykjavík þrátt fyrir
að hafa verið sveitarstjóri í
Rangárþingi eystra. Viðhorf
hennar, meðal annars í inn-
flytjendamálum, eigi meiri
hljómgrunn í þéttbýlinu en í
Suðurkjördæmi.
Ýmsir fleiri eru nefndir.
Þar á meðal Guðbergur
Reynisson, formaður full-
trúaráðsins í Keflavík, sem
hefur beitt sér ötullega í um-
ferðarmálum.
Kraginn
Kvennamálin hafa víðar
reynst flokknum erfið. Í Suð-
vesturkjördæmi voru áður
kvenframbjóðendur sem mik-
ið kvað að, Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir og Ragnheiður
Ríkharðsdóttir, en lítið hefur
farið fyrir einu þingkonu
flokksins í kjördæminu, Bryn-
dísi Haraldsdóttir. Kraginn er
kjördæmi Bjarna Benedikts-
sonar og auk þeirra Bryndísar
sitja á þingi fyrir flokkinn í
kjördæminu þeir Jón Gunn-
arsson og Óli Björn Kárason.
Ýmsir viðmælenda nefna
Þá þykir afar
líklegt að Unnur
Brá Konráðs-
dóttir reyni aftur
fyrir sér í kjör-
dæminu og stefni
þá á fyrsta eða
annað sætið.